Allir starfsmenn arkitektastofu í sóttkví: „Allir komnir með vinnustöð heima“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. mars 2020 19:30 Ásgeir Ásgeirsson, einn eigandi arkitektastofunnar T.ark, segist hafa það gott í sóttkvínni. Eigandi arkitektastofu segir stemninguna hafa verið einkennilega þegar fyrst fréttist að samstarfsfélagi væri smitaður af kórónuveirunni, fyrstur Íslendinga. Nú vinna hins vegar allir að heiman og nota forritið Skype á vinnufundum. Um er að ræða arkitektastofuna T.ark en þar vinna um 20 manns. Maðurinn, sem hafði verið á Ítalíu, mætti til vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann greindist. Hann sagði samstarfsmönnum sínum strax frá stöðunni um miðjan dag síðastliðinn föstudag. „Það var mjög einkennilegt, svo ég kannski noti mjög vægt orð. Hann var bara í hátalaranum í símanum við alla starfsmenn. Hann var hress og kátur sem var fyrsti léttirinn miðað við allar fréttir. Svo leið föstudagurinn en við vorum öll saman á föstudeginum þangað til maðurinn í geimbúningnum mætti",“ segir Ásgeir Ásgeirsson, einn eigandi T.ark. Þau pöntuðu pizzur og drukku rauðvín sem til var á stofunni. Um klukkan níu um kvöldið var búið að taka sýni úr öllum og flestir fóru heim. Allir komnir með vinnustöð heima Næstu dagar fóru í að hringja í viðskiptavini sem höfðu komið inn á stofuna á þeim tíma sem hætta var á smiti og að ákveða næstu skref, nú þegar allur vinnustaðurinn var kominn í sóttkví. „Það eru bara allir komnir með vinnustöð heima. Það er tölvusérfræðingur hjá okkur sem er búinn að tengja alla,“ segir Ásgeir. Starfsmenn tali saman í síma og tölvupósti og þá er forritið Skype notað á fundum við viðskiptavini. „Það eru viðskiptavinirnir okkar sem er þolandinn. Við náum ekki að gera allt sem við áttum að gera. Ég atti að vera með kynningarfund á mánudag fyrir sveitarfélag til dæmis,“ segir Ásgeir sem annars hefur það nokkuð gott í sóttkvínni. „Ég átti reyndar að fara til útlanda á laugardaginn í sólina að spila golf þannig það var mesta svekkelsið fyrir mig. En þetta er allt í lagi maður þarf bara að hugsa þetta aðeins öðruvísi. Panta inn matinn á netinu og svona praktísk mál en annars gengur lífið bara sinn vanagang,“ segir Ásgeir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Eigandi arkitektastofu segir stemninguna hafa verið einkennilega þegar fyrst fréttist að samstarfsfélagi væri smitaður af kórónuveirunni, fyrstur Íslendinga. Nú vinna hins vegar allir að heiman og nota forritið Skype á vinnufundum. Um er að ræða arkitektastofuna T.ark en þar vinna um 20 manns. Maðurinn, sem hafði verið á Ítalíu, mætti til vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann greindist. Hann sagði samstarfsmönnum sínum strax frá stöðunni um miðjan dag síðastliðinn föstudag. „Það var mjög einkennilegt, svo ég kannski noti mjög vægt orð. Hann var bara í hátalaranum í símanum við alla starfsmenn. Hann var hress og kátur sem var fyrsti léttirinn miðað við allar fréttir. Svo leið föstudagurinn en við vorum öll saman á föstudeginum þangað til maðurinn í geimbúningnum mætti",“ segir Ásgeir Ásgeirsson, einn eigandi T.ark. Þau pöntuðu pizzur og drukku rauðvín sem til var á stofunni. Um klukkan níu um kvöldið var búið að taka sýni úr öllum og flestir fóru heim. Allir komnir með vinnustöð heima Næstu dagar fóru í að hringja í viðskiptavini sem höfðu komið inn á stofuna á þeim tíma sem hætta var á smiti og að ákveða næstu skref, nú þegar allur vinnustaðurinn var kominn í sóttkví. „Það eru bara allir komnir með vinnustöð heima. Það er tölvusérfræðingur hjá okkur sem er búinn að tengja alla,“ segir Ásgeir. Starfsmenn tali saman í síma og tölvupósti og þá er forritið Skype notað á fundum við viðskiptavini. „Það eru viðskiptavinirnir okkar sem er þolandinn. Við náum ekki að gera allt sem við áttum að gera. Ég atti að vera með kynningarfund á mánudag fyrir sveitarfélag til dæmis,“ segir Ásgeir sem annars hefur það nokkuð gott í sóttkvínni. „Ég átti reyndar að fara til útlanda á laugardaginn í sólina að spila golf þannig það var mesta svekkelsið fyrir mig. En þetta er allt í lagi maður þarf bara að hugsa þetta aðeins öðruvísi. Panta inn matinn á netinu og svona praktísk mál en annars gengur lífið bara sinn vanagang,“ segir Ásgeir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira