Segir að heimsbyggðin megi ekki gefast upp fyrir kórónuveirunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2020 23:45 Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). vísir/getty Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að þjóðir heims megi alls ekki gefast upp í baráttunni gegn kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Það sé það versta sem geti gerst að eitthvert ríki eða einstaklingur gefist upp. Þetta kom fram á blaðamannafundi WHO í dag vegna kórónuveirunnar. „Það versta sem getur gerst fyrir eitthvað ríki eða einhvern einstakling er að gefast upp. Svo WHO segir ekki gefast upp. Ekki játa ykkur sigruð. Nálgist verkefnið frá öllum hliðum,“ sagði Ghebreyesus á fundinum í dag. Hann sagði WHO hafa áhyggjur af því að sum lönd væru ekki að taka málið nógu alvarlega eða hefðu hreinlega ákveðið að þau gætu ekkert gert. Þannig sagði Ghebreyesus WHO hafa áhyggjur af því að í sumum löndum væru aðgerðir stjórnvalda ekki í samræmi við þá ógn sem öll heimsbyggðin stendur frammi fyrir. „Þetta er ekki æfing“ „Þetta er ekki æfing. Þetta er ekki tíminn til að gefast upp eða vera með afsakanir. Þetta er tíminn til að grípa til allra mögulegra aðgerða. Ríki heimsins hafa verið að undirbúa svona aðstæður í áratugi. Nú er kominn tími til gera eitthvað við allan þennan undirbúning,“ sagði Ghebreyesus. Alls hafa nú meira en 96 þúsund manns greinst með kórónuveiruna á heimsvísu að því er fram kemur í samantekt Guardian um málið. Þá hafa meira en 3300 látist vegna veirunnar, langflestir enn í Kína þótt menn hafi vaxandi áhyggjur af alvarlegri stöðu bæði á Ítalíu og í Íran. Opinber tala látinna í Íran er 107 en talið er að mun fleiri hafi látist þar vegna veirunnar. Þá eru staðfest smit í landinu meira en 3500. Allir skólar í landinu eru lokaðir þar til í apríl og þá hafa yfirvöld sett á ferðatakmarkanir á milli helstu borga landsins til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Á Ítalíu hafa tæplega 4000 manns greinst með veiruna og 148 látist. Þar hefur öllum skólum verið lokað næstu tíu dagana til þess að reyna að koma í veg fyrir að veiran breiðist meira út en flest smitin eru á Norður-Ítalíu. Hér á Íslandi hafa 35 manns greinst með veiruna og yfir 400 manns eru í sóttkví vegna hennar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Ítalía Kína Tengdar fréttir Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. 5. mars 2020 08:04 Skíðasvæðið Ischgl nú skilgreint sem áhættusvæði Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna voru á skíðum í Ischgl. 5. mars 2020 11:14 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sjá meira
Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að þjóðir heims megi alls ekki gefast upp í baráttunni gegn kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Það sé það versta sem geti gerst að eitthvert ríki eða einstaklingur gefist upp. Þetta kom fram á blaðamannafundi WHO í dag vegna kórónuveirunnar. „Það versta sem getur gerst fyrir eitthvað ríki eða einhvern einstakling er að gefast upp. Svo WHO segir ekki gefast upp. Ekki játa ykkur sigruð. Nálgist verkefnið frá öllum hliðum,“ sagði Ghebreyesus á fundinum í dag. Hann sagði WHO hafa áhyggjur af því að sum lönd væru ekki að taka málið nógu alvarlega eða hefðu hreinlega ákveðið að þau gætu ekkert gert. Þannig sagði Ghebreyesus WHO hafa áhyggjur af því að í sumum löndum væru aðgerðir stjórnvalda ekki í samræmi við þá ógn sem öll heimsbyggðin stendur frammi fyrir. „Þetta er ekki æfing“ „Þetta er ekki æfing. Þetta er ekki tíminn til að gefast upp eða vera með afsakanir. Þetta er tíminn til að grípa til allra mögulegra aðgerða. Ríki heimsins hafa verið að undirbúa svona aðstæður í áratugi. Nú er kominn tími til gera eitthvað við allan þennan undirbúning,“ sagði Ghebreyesus. Alls hafa nú meira en 96 þúsund manns greinst með kórónuveiruna á heimsvísu að því er fram kemur í samantekt Guardian um málið. Þá hafa meira en 3300 látist vegna veirunnar, langflestir enn í Kína þótt menn hafi vaxandi áhyggjur af alvarlegri stöðu bæði á Ítalíu og í Íran. Opinber tala látinna í Íran er 107 en talið er að mun fleiri hafi látist þar vegna veirunnar. Þá eru staðfest smit í landinu meira en 3500. Allir skólar í landinu eru lokaðir þar til í apríl og þá hafa yfirvöld sett á ferðatakmarkanir á milli helstu borga landsins til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Á Ítalíu hafa tæplega 4000 manns greinst með veiruna og 148 látist. Þar hefur öllum skólum verið lokað næstu tíu dagana til þess að reyna að koma í veg fyrir að veiran breiðist meira út en flest smitin eru á Norður-Ítalíu. Hér á Íslandi hafa 35 manns greinst með veiruna og yfir 400 manns eru í sóttkví vegna hennar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Ítalía Kína Tengdar fréttir Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. 5. mars 2020 08:04 Skíðasvæðið Ischgl nú skilgreint sem áhættusvæði Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna voru á skíðum í Ischgl. 5. mars 2020 11:14 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sjá meira
Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24
Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. 5. mars 2020 08:04
Skíðasvæðið Ischgl nú skilgreint sem áhættusvæði Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna voru á skíðum í Ischgl. 5. mars 2020 11:14