Farþegar í flugi Icelandair frá Veróna fá hlífðargrímur og áhöfnin í hlífðarbúnaði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. mars 2020 22:15 Hér sést vél Icelandair sem kom með hóp Íslendinga frá Veróna síðastliðinn laugardag. Stöð 2 Farþegar í flugi Icelandair frá Veróna á Ítalíu á laugardaginn munu fá hlífðargrímur til að nota í fluginu. Þá mun áhöfnin nota hlífðarbúnað um borð og fyrst og fremst sinna öryggisskyldum sínum. Þannig verður ekki boðið upp á almenna þjónustu eða sölu á meðan á flugi stendur. Þá eru þeir farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkja flensu, svo sem særindum í hálsi, hita eða beinverkjum beðnir um að leita til heilbrigðisyfirvalda í viðkomandi landi og að koma ekki um borð af virðingu við aðra farþega og áhöfn. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Úrval Útsýn sendi á þá viðskiptavini sína sem eru á vegum ferðaskrifstofunnar í skíðaferð í Madonna á Norður-Ítalíu og koma heim með fluginu á laugardag. Alls munu sjötíu manns koma til landsins með fluginu, viðskiptavinir Úrvals Útsýnar og einnig ferðaskrifstofunnar Vita. Að því er fram kom í tíufréttum RÚV í kvöld eru allar fjórar flugfreyjurnar í áhöfninni hjúkrunarfræðingar. Umræddur póstur sem Úrval Útsýn sendi á viðskiptavini sína vegna flugsins á laugardag. Fá grænmetissamloku og vatn þegar gengið er um borð Í póstinum er það staðfest að flugið sé óbreytt en vegna þess að Ítalía er skilgreint sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 hefur verið gripið til ákveðinna ráðstafana í fluginu. Er leiðbeiningum og verkferlum embættis landlæknis fylgt í fluginu að því er segir í pósti Úrvals Útsýnar til farþeganna: „Allir farþegar munu fá grænmetissamloku og vatn um leið og þeir ganga um borð. Ekki verður boðið upp á aðra almenna þjónustu eða sölu á meðan á flugi stendur. Þér er þó heimilt að taka aðrar veitingar með um borð. Við mælum með kaupum á drykkjum á flugvellinum eftir að farið er í gegnum öryggishlið. Áhöfnin mun nota hlífðarbúnað um borð og mun fyrst og fremst sinna öryggisskyldum sínum. Allir farþegar munu fá hlífðargrímur til að nota í fluginu og mælum við með að farþegar komi sjálfir með sótthreinsi/sótthreinsiklúta til að gæta fyllsta hreinlætis á meðan á flugi stendur. Við biðlum til farþega sem finna fyrir flensulíkum einkennum, svo sem særindum í hálsi, hita eða beinverkjum að leita til heilbrigðisyfirvalda í viðkomandi landi og ekki koma um borð af virðingu við aðra farþega og áhöfn. Samkvæmt leiðbeiningum sóttvarnarlæknis, göngum við út frá því að farþegar sem eru einkennalausir séu ekki smitandi,“ segir í póstinum. Flugið til Íslands frá Veróna á laugardag verður afar ólíkt öðrum flugum Icelandair. Biðja um að ekki verði teknar myndir eða myndbönd í fluginu Þá er það áréttað ekki sé gerður greinarmunur á skíðasvæðum innan Ítalíu; þau séu öll skilgreind sem áhættusmitusvæði og því verði nauðsynlegt fyrir alla farþega að fara í heimasóttkví í fjórtán daga við heimkomu. Með fylgja svo leiðbeiningar landlæknis um heimasóttkví sem nálgast má á vefsíðu embættisins. Einnig er því beint til farþega að vera ekki að taka myndir eða myndbönd í fluginu: „Að gefnu tilefni viljum við biðla til allra farþega að taka ekki myndir/myndbönd af öðrum farþegum eða áhöfn í þessu flugi. Við heimkomu verður tekið á móti ykkur og ykkur fylgt í rútu beint í komusal. Þeir farþegar sem eru einkennalausir fá að fara í gegnum fríhöfnina,“ segir að lokum í póstinum. Farþegar eru beðnir um að taka ekki myndir eða myndbönd í fluginu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að gert væri ráð fyrir tölvert miklum sóttvarnarráðstöfum við flugið og einnig á Keflavíkurflugvelli þegar flugið lendir. Þannig verði meiri ráðstafanir á flugvellinum um næstu helgi en voru þar síðastliðinn laugardag þegar flug Icelandair kom frá Veróna. Sautján af þeim 26 sem greinst hafa með veiruna hér á landi voru í því flugi. Víðir sagði hættumatið hafa breyst frá því sem var í gildi síðastliðinn laugardag og því verði tekið á móti fluginu frá Veróna núna um helgina með öðrum hætti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ítalía Tengdar fréttir Tók þingheim í kennslustund um notkun handspritts „Þetta tók samtals tólf sekúndur,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, um leið og hann hafði lokið sér af við að maka handspritti á hendur sínar í pontu Alþingis. 4. mars 2020 15:49 Telur stjórnvöld draga lappirnar því þeir öldnu eru undir Baldur Hermannsson heldur því fram að yngra fólki þyki ekkert verra þó kvarnist úr hópi eldri borgara. 4. mars 2020 16:36 Átta hinna smituðu voru á skíðum í Ischgl í Austurríki Átta af þeim 26 sem nú hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair frá Munchen. 4. mars 2020 18:15 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira
Farþegar í flugi Icelandair frá Veróna á Ítalíu á laugardaginn munu fá hlífðargrímur til að nota í fluginu. Þá mun áhöfnin nota hlífðarbúnað um borð og fyrst og fremst sinna öryggisskyldum sínum. Þannig verður ekki boðið upp á almenna þjónustu eða sölu á meðan á flugi stendur. Þá eru þeir farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkja flensu, svo sem særindum í hálsi, hita eða beinverkjum beðnir um að leita til heilbrigðisyfirvalda í viðkomandi landi og að koma ekki um borð af virðingu við aðra farþega og áhöfn. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Úrval Útsýn sendi á þá viðskiptavini sína sem eru á vegum ferðaskrifstofunnar í skíðaferð í Madonna á Norður-Ítalíu og koma heim með fluginu á laugardag. Alls munu sjötíu manns koma til landsins með fluginu, viðskiptavinir Úrvals Útsýnar og einnig ferðaskrifstofunnar Vita. Að því er fram kom í tíufréttum RÚV í kvöld eru allar fjórar flugfreyjurnar í áhöfninni hjúkrunarfræðingar. Umræddur póstur sem Úrval Útsýn sendi á viðskiptavini sína vegna flugsins á laugardag. Fá grænmetissamloku og vatn þegar gengið er um borð Í póstinum er það staðfest að flugið sé óbreytt en vegna þess að Ítalía er skilgreint sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 hefur verið gripið til ákveðinna ráðstafana í fluginu. Er leiðbeiningum og verkferlum embættis landlæknis fylgt í fluginu að því er segir í pósti Úrvals Útsýnar til farþeganna: „Allir farþegar munu fá grænmetissamloku og vatn um leið og þeir ganga um borð. Ekki verður boðið upp á aðra almenna þjónustu eða sölu á meðan á flugi stendur. Þér er þó heimilt að taka aðrar veitingar með um borð. Við mælum með kaupum á drykkjum á flugvellinum eftir að farið er í gegnum öryggishlið. Áhöfnin mun nota hlífðarbúnað um borð og mun fyrst og fremst sinna öryggisskyldum sínum. Allir farþegar munu fá hlífðargrímur til að nota í fluginu og mælum við með að farþegar komi sjálfir með sótthreinsi/sótthreinsiklúta til að gæta fyllsta hreinlætis á meðan á flugi stendur. Við biðlum til farþega sem finna fyrir flensulíkum einkennum, svo sem særindum í hálsi, hita eða beinverkjum að leita til heilbrigðisyfirvalda í viðkomandi landi og ekki koma um borð af virðingu við aðra farþega og áhöfn. Samkvæmt leiðbeiningum sóttvarnarlæknis, göngum við út frá því að farþegar sem eru einkennalausir séu ekki smitandi,“ segir í póstinum. Flugið til Íslands frá Veróna á laugardag verður afar ólíkt öðrum flugum Icelandair. Biðja um að ekki verði teknar myndir eða myndbönd í fluginu Þá er það áréttað ekki sé gerður greinarmunur á skíðasvæðum innan Ítalíu; þau séu öll skilgreind sem áhættusmitusvæði og því verði nauðsynlegt fyrir alla farþega að fara í heimasóttkví í fjórtán daga við heimkomu. Með fylgja svo leiðbeiningar landlæknis um heimasóttkví sem nálgast má á vefsíðu embættisins. Einnig er því beint til farþega að vera ekki að taka myndir eða myndbönd í fluginu: „Að gefnu tilefni viljum við biðla til allra farþega að taka ekki myndir/myndbönd af öðrum farþegum eða áhöfn í þessu flugi. Við heimkomu verður tekið á móti ykkur og ykkur fylgt í rútu beint í komusal. Þeir farþegar sem eru einkennalausir fá að fara í gegnum fríhöfnina,“ segir að lokum í póstinum. Farþegar eru beðnir um að taka ekki myndir eða myndbönd í fluginu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að gert væri ráð fyrir tölvert miklum sóttvarnarráðstöfum við flugið og einnig á Keflavíkurflugvelli þegar flugið lendir. Þannig verði meiri ráðstafanir á flugvellinum um næstu helgi en voru þar síðastliðinn laugardag þegar flug Icelandair kom frá Veróna. Sautján af þeim 26 sem greinst hafa með veiruna hér á landi voru í því flugi. Víðir sagði hættumatið hafa breyst frá því sem var í gildi síðastliðinn laugardag og því verði tekið á móti fluginu frá Veróna núna um helgina með öðrum hætti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ítalía Tengdar fréttir Tók þingheim í kennslustund um notkun handspritts „Þetta tók samtals tólf sekúndur,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, um leið og hann hafði lokið sér af við að maka handspritti á hendur sínar í pontu Alþingis. 4. mars 2020 15:49 Telur stjórnvöld draga lappirnar því þeir öldnu eru undir Baldur Hermannsson heldur því fram að yngra fólki þyki ekkert verra þó kvarnist úr hópi eldri borgara. 4. mars 2020 16:36 Átta hinna smituðu voru á skíðum í Ischgl í Austurríki Átta af þeim 26 sem nú hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair frá Munchen. 4. mars 2020 18:15 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira
Tók þingheim í kennslustund um notkun handspritts „Þetta tók samtals tólf sekúndur,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, um leið og hann hafði lokið sér af við að maka handspritti á hendur sínar í pontu Alþingis. 4. mars 2020 15:49
Telur stjórnvöld draga lappirnar því þeir öldnu eru undir Baldur Hermannsson heldur því fram að yngra fólki þyki ekkert verra þó kvarnist úr hópi eldri borgara. 4. mars 2020 16:36
Átta hinna smituðu voru á skíðum í Ischgl í Austurríki Átta af þeim 26 sem nú hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair frá Munchen. 4. mars 2020 18:15