„Við erum ekki að ráðleggja neinum að hætta við eitthvað“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. mars 2020 20:50 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. vísir/vilhelm Ýmis fyrirtæki og stofnanir hafa tilkynnt um það í gær og í dag að þau hafi ákveðið að fresta fundum eða árshátíðum vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þannig hætti til að mynda Landsvirkjun við að halda ársfund sinn á morgun, Pósturinn og Össur hafa frestað árshátíðum sínum sem áttu að fara fram síðar í mánuðinum og þá hefur sýningunni Verk og vit verið frestað fram á haust. Hún átti að fara fram um miðjan mánuðinn. Sagði í tilkynningu Verk og vit að ákvörðunin um að fresta sýningunni hefði verið tekin í samráði við embætti landlæknis. Ekkert samkomubann hefur þó verið sett á hér á landi og segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hvorki almannavarnir né landlækni vera að ráðleggja stofnunum eða fyrirtækjum að hætta við samkomur. „Við erum ekki búin að setja á samkomubann, við erum ekki að ráðleggja neinum að hætta við eitthvað og þessar stofnanir sem vinna að þessu saman, við stöndum saman að þessu. Þannig að það getur vel verið að einhver túlki eitthvað sem við segjum sem einhvers konar samráð,“ segir Víðir. Fyrirtæki og stofnanir með sitt eigið hættumat Hann bendir á í þessu samhengi að unnið sé eftir viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs en hættustig almannavarna er í gildi hér á landi vegna kórónuveirunnar. „Í henni er síðan fullt af aðilum nefndir sem hafa ákveðið hlutverk og undir þeim köflum, eins og ef við tökum raforkugeirann sem dæmi, þeir eiga að gera sínar viðbragðsáætlanir og eiga að vera viðbúnir og þeir eru bara búnir að fara í gegnum þetta hjá sér og eru bara með öryggiskröfur sem þeir setja,“ segir Víðir. Þannig sé þetta hluti af öryggiskröfum viðkomandi stofnunar til hvaða aðgerða sé gripið þegar hættustig almannavarna er í gildi og hafi ekkert með það að segja hvað almannavarnadeild ríkislögreglustjóra eða embætti landlæknis telja að eigi að gera. Það sama eigi við um fyrirtæki sem eru með eigin öryggisstefnu. „Fyrirtæki eru mjög misjafnlega langt komin í svona öryggismenningu og sum eru með mjög stífar kröfur og stífar reglur um allt mögulegt og vinna eftir mjög ítarlegum viðbragðsáætlunum og það er þeirra ákvörðun út frá því hættumati sem þau gera. Við getum ekki farið inn í hvert tilfelli fyrir sig. Við erum að gefa út heildarhættumatið og það endurspeglast í því almannavarnastigi sem við erum að vinna á og þar af leiðandi fara fyrirtækin í það hjá sér að þetta hættumat þýðir þetta hjá okkur,“ segir Víðir en bætir við að samkomubann sé tól sem verði notað þegar þess mun þurfa og þegar það kemur að gagni. Ekki ástæða til þess að slökkva á samfélaginu „En það er líka mikilvægt eins mikið og við getum að við höldum áfram lífinu. Við þurfum að halda áfram að vera til, við getum ekki slökkt á samfélaginu núna, við erum ekki komin þangað, það er ekki ástæða til þess í augnablikinu.“En er þá of dramatískt hjá fyrirtækjum og stofnunum að fresta viðburðum eða bara eðlilegt í svona ástandi? „Það fer bara eftir því hvaða hættumati fyrirtækið er að vinna. Það eru fyrirtæki sem gera hættumat fyrir sína starfsemi á hverjum degi. Ef þau segja sem svo að þetta ástand sem er núna endurspeglar einhverja niðurstöðu úr sínu hættumati sem kallar á það að bregðast við með þessum hætti þá get ég svo sem ekkert sagt við því. En það er líka það að ætla að breyta svona stórum viðburðum í sínum lífi sem eru eftir 60 daga, ef þú þarft ekki út af einhverjum orsökum að taka þessa ákvörðun í dag þá er kannski allt í lagi að bíða aðeins með hana.“ Alls hafa 26 Íslendingar nú greinst með veiruna og eru tæplega 400 manns í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útskriftarathöfn bókara aflýst fyrir mistök Prófnefnd viðurkenndra bókara sendi í dag póst á útskriftarnema og greindi frá því að útskriftarathöfn myndi ekki fara fram á morgun vegna kórónuveirufaraldursins. 