Telur stjórnvöld draga lappirnar því þeir öldnu eru undir Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2020 16:36 Baldur segir að staðreyndin sé sú að vér gamlingjar erum frekir á fóðrum, erum engum til gagns og undir niðri hlakkar í ungu fólki og miðaldra að losna við okkur. „Margir gapa sig úr kjálkaliðnum yfir sinnuleysi stjórnvalda gagnvart Kórónuveirunni en hegðun þeirra stafar hvorki af sinnuleysi né heimsku, heldur byggir hún á vitrænum forsendum eins og hér má sjá,“ segir Baldur Hermannsson, ellilífeyrisþegi og fyrrverandi framhaldsskólakennari, á Facebooksíðu sinni. Baldur birtir með snörpum pistli sínum meðfylgjandi mynd sem sýnir að dauðsföll vegna kórónuveirunnar aukast verulega eftir því sem fólk er eldra. „Veiran hlífir nefnilega ungu fólki og upprennandi en ræðst af fullum krafti á fólk yfir fimmtugu og sérdeilis þá sem komnir eru á lífeyrisaldur,“ segir Baldur. Baldur telur sem sagt að hið meinta aðgerðarleysi stjórnvalda sé meðvitað og undir liggi ískaldur og úthugsaður þanki. Og sá ekki af geðslegu tagi. „Ef veiran væri unga fólkinu jafn skeinuhætt og okkur gömlu drumbunum yrði allt sett á annan endann og þjóðfélaginu læst með hengilás og slagbrandi. En staðreyndin er sú að vér gamlingjar erum frekir á fóðrum, erum engum til gagns og undir niðri hlakkar í ungu fólki og miðaldra að losna við okkur.“ Eldri borgarar, og er þá miðað við 67 ára aldurinn, eru samkvæmt Hagstofunni rúmlega 43 þúsund talsins samkvæmt talingu í fyrra. Vísir er með vital við Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formann Landsambands eldri borgara, í vinnslu en þar kveður við annan tón. Hún telur stjórnvöld vera að taka fast um taumana, vert sé að treysta vel menntuðu lækisfræðilegu fólki sem hafi tök á vandanum. Aldraðir hafi með tímanum öðlast æðrulausa afstöðu til lífsins. Þeir séu ekki að láta þennan faraldur koma sér úr jafnvægi eftir að hafa lifað tímana tvenna. Þeir séu hvergi smeykir. Ekki er hægt að segja annað en afstaða Baldurs sé æðrulaus en hún verður að teljast grá. Því Baldur segist þrátt fyrir þetta ekki nenna að kvarta undan þessu viðhorfi sem hann þykist greina, það sé þrátt fyrir allt ósköp mannlegt. „En ég bendi kverúlöntum á þetta svo þeir hætti að hnýta í stjórnvöld sem eru bara að vinna vinnuna sína.“ Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22 Læknar halda sig frá samkomum Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 16:16 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
„Margir gapa sig úr kjálkaliðnum yfir sinnuleysi stjórnvalda gagnvart Kórónuveirunni en hegðun þeirra stafar hvorki af sinnuleysi né heimsku, heldur byggir hún á vitrænum forsendum eins og hér má sjá,“ segir Baldur Hermannsson, ellilífeyrisþegi og fyrrverandi framhaldsskólakennari, á Facebooksíðu sinni. Baldur birtir með snörpum pistli sínum meðfylgjandi mynd sem sýnir að dauðsföll vegna kórónuveirunnar aukast verulega eftir því sem fólk er eldra. „Veiran hlífir nefnilega ungu fólki og upprennandi en ræðst af fullum krafti á fólk yfir fimmtugu og sérdeilis þá sem komnir eru á lífeyrisaldur,“ segir Baldur. Baldur telur sem sagt að hið meinta aðgerðarleysi stjórnvalda sé meðvitað og undir liggi ískaldur og úthugsaður þanki. Og sá ekki af geðslegu tagi. „Ef veiran væri unga fólkinu jafn skeinuhætt og okkur gömlu drumbunum yrði allt sett á annan endann og þjóðfélaginu læst með hengilás og slagbrandi. En staðreyndin er sú að vér gamlingjar erum frekir á fóðrum, erum engum til gagns og undir niðri hlakkar í ungu fólki og miðaldra að losna við okkur.“ Eldri borgarar, og er þá miðað við 67 ára aldurinn, eru samkvæmt Hagstofunni rúmlega 43 þúsund talsins samkvæmt talingu í fyrra. Vísir er með vital við Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formann Landsambands eldri borgara, í vinnslu en þar kveður við annan tón. Hún telur stjórnvöld vera að taka fast um taumana, vert sé að treysta vel menntuðu lækisfræðilegu fólki sem hafi tök á vandanum. Aldraðir hafi með tímanum öðlast æðrulausa afstöðu til lífsins. Þeir séu ekki að láta þennan faraldur koma sér úr jafnvægi eftir að hafa lifað tímana tvenna. Þeir séu hvergi smeykir. Ekki er hægt að segja annað en afstaða Baldurs sé æðrulaus en hún verður að teljast grá. Því Baldur segist þrátt fyrir þetta ekki nenna að kvarta undan þessu viðhorfi sem hann þykist greina, það sé þrátt fyrir allt ósköp mannlegt. „En ég bendi kverúlöntum á þetta svo þeir hætti að hnýta í stjórnvöld sem eru bara að vinna vinnuna sína.“
Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22 Læknar halda sig frá samkomum Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 16:16 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22
Læknar halda sig frá samkomum Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 16:16