Öllum verða tryggð laun í sóttkví Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2020 19:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að aðilar vinnumarkaðsins og stjónvöld muni tryggja að allir sem þurfa að fara í sóttkví haldi launum sínum. stöð 2 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. Forsætisráðherra fundaði með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins seinnipartinn í gær vegna þess að þessir aðilar höfðu gefið misvísandi skilaboð um rétt fólks í sóttkví til launa. „Á fundi okkar í gær kom fram eindreginn vilji allra aðila við borðið, bæði atvinnurekenda, launafólks og stjórnvalda til að tryggja að allir sem þurfa að fara í sóttkví að ráðleggingum sóttvarnalæknis verði tryggð laun. Það eru allir sammála um það markmið að það er mikilvægur liður í því að hægja á útbreiðslu kórónu veirunnar hér á landi,“ segir Katrín.Sjá einnig: Segir kolröng skilaboð að skerða laun fólks í sóttkví Dagurinn í dag hafi farið í að aðilar hafi setið saman við að finna lausnir. Henni skiljist í lok dags að það hylli undir lausn sem tryggi öllum laun í sóttkví. Það verði gert með blandaðri leið þar sem allir leggi sitt að mörkum. Stjórnvöld höfðu áður lýst yfir að allir opinberir starfsmenn sem þyrftu að fara í sóttkví fengju greidd laun. En samkvæmt samkomulaginu í dag gæti ríkisvaldið við vissar aðstæður einnig komið að því að tryggja launagreiðslur á almenna vinnumarkaðnum. „Það er hugsunin í þessu því það liggur fyrir að auðvitað eru aðstæður mjög mismunandi. Margir þeirra sem eru í sóttkví halda áfram að sinna sínum störfum eins og fram hefur komið. Eru fullfrískir og geta sinnt sínum störfum heiman frá sér. En svo geta aðstæður verið mismunandi. Þannig að við höfum nýtt daginn í að skoða fordæmi annars staðar á Norðurlöndum um hvernig þau eru að gera þetta. Þannig að þetta verður einhvers konar sameiginleg lausn þar sem við leggjum öll okkar að mörkum,“ segir forsætisráðherra.Þannig að það eru allir þessir aðilar, atvinnurekendur, verkalýðshreyfing og ríkisvald sammála um að það verði fundin lausn þannig að enginn verði launalaus í sóttkví? „Um það erum við algerlega sammála,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14 Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05 Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. Forsætisráðherra fundaði með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins seinnipartinn í gær vegna þess að þessir aðilar höfðu gefið misvísandi skilaboð um rétt fólks í sóttkví til launa. „Á fundi okkar í gær kom fram eindreginn vilji allra aðila við borðið, bæði atvinnurekenda, launafólks og stjórnvalda til að tryggja að allir sem þurfa að fara í sóttkví að ráðleggingum sóttvarnalæknis verði tryggð laun. Það eru allir sammála um það markmið að það er mikilvægur liður í því að hægja á útbreiðslu kórónu veirunnar hér á landi,“ segir Katrín.Sjá einnig: Segir kolröng skilaboð að skerða laun fólks í sóttkví Dagurinn í dag hafi farið í að aðilar hafi setið saman við að finna lausnir. Henni skiljist í lok dags að það hylli undir lausn sem tryggi öllum laun í sóttkví. Það verði gert með blandaðri leið þar sem allir leggi sitt að mörkum. Stjórnvöld höfðu áður lýst yfir að allir opinberir starfsmenn sem þyrftu að fara í sóttkví fengju greidd laun. En samkvæmt samkomulaginu í dag gæti ríkisvaldið við vissar aðstæður einnig komið að því að tryggja launagreiðslur á almenna vinnumarkaðnum. „Það er hugsunin í þessu því það liggur fyrir að auðvitað eru aðstæður mjög mismunandi. Margir þeirra sem eru í sóttkví halda áfram að sinna sínum störfum eins og fram hefur komið. Eru fullfrískir og geta sinnt sínum störfum heiman frá sér. En svo geta aðstæður verið mismunandi. Þannig að við höfum nýtt daginn í að skoða fordæmi annars staðar á Norðurlöndum um hvernig þau eru að gera þetta. Þannig að þetta verður einhvers konar sameiginleg lausn þar sem við leggjum öll okkar að mörkum,“ segir forsætisráðherra.Þannig að það eru allir þessir aðilar, atvinnurekendur, verkalýðshreyfing og ríkisvald sammála um að það verði fundin lausn þannig að enginn verði launalaus í sóttkví? „Um það erum við algerlega sammála,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14 Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05 Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14
Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05
Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda