„Ef við komum skíthræddar til leiks þá er voðinn vís“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2020 16:30 Díana Dögg Magnúsdóttir, fyrirliði Vals, og Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram með bikarinn. Mynd/HSÍ Valur og Fram spila í dag upp á sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar liðin mætast í seinni undanúrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni. Díana Dögg Magnúsdóttir, fyrirliði Vals, og Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, mættu á kynningarfund vegna Coca Cola bikarsins fyrir helgina og HSÍ tók við þær viðtal og birti á síðu sinni. Framarar eru nú í 27. sinn í undanúrslitum og Valur vann sér sæti í undanúrslitum í 25. skipti að þessu sinni en þetta er 45. keppnistímabil bikarkeppninnar í kvennaflokki. Liðin mættust í úrslitaleik fyrir ári og þá vann vann með þriggja marka mun, 24-21. Nú um stundir eru Fram og Valur í tveimur efstu sætum Olísdeildarinnar og margir líta svo á að þetta sé í raun úrslitaleikur keppninnar. „Ef við komum skíthræddar til leiks þá er voðinn vís. Ef við mætum til þess að spila okkar leik eins gegn hverjum öðrum andstæðingi þá eigum við góða möguleika á að sigra. Spennustigið má hvorki vera of hátt eða of lágt,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir í samtali við HSÍ. „Spennustigið er hærra í undanúrslitaleik í bikar en í deildarleik. Þess vegna tekur það leikmenn stundum nokkrar mínútur að komast í gang meðan strengirnir eru stilltir,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram. „Flestar okkar hafa áður tekið þátt í leikjum af þessu tagi. Við búum yfir góðri reynslu og ættum þessvegna að koma sterkar inn í leikinn frá fyrstu mínútu,“ sagði Steinunn ennfremur. Fram vann nokkuð öruggan 28-24 sigur í leik liðanna á Hlíðarenda um helgina og fór langt með að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. „Við vitum alveg hvað Valur ætlar að gera í leiknum og þær þekkja okkur út og inn. Af þeim sökum snýst þessi leikur fyrst og fremst um okkur sjálfar. Fyrstu mínútur leksins geta skipt miklu máli“ sagði Steinunn og hún að Framstúlkur hafa lært af úrslitaleiknum í fyrra. „Því miður þá áttum við ekki góðan leik gegn Val í úrslitum bikarsins í fyrra þar sem við lentum mikið undir snemma leiks. Við höfum dregið lærdóm af þeirri viðureign,“ sagði Steinunn Björnsdóttir. Olís-deild kvenna Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Valur og Fram spila í dag upp á sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar liðin mætast í seinni undanúrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni. Díana Dögg Magnúsdóttir, fyrirliði Vals, og Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, mættu á kynningarfund vegna Coca Cola bikarsins fyrir helgina og HSÍ tók við þær viðtal og birti á síðu sinni. Framarar eru nú í 27. sinn í undanúrslitum og Valur vann sér sæti í undanúrslitum í 25. skipti að þessu sinni en þetta er 45. keppnistímabil bikarkeppninnar í kvennaflokki. Liðin mættust í úrslitaleik fyrir ári og þá vann vann með þriggja marka mun, 24-21. Nú um stundir eru Fram og Valur í tveimur efstu sætum Olísdeildarinnar og margir líta svo á að þetta sé í raun úrslitaleikur keppninnar. „Ef við komum skíthræddar til leiks þá er voðinn vís. Ef við mætum til þess að spila okkar leik eins gegn hverjum öðrum andstæðingi þá eigum við góða möguleika á að sigra. Spennustigið má hvorki vera of hátt eða of lágt,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir í samtali við HSÍ. „Spennustigið er hærra í undanúrslitaleik í bikar en í deildarleik. Þess vegna tekur það leikmenn stundum nokkrar mínútur að komast í gang meðan strengirnir eru stilltir,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram. „Flestar okkar hafa áður tekið þátt í leikjum af þessu tagi. Við búum yfir góðri reynslu og ættum þessvegna að koma sterkar inn í leikinn frá fyrstu mínútu,“ sagði Steinunn ennfremur. Fram vann nokkuð öruggan 28-24 sigur í leik liðanna á Hlíðarenda um helgina og fór langt með að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. „Við vitum alveg hvað Valur ætlar að gera í leiknum og þær þekkja okkur út og inn. Af þeim sökum snýst þessi leikur fyrst og fremst um okkur sjálfar. Fyrstu mínútur leksins geta skipt miklu máli“ sagði Steinunn og hún að Framstúlkur hafa lært af úrslitaleiknum í fyrra. „Því miður þá áttum við ekki góðan leik gegn Val í úrslitum bikarsins í fyrra þar sem við lentum mikið undir snemma leiks. Við höfum dregið lærdóm af þeirri viðureign,“ sagði Steinunn Björnsdóttir.
Olís-deild kvenna Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira