Grái herinn í góðum gír þrátt fyrir kórónuveiru Jakob Bjarnar skrifar 5. mars 2020 10:47 Þórunn Sveinbjörnsdóttir segir eldri borgara verða 45 þúsund í árslok og óttast ekki að kórónuveiran höggvi skörð í hópinn. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landsambands eldri borgara segir ótrúlegt æðruleysi fylgja aldrinum. Og telur ofmælt að eldri borgarar landsins séu býsna skelkaðir vegna kórónuveirunnar. En fyrir liggur að hún ógnar helst lífi þeirra sem eldri eru og þeirra sem eru með það sem heitir undirliggjandi sjúkdómar. „Sýnum tillitssemi. - Eldra fólk er 10 til 15 sinnum líklegra að deyja úr kórónaveirunni. (Svipað og með influensu),“ segir þingmaðurinn Jón Þór Ólafsson á Facebook-síðu sinni. Vísir hefur rætt við eldri borgarar sem eru býsna skelkaðir og í gær kom fram að Baldur Hermannsson ellilífeyrisþegi telur stjórnvöld draga lappirnar í aðgerðum til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Baldur segir það einfaldlega vegna þess að þeir sem yngri eru telji ekki verra að losna við þurftafrek gamalmenni af fóðrunum, eins og hann orðaði það umbúðalaust. Baldur birti mynd sem sýnir að þeim sem eldri eru er miklu meiri hætta búin. „Sko, það sem ég upplifi er hin hliðin, ótrúlega æðruleysi sem fylgir aldrinum. Fólk, en ég er 74 og er að umgangast fólk frá 65 upp í 80-90 ára gamalt, er ekki að hamstra matvæli. Það hlustar á útvarp, veit hvað það á að gera sem er að láta ekki hósta framan í sig. Þær eru margar pestir og flensur búnar að ganga yfir sem fólk sem komið er á þennan aldur gjörþekkir,“ segir Þórunn. Grái herinn í góðum gír Hún telur að þó dæmi finnist um óttaslegin gamalmenni þá séu það undantekningar fremur en hitt. Og hún nefnir dæmi af handahófi. „Ég man ekki hvaða ár það var en þegar aids-sjúkdómurinn helltist yfir okkur fór allt á aðra hliðina á Landspítalanum af ótta við Aids. Það þurfti að halda fjölda funda og róa starfsfólkið. Svo uppgötvaðist að þetta smitast ekki nema eftir ákveðnum leiðum,“ segir Þórunn og að þá hafi mannskapurinn róast. Með öðrum orðum: Ótta er best að mæta með upplýsingu og eldri borgarar búi yfir visku og þekkingu sem ávinnst með aldrinum. Þórunn segir að þeir hinir gömlu hafi lifað tímana tvenna, hafi fylgst með mörgum faraldrinum ganga yfir. „Ég upplifi það að fólk er sátt við sína ævi. Ég skynja ekki ótta í okkar röðum. Frekar að fólk ætli sér að vera varkárt,“ segir Þórunn. Hún bendir á að eldri borgarar fari til dæmis frekar út í búð þegar færri eru að versla. Það gerir fólk meðal annars út af umferðarþunga, en Þórunn ætlar að eldri borgarar skerpa meira á því nú og forðist fjölmenni. Hinn verðmæti þroski öldungsins Þegar Vísir náði tali af Þórunni var hún einmitt nýkomin af stjórnarfundi Landsambandsins og þar var verið að ræða stöðuna. „Upplifunin þar var sú að þetta sé eðlilegt, það að einhverjir verði óttaslegnir. En þá sérstaklega þeir sem búa einir, við hvern eiga þeir að tala? Og þar kemur hjálparsími Rauða krossins til skjalanna,“ að sögn Þórunnar. „Fólk á ekki að hika við að hringja og fá útrás fyrir kvíðatilfinninguna. Það eru mín ráð.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir stendur í ströngu þessa dagana.visir/vilhelm Hún segir að þar hafi orðið mikil aukning í innhringingum sem gæti reyndar bent til þess að meðal hinna eldri ríki ótti. En, það sé þá heldur meðal þeirra sem eru einir og hafa ekki maka eða aðra til að spjalla við til að ná tökum á óttanum. „Eldri borgarar eru almennt sáttir við sína ævi. Þetta er fólk sem er lífsreynt. Hefur horft uppá hverja pláguna á fætur annarri, en þetta eru færri sem eru óttaslegnir. Það er mín tilfinning, ég skynja svo oft þetta ótrúlega æðruleysi. Ég hef verið að hrærast í eldri borgara málum nú í sjö ár og hef kynnst því hvernig hann myndast þessi lífsþroski. Hann er verðmætur.“ Hráslagaleg afstaða gagnvart eldra fólki Ýmsir hafa orðið til að vekja athygli á því að dæmi eru um að menn hafi orðið uppvísir af hráslagalegu og sjálfhverfu tali um að ekki sé ástæða til að óttast, þetta leggist bara á gamalt og veikt fólk. Til að mynda hefur Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir rithöfundur með meiru gert þetta að umtalsefni á sinni Facebook-síðu: Ólína segir það lítilsvirðingu að tala eins og þessir hópar Íslendinga sé sjálfsagður fórnarkostnaður. „Svo hefur mér fundist full mikil léttúð yfir því tali -- sem virðist eiga að róa fólk -- að sóttin leggist „bara“ á gamalt fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Það er ekkert „bara“ á bak við tölurnar. Allir yfir sextugu hafa ástæðu til að óttast og undirliggjandi sjúkdómar hrjá fleiri en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Á vinnumarkaði er umtalsverður hópur með undirliggjandi sjúkdóma. Það er ekki virðing að tala eins og þessir hópar Íslendinga sé sjálfsagður fórnarkostnaður. Á þetta hafa fleiri bent og ég tek undir það hér,“ segir Ólína. Þórunn sjálf hefur ekki orðið vör við slíkt tal og gefur ekki mikið fyrir það. Segir að eflaust sé hægt að leggja málin upp með þeim hætti en þetta sé ekki almennt eða ráðandi sjónarmið. „Alls ekki. Menn væru ekki að setja þetta fjármagn í allar þessar forvarnir, þeir sem eru að koma með þessa pest er fólk á miðjum aldri. Það er verið að vernda fólk. Breiðir ekki úr sér á meðan þegar fólk er sett í sóttkví.“ Fjölmiðlar hafa staðið sig vel Þórunn er hin stóíska, hún bendir á að Íslendingar hafi ýmis ráð með að eiga við svona farsóttir. Hún nefnir dæmi um Spánsku veikina, sem var afar skæður inflúensufaraldur sem gekk yfir heiminn á árunum 1918 til 1919. „Hún fór aldrei yfir Holtavörðuheiðina. Auðvitað verður að fara varlega ef fólk er með undirliggjandi sjúkdóma. Þá heyri ég að hluti dauðsfalla í Kína sé vegna rangrar lyfjagjafar. Þeir hafa verið að gefa stera og þá verða lungun veikari fyrir. Nei, við verðum að treysta læknafólkinu, erum með mjög vel menntað fólk í læknavísindum.“ Mikill viðbúnaður er á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar.visir/vilhelm Spurð hvort hún telji nóg gert af hálfu stjórnvalda vitnar Þórunn í viðtal við ungan mann sem á fatlað barn, hann sagði að það vanti kannski alltaf eitthvað uppá. En, þetta snúist ekki síst um upplýsingu. „Ég sé að fólk sem ekki er með tölvulæsi verður ringlað þegar vísað er á heimasíðu landlæknis. En, fjölmiðlar, prent og útvarp, hafa staðið sig gríðarlega vel í að útskýra hlutina til að mæta þeim hópi sem ekki fer inná netið. Þarf að passa uppá að halda því áfram.“ 45 þúsund í árslok og kórónaveiran breytir því ekki Og hún bendir á grein eftir Óttar Guðmundsson sem birtist um helgina þar sem hann talar um fjölmiðlafár, eða hamfarablæti eins og hann kýs að kalla það, vegna kórónuveirunnar. „En, það getur líka verið fræðandi. Höldum því þar. Ekki vera að hræða fólk.“ Þórunn er sem sagt róleg, reyndar pollróleg og lætur sér hvergi bregða. Og hún segir að svo sé almennt um eldri borgara. „Við verðum 45 þúsund í árslok og stöndum við það að vera sterk eftir sem áður. Þar er miðað við 67 ára aldur. Þetta er rosalega flott. Neibb, ég býst ekki við að kórónuveiran höggvi skarð í hópinn. Ég trúi að eldri borgarar fari varlega, hlusti og taki vel eftir.“ Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22 Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00 Telur stjórnvöld draga lappirnar því þeir öldnu eru undir Baldur Hermannsson heldur því fram að yngra fólki þyki ekkert verra þó kvarnist úr hópi eldri borgara. 4. mars 2020 16:36 Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Sjá meira
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landsambands eldri borgara segir ótrúlegt æðruleysi fylgja aldrinum. Og telur ofmælt að eldri borgarar landsins séu býsna skelkaðir vegna kórónuveirunnar. En fyrir liggur að hún ógnar helst lífi þeirra sem eldri eru og þeirra sem eru með það sem heitir undirliggjandi sjúkdómar. „Sýnum tillitssemi. - Eldra fólk er 10 til 15 sinnum líklegra að deyja úr kórónaveirunni. (Svipað og með influensu),“ segir þingmaðurinn Jón Þór Ólafsson á Facebook-síðu sinni. Vísir hefur rætt við eldri borgarar sem eru býsna skelkaðir og í gær kom fram að Baldur Hermannsson ellilífeyrisþegi telur stjórnvöld draga lappirnar í aðgerðum til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Baldur segir það einfaldlega vegna þess að þeir sem yngri eru telji ekki verra að losna við þurftafrek gamalmenni af fóðrunum, eins og hann orðaði það umbúðalaust. Baldur birti mynd sem sýnir að þeim sem eldri eru er miklu meiri hætta búin. „Sko, það sem ég upplifi er hin hliðin, ótrúlega æðruleysi sem fylgir aldrinum. Fólk, en ég er 74 og er að umgangast fólk frá 65 upp í 80-90 ára gamalt, er ekki að hamstra matvæli. Það hlustar á útvarp, veit hvað það á að gera sem er að láta ekki hósta framan í sig. Þær eru margar pestir og flensur búnar að ganga yfir sem fólk sem komið er á þennan aldur gjörþekkir,“ segir Þórunn. Grái herinn í góðum gír Hún telur að þó dæmi finnist um óttaslegin gamalmenni þá séu það undantekningar fremur en hitt. Og hún nefnir dæmi af handahófi. „Ég man ekki hvaða ár það var en þegar aids-sjúkdómurinn helltist yfir okkur fór allt á aðra hliðina á Landspítalanum af ótta við Aids. Það þurfti að halda fjölda funda og róa starfsfólkið. Svo uppgötvaðist að þetta smitast ekki nema eftir ákveðnum leiðum,“ segir Þórunn og að þá hafi mannskapurinn róast. Með öðrum orðum: Ótta er best að mæta með upplýsingu og eldri borgarar búi yfir visku og þekkingu sem ávinnst með aldrinum. Þórunn segir að þeir hinir gömlu hafi lifað tímana tvenna, hafi fylgst með mörgum faraldrinum ganga yfir. „Ég upplifi það að fólk er sátt við sína ævi. Ég skynja ekki ótta í okkar röðum. Frekar að fólk ætli sér að vera varkárt,“ segir Þórunn. Hún bendir á að eldri borgarar fari til dæmis frekar út í búð þegar færri eru að versla. Það gerir fólk meðal annars út af umferðarþunga, en Þórunn ætlar að eldri borgarar skerpa meira á því nú og forðist fjölmenni. Hinn verðmæti þroski öldungsins Þegar Vísir náði tali af Þórunni var hún einmitt nýkomin af stjórnarfundi Landsambandsins og þar var verið að ræða stöðuna. „Upplifunin þar var sú að þetta sé eðlilegt, það að einhverjir verði óttaslegnir. En þá sérstaklega þeir sem búa einir, við hvern eiga þeir að tala? Og þar kemur hjálparsími Rauða krossins til skjalanna,“ að sögn Þórunnar. „Fólk á ekki að hika við að hringja og fá útrás fyrir kvíðatilfinninguna. Það eru mín ráð.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir stendur í ströngu þessa dagana.visir/vilhelm Hún segir að þar hafi orðið mikil aukning í innhringingum sem gæti reyndar bent til þess að meðal hinna eldri ríki ótti. En, það sé þá heldur meðal þeirra sem eru einir og hafa ekki maka eða aðra til að spjalla við til að ná tökum á óttanum. „Eldri borgarar eru almennt sáttir við sína ævi. Þetta er fólk sem er lífsreynt. Hefur horft uppá hverja pláguna á fætur annarri, en þetta eru færri sem eru óttaslegnir. Það er mín tilfinning, ég skynja svo oft þetta ótrúlega æðruleysi. Ég hef verið að hrærast í eldri borgara málum nú í sjö ár og hef kynnst því hvernig hann myndast þessi lífsþroski. Hann er verðmætur.