34 smitaðir á Íslandi Atli Ísleifsson skrifar 5. mars 2020 11:35 Viðbúnaður vegna veirunnar er mikill á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Vísir/Vilhelm Átta smit til viðbótar hafa greinst á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans það sem af er degi. 34 hér á landi eru nú smitaðir af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Hann segir að nýju smitin tengist líkt og þau fyrri ferðum Íslendinga til svæða í Austurríki og Ítalíu. Ekki leiki grunur á að fólk hafi smitast eftir að til Íslands var komið, smitin hafi verið borin hingað frá fyrrnefndum svæðum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við hádegisfréttir Bylgjunnar að hin smituðu séu öll heima hjá sér. Einhver þeirra séu orðin veik en þó ekki þannig að tilefni hafi talist til að leggja þau inn á sjúkrahús. Hann segir jafnframt að meðfram útbreiðslu kórónuveirunnar hafi verið fjölgað á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, sem sér um greiningu sýna. Deildin geti nú afgreitt næstum 100 sýni á dag og það skýri að hluta hversu hversu hratt staðfestum smittilfellum hefur fjölgað síðustu daga. Skíðasvæðið Ischgl í Týrol í Austurríki bættist í morgun í hóp skilgreindra áhættusvæða vegna kórónuveirunnar. Þetta kom fram í tilkynningu frá almannavörnum. Sóttvarnarlæknir ræður Íslendingum nú frá ónauðsynlegum ferðum til Kína, Suður-Kóreu, Írans og Ítalíu, auk Ischgl. Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. Biðlað er til hlutaðeigandi aðila að afstýra verkföllunum vegna faraldurs kórónuveirunnar. Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit?Hver er munurinn á kórónuveirunni og hefðbundinni flensu?Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, lýsti því á blaðamannafundi á dögunum.Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir.Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Kórónuveiran greindist í hundi eftir að eigandinn smitaðist Matvælastofnun fylgist vel með þekkingarþróun á þessu sviði. 5. mars 2020 08:55 Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Skíðasvæðið Ischgl nú skilgreint sem áhættusvæði Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna voru á skíðum í Ischgl. 5. mars 2020 11:14 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Átta smit til viðbótar hafa greinst á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans það sem af er degi. 34 hér á landi eru nú smitaðir af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Hann segir að nýju smitin tengist líkt og þau fyrri ferðum Íslendinga til svæða í Austurríki og Ítalíu. Ekki leiki grunur á að fólk hafi smitast eftir að til Íslands var komið, smitin hafi verið borin hingað frá fyrrnefndum svæðum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við hádegisfréttir Bylgjunnar að hin smituðu séu öll heima hjá sér. Einhver þeirra séu orðin veik en þó ekki þannig að tilefni hafi talist til að leggja þau inn á sjúkrahús. Hann segir jafnframt að meðfram útbreiðslu kórónuveirunnar hafi verið fjölgað á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, sem sér um greiningu sýna. Deildin geti nú afgreitt næstum 100 sýni á dag og það skýri að hluta hversu hversu hratt staðfestum smittilfellum hefur fjölgað síðustu daga. Skíðasvæðið Ischgl í Týrol í Austurríki bættist í morgun í hóp skilgreindra áhættusvæða vegna kórónuveirunnar. Þetta kom fram í tilkynningu frá almannavörnum. Sóttvarnarlæknir ræður Íslendingum nú frá ónauðsynlegum ferðum til Kína, Suður-Kóreu, Írans og Ítalíu, auk Ischgl. Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. Biðlað er til hlutaðeigandi aðila að afstýra verkföllunum vegna faraldurs kórónuveirunnar. Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit?Hver er munurinn á kórónuveirunni og hefðbundinni flensu?Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, lýsti því á blaðamannafundi á dögunum.Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir.Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Kórónuveiran greindist í hundi eftir að eigandinn smitaðist Matvælastofnun fylgist vel með þekkingarþróun á þessu sviði. 5. mars 2020 08:55 Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Skíðasvæðið Ischgl nú skilgreint sem áhættusvæði Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna voru á skíðum í Ischgl. 5. mars 2020 11:14 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Kórónuveiran greindist í hundi eftir að eigandinn smitaðist Matvælastofnun fylgist vel með þekkingarþróun á þessu sviði. 5. mars 2020 08:55
Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57
Skíðasvæðið Ischgl nú skilgreint sem áhættusvæði Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna voru á skíðum í Ischgl. 5. mars 2020 11:14