4. mars 2020 20:16 Ársfundi Landsvirkjunar frestað vegna kórónuveiru Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta ársfundi fyrirtækisins sem var á dagskrá á morgun, 5. mars. Ástæðan er varúðarráðstafanir vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 12:00 Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Ýmis fyrirtæki og stofnanir hafa tilkynnt um það í gær og í dag að þau hafi ákveðið að fresta fundum eða árshátíðum vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þannig hætti til að mynda Landsvirkjun við að halda ársfund sinn á morgun, Pósturinn og Össur hafa frestað árshátíðum sínum sem áttu að fara fram síðar í mánuðinum og þá hefur sýningunni Verk og vit verið frestað fram á haust. Hún átti að fara fram um miðjan mánuðinn. Sagði í tilkynningu Verk og vit að ákvörðunin um að fresta sýningunni hefði verið tekin í samráði við embætti landlæknis. Ekkert samkomubann hefur þó verið sett á hér á landi og segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hvorki almannavarnir né landlækni vera að ráðleggja stofnunum eða fyrirtækjum að hætta við samkomur. „Við erum ekki búin að setja á samkomubann, við erum ekki að ráðleggja neinum að hætta við eitthvað og þessar stofnanir sem vinna að þessu saman, við stöndum saman að þessu. Þannig að það getur vel verið að einhver túlki eitthvað sem við segjum sem einhvers konar samráð,“ segir Víðir. Fyrirtæki og stofnanir með sitt eigið hættumat Hann bendir á í þessu samhengi að unnið sé eftir viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs en hættustig almannavarna er í gildi hér á landi vegna kórónuveirunnar. „Í henni er síðan fullt af aðilum nefndir sem hafa ákveðið hlutverk og undir þeim köflum, eins og ef við tökum raforkugeirann sem dæmi, þeir eiga að gera sínar viðbragðsáætlanir og eiga að vera viðbúnir og þeir eru bara búnir að fara í gegnum þetta hjá sér og eru bara með öryggiskröfur sem þeir setja,“ segir Víðir. Þannig sé þetta hluti af öryggiskröfum viðkomandi stofnunar til hvaða aðgerða sé gripið þegar hættustig almannavarna er í gildi og hafi ekkert með það að segja hvað almannavarnadeild ríkislögreglustjóra eða embætti landlæknis telja að eigi að gera. Það sama eigi við um fyrirtæki sem eru með eigin öryggisstefnu. „Fyrirtæki eru mjög misjafnlega langt komin í svona öryggismenningu og sum eru með mjög stífar kröfur og stífar reglur um allt mögulegt og vinna eftir mjög ítarlegum viðbragðsáætlunum og það er þeirra ákvörðun út frá því hættumati sem þau gera. Við getum ekki farið inn í hvert tilfelli fyrir sig. Við erum að gefa út heildarhættumatið og það endurspeglast í því almannavarnastigi sem við erum að vinna á og þar af leiðandi fara fyrirtækin í það hjá sér að þetta hættumat þýðir þetta hjá okkur,“ segir Víðir en bætir við að samkomubann sé tól sem verði notað þegar þess mun þurfa og þegar það kemur að gagni. Ekki ástæða til þess að slökkva á samfélaginu „En það er líka mikilvægt eins mikið og við getum að við höldum áfram lífinu. Við þurfum að halda áfram að vera til, við getum ekki slökkt á samfélaginu núna, við erum ekki komin þangað, það er ekki ástæða til þess í augnablikinu.“En er þá of dramatískt hjá fyrirtækjum og stofnunum að fresta viðburðum eða bara eðlilegt í svona ástandi? „Það fer bara eftir því hvaða hættumati fyrirtækið er að vinna. Það eru fyrirtæki sem gera hættumat fyrir sína starfsemi á hverjum degi. Ef þau segja sem svo að þetta ástand sem er núna endurspeglar einhverja niðurstöðu úr sínu hættumati sem kallar á það að bregðast við með þessum hætti þá get ég svo sem ekkert sagt við því. En það er líka það að ætla að breyta svona stórum viðburðum í sínum lífi sem eru eftir 60 daga, ef þú þarft ekki út af einhverjum orsökum að taka þessa ákvörðun í dag þá er kannski allt í lagi að bíða aðeins með hana.“ Alls hafa 26 Íslendingar nú greinst með veiruna og eru tæplega 400 manns í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útskriftarathöfn bókara aflýst fyrir mistök Prófnefnd viðurkenndra bókara sendi í dag póst á útskriftarnema og greindi frá því að útskriftarathöfn myndi ekki fara fram á morgun vegna kórónuveirufaraldursins. 4. mars 2020 20:16 Ársfundi Landsvirkjunar frestað vegna kórónuveiru Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta ársfundi fyrirtækisins sem var á dagskrá á morgun, 5. mars. Ástæðan er varúðarráðstafanir vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 12:00 Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Útskriftarathöfn bókara aflýst fyrir mistök Prófnefnd viðurkenndra bókara sendi í dag póst á útskriftarnema og greindi frá því að útskriftarathöfn myndi ekki fara fram á morgun vegna kórónuveirufaraldursins. 4. mars 2020 20:16
Ársfundi Landsvirkjunar frestað vegna kórónuveiru Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta ársfundi fyrirtækisins sem var á dagskrá á morgun, 5. mars. Ástæðan er varúðarráðstafanir vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 12:00
Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05