Það ræðst í kvöld hvaða lið leika til úrslita í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta. Í fyrri undanúrslitaleiknum mætast KA/Þór og Haukar og í þeim seinni Valur og Fram.
Sigurhefð liðanna í seinni undanúrslitaleiknum eru öllu meiri en hjá liðunum í þeim fyrri.
Fram er langsigursælasta liðið í sögu bikarkeppni kvenna með 15 titla. Valur hefur unnið sjö bikartitla og samtals eru Reykjavíkurfélögin því með 22 af 44 bikartitlum kvennamegin.
Haukar hafa fjórum sinnum orðið bikarmeistarar í kvennaflokki en KA/Þór aldrei. Haukar urðu síðast bikarmeistarar 2007 þegar liðið vann Gróttu í úrslitaleik, 22-26.
Það er því 18 bikartitla munar á liðunum í undanúrslitaviðureignunum sem fara fram í kvöld.
Valur er ríkjandi bikarmeistari. Í fyrra vann Valur þriggja marka sigur á Fram í bikarúrslitum, 21-24.
Leikur KA/Þórs og Hauka hefst klukkan 18:00 og klukkan 20:30 er komið að viðureign Vals og Fram. Báðir leikirnir verða í beinni textalýsingu á Vísi.
15 Fram (1978, 1979, 1980, 1982, 1984, 1985, 1986, 1987, 1990, 1991, 1995, 1999, 2010, 2011, 2018)
8 Stjarnan (1989, 1996, 1998, 2005, 2008, 2009, 2016, 2017)
7 Valur (1988, 1993, 2000, 2012, 2013, 2014, 2019)
4 Haukar (1997, 2003, 2006, 2007
3 ÍBV (2001, 2002, 2004)
2 Víkingur (1992, 1994)