Óskar um ósætti í æfingaferð: Fúlir yfir einhverri vinstri-grænni forsjárhyggju Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2020 23:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við Breiðabliki eftir síðustu leiktíð. vísir/skjáskot Óskar Hrafn Þorvaldsson stýrir Breiðabliki gegn sínu gamla liði Gróttu í næsta mánuði þegar 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar fer fram. Hann ræddi um vistaskipti sín og margt fleira í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að neðan. Þar ræðir Óskar meðal annars um leikmannamál Breiðabliks, þá ákvörðun að Gunnleifur Gunnleifsson verði varamarkvörður og aðstoðarþjálfari, og meinta óánægju leikmanna í æfingaferð Blika í Svíþjóð á dögunum. „Í grunninn held ég að þetta hafi verið blásið upp,“ segir Óskar um ósætti í æfingaferðinni, en fram kom í þættinum Dr. Football á dögunum að einhverjir leikmanna Breiðabliks hefðu verið ósáttir við að Óskar færi til Danmerkur að hitta fjölskyldu sína eftir ferðina. Ósættið mun einnig hafa stafað af því hvaða reglur Óskar setti um það hve lengi menn mættu vera úti að skemmta sér lokakvöld ferðarinnar: „Ég held að að einhverju leyti hafi þetta verið tekið úr samhengi. Ég held að leikmenn hafi ekki haft neina sérstaka skoðun á því hvort ég fór eða ekki. Einhverjir vildu fá að vera lengur en til 1 úti að skemmta sér, fá rýmra svigrúm til að vera fullorðnir og sjálfstæðir. Að þeir gætu sjálfir tekið ákvörðun um það hvenær væri hollt fyrir þá að fara heim. Ég held að þetta hafi nú ekki rist djúpt, ég hef ekki upplifað það,“ segir Óskar og aðspurður hvort leikmenn hefðu virkilega haft eitthvað út á það að setja að hann heimsækti fjölskyldu sína á leiðinni heim svaraði hann: „Ég held að ef þú myndir spyrja alla leikmenn Breiðabliks þá myndu þeir segja að þetta hefði bara verið flott. En akkúrat þarna þá voru menn fúlir yfir því að það væri einhver vinstri-græn forsjárhyggja, að setja útivistartíma. Það endaði einhvern veginn svona.“ Svakalegur munur að þurfa ekki að nota næturnar í undirbúningSonur Óskars, Orri Steinn, fór frá Gróttu til FC Köbenhavn í vetur og því er fjölskylda þjálfarans nú búsett í Danmörku. Á meðan eyðir Óskar nánast öllum stundum á sínum nýja vinnustað en svona lýsir hann hefðbundnum degi: „Ég vakna örugglega klukkan sex eða eitthvað og er kominn á Kópavogsvöll klukkan átta. Síðan er ég þar til sjö á kvöldin. Ef að það eru leikir einhvers staðar þá kannski reyni ég að ná þeim. Svo er ég kominn heim svona átta, hálfníu, stundum seinna en sjaldan fyrr,“ segir Óskar, og tekur undir að það sé verulega gott að þurfa ekki lengur að sinna öðru starfi samhliða þjálfuninni: „Ég var að vinna seinna árið mitt með Gróttu. Fyrra árið hafði ég rýmri tíma, og var með eigið fyrirtæki og eitthvað. En jú, það er rosalegur munur að þurfa ekki að nota næturnar í að undirbúa sig, horfa á leiki og klippa, og hugsa einhvern veginn um æfingar og taktík. Það er svakalegur munur.“ Eftir að Óskar tók við Breiðabliki var nokkuð hávær umræða um að ráðningin hefði verið löngu ákveðin, á miðju sumri og löngu áður en Ágústi Gylfasyni var sagt upp hjá félaginu. Óskar segir umræðuna hafa verið undarlega: „Hún var mjög sérstök. Ég held að allir þeir sem ástundi svona ábyrga stjórnun, ef þeir hafa á einhverjum tímapunkti í hyggju að breyta til, og eru búnir að koma auga á einhverja einstaklinga sem að þeir gætu hugsað sér að ráða í starf, þá muni þeir á einhverjum tímapunkti athuga hvort að sá hinn sami hafi áhuga á starfinu. Þá í gegnum einhverja aðila eða slíkt,“ segir Óskar. „Ég hef sagt það áður að fyrstu samskiptin sem ég átti við Breiðabik voru eftir að Pepsi-deildinni lauk. Ég var náttúrulega spurður út í þetta svo að ég vissi svo sem að það væri verið að ræða um þetta, en á engum tímapunkti hafði ég heyrt í einum einasta manni frá Breiðabliki. Ég get ekki sagt annað en að það bauð mér enginn vinnu og það spurði mig enginn hjá Breiðabliki hvort að ég hefði áhuga á að taka við Breiðabliki, á meðan að Gústi Gylfa var í starfi,“ segir Óskar, en hann segir það hafa verið mjög erfiða ákvörðun að segja skilið við Gróttu. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ágúst tekinn við Gróttu Ágúst Þór Gylfason var í dag ráðinn þjálfari Gróttu sem verður nýliði í Pepsi Max-deild karla næsta sumar. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. 15. október 2019 15:18 Óskar: Tek þessari áskorun með útbreiddan faðminn Óskar Hrafn Þorvaldsson skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við Breiðablik. 5. október 2019 21:30 Óskar Hrafn vill ekki fjölga liðum í efstu deild: Myndi þynna deildina út Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem tók við liði Breiðabliks í haust, er ekki sammála tillögu Skagamanna að fjölga liðum í efstu deild karla. 30. janúar 2020 19:00 Yfirlýsing frá Gróttu: Lögðum mikið í sölurnar til að tryggja áframhaldandi veru Óskars Óskar Hrafn Þorvaldsson er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við Breiðablik en þetta var staðfest í morgun. 5. október 2019 14:00 Sonurinn yfirgefur líka Gróttu: Orri samdi við FCK Hinn stórefnilegi Orri Steinn Óskarsson hefur gengið frá samningi við danska félagið FC Kaupmannahöfn en Danirnir sögðu frá þessu á heimasíðu sinni í dag. 5. nóvember 2019 13:30 Óskar Hrafn tekur við Breiðabliki Kom Gróttu upp í Pepsi Max deild karla en söðlar nú um og tekur við Blikum. 5. október 2019 11:26 Óskar Hrafn þjálfari ársins 2019 Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari ársins 2019 hjá samtökum íþróttafréttamanna. 28. desember 2019 20:45 Óskar um ákvörðun Gunnleifs: Ég held að það séu allir mjög ánægðir með hana í dag Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, líst vel á komandi tímabil og er ánægður með leikmannahópinn. 31. janúar 2020 07:00 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson stýrir Breiðabliki gegn sínu gamla liði Gróttu í næsta mánuði þegar 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar fer fram. Hann ræddi um vistaskipti sín og margt fleira í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að neðan. Þar ræðir Óskar meðal annars um leikmannamál Breiðabliks, þá ákvörðun að Gunnleifur Gunnleifsson verði varamarkvörður og aðstoðarþjálfari, og meinta óánægju leikmanna í æfingaferð Blika í Svíþjóð á dögunum. „Í grunninn held ég að þetta hafi verið blásið upp,“ segir Óskar um ósætti í æfingaferðinni, en fram kom í þættinum Dr. Football á dögunum að einhverjir leikmanna Breiðabliks hefðu verið ósáttir við að Óskar færi til Danmerkur að hitta fjölskyldu sína eftir ferðina. Ósættið mun einnig hafa stafað af því hvaða reglur Óskar setti um það hve lengi menn mættu vera úti að skemmta sér lokakvöld ferðarinnar: „Ég held að að einhverju leyti hafi þetta verið tekið úr samhengi. Ég held að leikmenn hafi ekki haft neina sérstaka skoðun á því hvort ég fór eða ekki. Einhverjir vildu fá að vera lengur en til 1 úti að skemmta sér, fá rýmra svigrúm til að vera fullorðnir og sjálfstæðir. Að þeir gætu sjálfir tekið ákvörðun um það hvenær væri hollt fyrir þá að fara heim. Ég held að þetta hafi nú ekki rist djúpt, ég hef ekki upplifað það,“ segir Óskar og aðspurður hvort leikmenn hefðu virkilega haft eitthvað út á það að setja að hann heimsækti fjölskyldu sína á leiðinni heim svaraði hann: „Ég held að ef þú myndir spyrja alla leikmenn Breiðabliks þá myndu þeir segja að þetta hefði bara verið flott. En akkúrat þarna þá voru menn fúlir yfir því að það væri einhver vinstri-græn forsjárhyggja, að setja útivistartíma. Það endaði einhvern veginn svona.“ Svakalegur munur að þurfa ekki að nota næturnar í undirbúningSonur Óskars, Orri Steinn, fór frá Gróttu til FC Köbenhavn í vetur og því er fjölskylda þjálfarans nú búsett í Danmörku. Á meðan eyðir Óskar nánast öllum stundum á sínum nýja vinnustað en svona lýsir hann hefðbundnum degi: „Ég vakna örugglega klukkan sex eða eitthvað og er kominn á Kópavogsvöll klukkan átta. Síðan er ég þar til sjö á kvöldin. Ef að það eru leikir einhvers staðar þá kannski reyni ég að ná þeim. Svo er ég kominn heim svona átta, hálfníu, stundum seinna en sjaldan fyrr,“ segir Óskar, og tekur undir að það sé verulega gott að þurfa ekki lengur að sinna öðru starfi samhliða þjálfuninni: „Ég var að vinna seinna árið mitt með Gróttu. Fyrra árið hafði ég rýmri tíma, og var með eigið fyrirtæki og eitthvað. En jú, það er rosalegur munur að þurfa ekki að nota næturnar í að undirbúa sig, horfa á leiki og klippa, og hugsa einhvern veginn um æfingar og taktík. Það er svakalegur munur.“ Eftir að Óskar tók við Breiðabliki var nokkuð hávær umræða um að ráðningin hefði verið löngu ákveðin, á miðju sumri og löngu áður en Ágústi Gylfasyni var sagt upp hjá félaginu. Óskar segir umræðuna hafa verið undarlega: „Hún var mjög sérstök. Ég held að allir þeir sem ástundi svona ábyrga stjórnun, ef þeir hafa á einhverjum tímapunkti í hyggju að breyta til, og eru búnir að koma auga á einhverja einstaklinga sem að þeir gætu hugsað sér að ráða í starf, þá muni þeir á einhverjum tímapunkti athuga hvort að sá hinn sami hafi áhuga á starfinu. Þá í gegnum einhverja aðila eða slíkt,“ segir Óskar. „Ég hef sagt það áður að fyrstu samskiptin sem ég átti við Breiðabik voru eftir að Pepsi-deildinni lauk. Ég var náttúrulega spurður út í þetta svo að ég vissi svo sem að það væri verið að ræða um þetta, en á engum tímapunkti hafði ég heyrt í einum einasta manni frá Breiðabliki. Ég get ekki sagt annað en að það bauð mér enginn vinnu og það spurði mig enginn hjá Breiðabliki hvort að ég hefði áhuga á að taka við Breiðabliki, á meðan að Gústi Gylfa var í starfi,“ segir Óskar, en hann segir það hafa verið mjög erfiða ákvörðun að segja skilið við Gróttu.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ágúst tekinn við Gróttu Ágúst Þór Gylfason var í dag ráðinn þjálfari Gróttu sem verður nýliði í Pepsi Max-deild karla næsta sumar. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. 15. október 2019 15:18 Óskar: Tek þessari áskorun með útbreiddan faðminn Óskar Hrafn Þorvaldsson skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við Breiðablik. 5. október 2019 21:30 Óskar Hrafn vill ekki fjölga liðum í efstu deild: Myndi þynna deildina út Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem tók við liði Breiðabliks í haust, er ekki sammála tillögu Skagamanna að fjölga liðum í efstu deild karla. 30. janúar 2020 19:00 Yfirlýsing frá Gróttu: Lögðum mikið í sölurnar til að tryggja áframhaldandi veru Óskars Óskar Hrafn Þorvaldsson er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við Breiðablik en þetta var staðfest í morgun. 5. október 2019 14:00 Sonurinn yfirgefur líka Gróttu: Orri samdi við FCK Hinn stórefnilegi Orri Steinn Óskarsson hefur gengið frá samningi við danska félagið FC Kaupmannahöfn en Danirnir sögðu frá þessu á heimasíðu sinni í dag. 5. nóvember 2019 13:30 Óskar Hrafn tekur við Breiðabliki Kom Gróttu upp í Pepsi Max deild karla en söðlar nú um og tekur við Blikum. 5. október 2019 11:26 Óskar Hrafn þjálfari ársins 2019 Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari ársins 2019 hjá samtökum íþróttafréttamanna. 28. desember 2019 20:45 Óskar um ákvörðun Gunnleifs: Ég held að það séu allir mjög ánægðir með hana í dag Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, líst vel á komandi tímabil og er ánægður með leikmannahópinn. 31. janúar 2020 07:00 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Ágúst tekinn við Gróttu Ágúst Þór Gylfason var í dag ráðinn þjálfari Gróttu sem verður nýliði í Pepsi Max-deild karla næsta sumar. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. 15. október 2019 15:18
Óskar: Tek þessari áskorun með útbreiddan faðminn Óskar Hrafn Þorvaldsson skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við Breiðablik. 5. október 2019 21:30
Óskar Hrafn vill ekki fjölga liðum í efstu deild: Myndi þynna deildina út Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem tók við liði Breiðabliks í haust, er ekki sammála tillögu Skagamanna að fjölga liðum í efstu deild karla. 30. janúar 2020 19:00
Yfirlýsing frá Gróttu: Lögðum mikið í sölurnar til að tryggja áframhaldandi veru Óskars Óskar Hrafn Þorvaldsson er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við Breiðablik en þetta var staðfest í morgun. 5. október 2019 14:00
Sonurinn yfirgefur líka Gróttu: Orri samdi við FCK Hinn stórefnilegi Orri Steinn Óskarsson hefur gengið frá samningi við danska félagið FC Kaupmannahöfn en Danirnir sögðu frá þessu á heimasíðu sinni í dag. 5. nóvember 2019 13:30
Óskar Hrafn tekur við Breiðabliki Kom Gróttu upp í Pepsi Max deild karla en söðlar nú um og tekur við Blikum. 5. október 2019 11:26
Óskar Hrafn þjálfari ársins 2019 Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari ársins 2019 hjá samtökum íþróttafréttamanna. 28. desember 2019 20:45
Óskar um ákvörðun Gunnleifs: Ég held að það séu allir mjög ánægðir með hana í dag Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, líst vel á komandi tímabil og er ánægður með leikmannahópinn. 31. janúar 2020 07:00