“ Hráslagaleg afstaða gagnvart eldra fólki Ýmsir hafa orðið til að vekja athygli á því að dæmi eru um að menn hafi orðið uppvísir af hráslagalegu og sjálfhverfu tali um að ekki sé ástæða til að óttast, þetta leggist bara á gamalt og veikt fólk. Til að mynda hefur Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir rithöfundur með meiru gert þetta að umtalsefni á sinni Facebook-síðu: Ólína segir það lítilsvirðingu að tala eins og þessir hópar Íslendinga sé sjálfsagður fórnarkostnaður. „Svo hefur mér fundist full mikil léttúð yfir því tali -- sem virðist eiga að róa fólk -- að sóttin leggist „bara“ á gamalt fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Það er ekkert „bara“ á bak við tölurnar. Allir yfir sextugu hafa ástæðu til að óttast og undirliggjandi sjúkdómar hrjá fleiri en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Á vinnumarkaði er umtalsverður hópur með undirliggjandi sjúkdóma. Það er ekki virðing að tala eins og þessir hópar Íslendinga sé sjálfsagður fórnarkostnaður. Á þetta hafa fleiri bent og ég tek undir það hér,“ segir Ólína. Þórunn sjálf hefur ekki orðið vör við slíkt tal og gefur ekki mikið fyrir það. Segir að eflaust sé hægt að leggja málin upp með þeim hætti en þetta sé ekki almennt eða ráðandi sjónarmið. „Alls ekki. Menn væru ekki að setja þetta fjármagn í allar þessar forvarnir, þeir sem eru að koma með þessa pest er fólk á miðjum aldri. Það er verið að vernda fólk. Breiðir ekki úr sér á meðan þegar fólk er sett í sóttkví.“ Fjölmiðlar hafa staðið sig vel Þórunn er hin stóíska, hún bendir á að Íslendingar hafi ýmis ráð með að eiga við svona farsóttir. Hún nefnir dæmi um Spánsku veikina, sem var afar skæður inflúensufaraldur sem gekk yfir heiminn á árunum 1918 til 1919. „Hún fór aldrei yfir Holtavörðuheiðina. Auðvitað verður að fara varlega ef fólk er með undirliggjandi sjúkdóma. Þá heyri ég að hluti dauðsfalla í Kína sé vegna rangrar lyfjagjafar. Þeir hafa verið að gefa stera og þá verða lungun veikari fyrir. Nei, við verðum að treysta læknafólkinu, erum með mjög vel menntað fólk í læknavísindum.“ Mikill viðbúnaður er á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar.visir/vilhelm Spurð hvort hún telji nóg gert af hálfu stjórnvalda vitnar Þórunn í viðtal við ungan mann sem á fatlað barn, hann sagði að það vanti kannski alltaf eitthvað uppá. En, þetta snúist ekki síst um upplýsingu. „Ég sé að fólk sem ekki er með tölvulæsi verður ringlað þegar vísað er á heimasíðu landlæknis. En, fjölmiðlar, prent og útvarp, hafa staðið sig gríðarlega vel í að útskýra hlutina til að mæta þeim hópi sem ekki fer inná netið. Þarf að passa uppá að halda því áfram.“ 45 þúsund í árslok og kórónaveiran breytir því ekki Og hún bendir á grein eftir Óttar Guðmundsson sem birtist um helgina þar sem hann talar um fjölmiðlafár, eða hamfarablæti eins og hann kýs að kalla það, vegna kórónuveirunnar. „En, það getur líka verið fræðandi. Höldum því þar. Ekki vera að hræða fólk.“ Þórunn er sem sagt róleg, reyndar pollróleg og lætur sér hvergi bregða. Og hún segir að svo sé almennt um eldri borgara. „Við verðum 45 þúsund í árslok og stöndum við það að vera sterk eftir sem áður. Þar er miðað við 67 ára aldur. Þetta er rosalega flott. Neibb, ég býst ekki við að kórónuveiran höggvi skarð í hópinn. Ég trúi að eldri borgarar fari varlega, hlusti og taki vel eftir.“
Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22 Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00 Telur stjórnvöld draga lappirnar því þeir öldnu eru undir Baldur Hermannsson heldur því fram að yngra fólki þyki ekkert verra þó kvarnist úr hópi eldri borgara. 4. mars 2020 16:36 Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Sjá meira
Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22
Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00
Telur stjórnvöld draga lappirnar því þeir öldnu eru undir Baldur Hermannsson heldur því fram að yngra fólki þyki ekkert verra þó kvarnist úr hópi eldri borgara. 4. mars 2020 16:36
Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent