Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. mars 2020 19:00 Olíuverð hefur lækkað á heimsvísu vegna kórónuveirunnar. Innkaupastjóri segir það koma greinilega fram á Íslandi. Mynd/Vísir. Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. „Það er nú oft þannig að þú færð öfgakenndustu viðbrögðin á Íslandi. O þannig hefur úrvalsvísitalan íslenska til dæmis lækkað meira frá áramótum en DOW Jones," segir Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá greiningu Capacent. Á síðasta mánuði hefur úrvalsvísitalan lækkað um hátt í tíu prósent. Hún tók þó við sér í dag í fyrsta sinn í nokkurn tíma samhliða hækkunum á öllum félögum í kauphöllinni. Kórónuveiran hefur haft svipuð neikvæð áhrif í kauphöllum um allan heim. Og þá sérstaklega á hlutabréf flugfélaga vegna óvissu í ferðaþjónsutu. Á síðasta mánuði nemur lækkunin hjá Icelandair 25 prósentum. Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Capacent. „Það er útlit fyrir að það verði samdráttur í ferðaþjónustu í ár og þar af leiðandi gætum við séð samdrátt í landsframleiðslu," segir Snorri. Til marks um þetta bendir hagfræðideild Landsbankans á að komum kínverskra ferðamanna gæti fækkað vegna veirunnar. Gert hafði verið ráð fyrir verulegri fjölgun. Veiran hefur víðtækari áhrif á markaði og vegna minni eftirspurnar hefur olíuverð tekið skarpa dýfu. Það birtist meðal annars á Íslandi. Hér á landi hefur verð lækkað nokkuð síðan í lok janúar. „Hérna heima hefur bensínverð lækkað um sjö krónur og dísillinn um tíu krónur," segir Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri N1. Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri N1. Þetta sé ekki síst óvenjulegt fyrir þær sakir að díselolía hækkar vanalega um þessar mundir vegna aukinnar kyndingar. „En vegna kórónuvírussins. Aðallega bara vegna hans, að þá hefur orðið töluverð lækkun," segir hann. OPEC-ríkin funda í Vínarborg á morgun og talið er líklegt að ákveðið verði að draga úr framleiðslu. Magnús segist ekki viss um að það dugi til að ná jafnvægi. „Vegna þess að áhrifin frá kórónuvírusnum eru svo mikil. Til dæmis eru Kínverjar farnir að fara flytja út bensín. Sem er nú vanalega þjóð sem þarf að flytja inn eldsneyti. Af því eftirspurnin hefur minnkað svo mikið," segir Magnús. Bensín og olía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira
Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. „Það er nú oft þannig að þú færð öfgakenndustu viðbrögðin á Íslandi. O þannig hefur úrvalsvísitalan íslenska til dæmis lækkað meira frá áramótum en DOW Jones," segir Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá greiningu Capacent. Á síðasta mánuði hefur úrvalsvísitalan lækkað um hátt í tíu prósent. Hún tók þó við sér í dag í fyrsta sinn í nokkurn tíma samhliða hækkunum á öllum félögum í kauphöllinni. Kórónuveiran hefur haft svipuð neikvæð áhrif í kauphöllum um allan heim. Og þá sérstaklega á hlutabréf flugfélaga vegna óvissu í ferðaþjónsutu. Á síðasta mánuði nemur lækkunin hjá Icelandair 25 prósentum. Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Capacent. „Það er útlit fyrir að það verði samdráttur í ferðaþjónustu í ár og þar af leiðandi gætum við séð samdrátt í landsframleiðslu," segir Snorri. Til marks um þetta bendir hagfræðideild Landsbankans á að komum kínverskra ferðamanna gæti fækkað vegna veirunnar. Gert hafði verið ráð fyrir verulegri fjölgun. Veiran hefur víðtækari áhrif á markaði og vegna minni eftirspurnar hefur olíuverð tekið skarpa dýfu. Það birtist meðal annars á Íslandi. Hér á landi hefur verð lækkað nokkuð síðan í lok janúar. „Hérna heima hefur bensínverð lækkað um sjö krónur og dísillinn um tíu krónur," segir Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri N1. Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri N1. Þetta sé ekki síst óvenjulegt fyrir þær sakir að díselolía hækkar vanalega um þessar mundir vegna aukinnar kyndingar. „En vegna kórónuvírussins. Aðallega bara vegna hans, að þá hefur orðið töluverð lækkun," segir hann. OPEC-ríkin funda í Vínarborg á morgun og talið er líklegt að ákveðið verði að draga úr framleiðslu. Magnús segist ekki viss um að það dugi til að ná jafnvægi. „Vegna þess að áhrifin frá kórónuvírusnum eru svo mikil. Til dæmis eru Kínverjar farnir að fara flytja út bensín. Sem er nú vanalega þjóð sem þarf að flytja inn eldsneyti. Af því eftirspurnin hefur minnkað svo mikið," segir Magnús.
Bensín og olía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira