Starfsmaður Landspítalans með kórónuveiruna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. mars 2020 19:03 Frá upplýsingafundi um veiruna í dag. vísir/vilhelm Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt. Einn þeirra smituðu starfar á Landspítalanaum og eru nú um tuttugu starfsmenn spítalans í sóttkví. Yfirmaður smitsjúkdóma hefur áhyggjur af því að veiran lami starfsemina. Á blaðamannafundi almannavarna kom fram að hættumat vegna kórónuveirunnar gengi út frá því að faraldurinn muni ganga yfir á nokkrum vikum; sem gætu til dæmis verið átta til tólf. „Við eigum eftir að vera hérna að tala saman og fara yfir þessa hluti í einhverja mánuði,“ sagði Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá almannavörnum á fundinum í dag. Sálfræðingur Rauða krossins sagði heilbrigðan kvíða gagnlegan að vissu leyti. Fólk fylgi þá frekar gefnum fyrirmælum. Mikilvægt væri þó að halda ró gagnvart börnum. „Það er alveg nóg að börn viti að það sé eitthvað hræðilegt í gangi en hvað þá að mamma og pabbi eða annað fullorðið fólk í kring sé alveg að fara á límingunum. Þá er þeirra öryggi farið,“ sagði Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur á fundinum í dag. Yfir þrjú hundruð manns eru nú í sóttkví. Talið er að búið sé að ná til allra Íslendinga sem hafa verið að koma frá áhættusvæðum. Aðrir í sóttkví eru þeir sem teljast útsettir fyrir smiti. Í því felst að einstaklingur hafi verið í innan við eins til tveggja metra fjarlægð við staðfest smit í meira en korter. Heimsóknir verða takmarkaðar vegna kórónuveirunnar. Á meðal þeirra sem eru í sóttkví eru læknar og hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítalanum og voru í skíðaferð. „Það eru um og yfir 20 starfsmenn nú þegar í sóttkví. Við höfum verið að greina veirusýkingar og langflestir eru með eitthvað annað en COVID-19. En þó er starfsmaður sem er með staðfest smit og er í einangrun,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum. Sá mætti ekki til vinnu eftir heimkomu en vel er fylgst með heilsu allra starfsmanna. Starfsfólk hefur raunar verið beðið um að fresta ferðalögum enda segir Már útbreiðslu meðal starfsfólks helsta áhyggjuefnið. Sem að gæti þá lamað starfsemi spítalans. „Við höfum séð dæmi um það frá Osló til dæmis að heilu sjúkrahúsin hafa verið í mikilli rekstraráhættu bara vegna veikinda starfsfólks,“ segir Már. Til að draga úr áhættu fyrir starfsfólk og sjúklinga verða heimsóknir takmarkaðar. „Við biðlum til fólks sem er með öndunarfæraeinkenni að koma alls ekki inn á sjúkrastofnanir og heldur ekki að heimsækja ættingja á öldunarstofnunum,“ segir Már. „Við viljum hafa stjórn á því hverjir eru að koma inn á spítalann þannig við missum þetta ekki úr böndunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt. Einn þeirra smituðu starfar á Landspítalanaum og eru nú um tuttugu starfsmenn spítalans í sóttkví. Yfirmaður smitsjúkdóma hefur áhyggjur af því að veiran lami starfsemina. Á blaðamannafundi almannavarna kom fram að hættumat vegna kórónuveirunnar gengi út frá því að faraldurinn muni ganga yfir á nokkrum vikum; sem gætu til dæmis verið átta til tólf. „Við eigum eftir að vera hérna að tala saman og fara yfir þessa hluti í einhverja mánuði,“ sagði Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá almannavörnum á fundinum í dag. Sálfræðingur Rauða krossins sagði heilbrigðan kvíða gagnlegan að vissu leyti. Fólk fylgi þá frekar gefnum fyrirmælum. Mikilvægt væri þó að halda ró gagnvart börnum. „Það er alveg nóg að börn viti að það sé eitthvað hræðilegt í gangi en hvað þá að mamma og pabbi eða annað fullorðið fólk í kring sé alveg að fara á límingunum. Þá er þeirra öryggi farið,“ sagði Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur á fundinum í dag. Yfir þrjú hundruð manns eru nú í sóttkví. Talið er að búið sé að ná til allra Íslendinga sem hafa verið að koma frá áhættusvæðum. Aðrir í sóttkví eru þeir sem teljast útsettir fyrir smiti. Í því felst að einstaklingur hafi verið í innan við eins til tveggja metra fjarlægð við staðfest smit í meira en korter. Heimsóknir verða takmarkaðar vegna kórónuveirunnar. Á meðal þeirra sem eru í sóttkví eru læknar og hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítalanum og voru í skíðaferð. „Það eru um og yfir 20 starfsmenn nú þegar í sóttkví. Við höfum verið að greina veirusýkingar og langflestir eru með eitthvað annað en COVID-19. En þó er starfsmaður sem er með staðfest smit og er í einangrun,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum. Sá mætti ekki til vinnu eftir heimkomu en vel er fylgst með heilsu allra starfsmanna. Starfsfólk hefur raunar verið beðið um að fresta ferðalögum enda segir Már útbreiðslu meðal starfsfólks helsta áhyggjuefnið. Sem að gæti þá lamað starfsemi spítalans. „Við höfum séð dæmi um það frá Osló til dæmis að heilu sjúkrahúsin hafa verið í mikilli rekstraráhættu bara vegna veikinda starfsfólks,“ segir Már. Til að draga úr áhættu fyrir starfsfólk og sjúklinga verða heimsóknir takmarkaðar. „Við biðlum til fólks sem er með öndunarfæraeinkenni að koma alls ekki inn á sjúkrastofnanir og heldur ekki að heimsækja ættingja á öldunarstofnunum,“ segir Már. „Við viljum hafa stjórn á því hverjir eru að koma inn á spítalann þannig við missum þetta ekki úr böndunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira