Segir að heimsbyggðin megi ekki gefast upp fyrir kórónuveirunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2020 23:45 Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). vísir/getty Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að þjóðir heims megi alls ekki gefast upp í baráttunni gegn kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Það sé það versta sem geti gerst að eitthvert ríki eða einstaklingur gefist upp. Þetta kom fram á blaðamannafundi WHO í dag vegna kórónuveirunnar. „Það versta sem getur gerst fyrir eitthvað ríki eða einhvern einstakling er að gefast upp. Svo WHO segir ekki gefast upp. Ekki játa ykkur sigruð. Nálgist verkefnið frá öllum hliðum,“ sagði Ghebreyesus á fundinum í dag. Hann sagði WHO hafa áhyggjur af því að sum lönd væru ekki að taka málið nógu alvarlega eða hefðu hreinlega ákveðið að þau gætu ekkert gert. Þannig sagði Ghebreyesus WHO hafa áhyggjur af því að í sumum löndum væru aðgerðir stjórnvalda ekki í samræmi við þá ógn sem öll heimsbyggðin stendur frammi fyrir. „Þetta er ekki æfing“ „Þetta er ekki æfing. Þetta er ekki tíminn til að gefast upp eða vera með afsakanir. Þetta er tíminn til að grípa til allra mögulegra aðgerða. Ríki heimsins hafa verið að undirbúa svona aðstæður í áratugi. Nú er kominn tími til gera eitthvað við allan þennan undirbúning,“ sagði Ghebreyesus. Alls hafa nú meira en 96 þúsund manns greinst með kórónuveiruna á heimsvísu að því er fram kemur í samantekt Guardian um málið. Þá hafa meira en 3300 látist vegna veirunnar, langflestir enn í Kína þótt menn hafi vaxandi áhyggjur af alvarlegri stöðu bæði á Ítalíu og í Íran. Opinber tala látinna í Íran er 107 en talið er að mun fleiri hafi látist þar vegna veirunnar. Þá eru staðfest smit í landinu meira en 3500. Allir skólar í landinu eru lokaðir þar til í apríl og þá hafa yfirvöld sett á ferðatakmarkanir á milli helstu borga landsins til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Á Ítalíu hafa tæplega 4000 manns greinst með veiruna og 148 látist. Þar hefur öllum skólum verið lokað næstu tíu dagana til þess að reyna að koma í veg fyrir að veiran breiðist meira út en flest smitin eru á Norður-Ítalíu. Hér á Íslandi hafa 35 manns greinst með veiruna og yfir 400 manns eru í sóttkví vegna hennar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Ítalía Kína Tengdar fréttir Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. 5. mars 2020 08:04 Skíðasvæðið Ischgl nú skilgreint sem áhættusvæði Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna voru á skíðum í Ischgl. 5. mars 2020 11:14 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að þjóðir heims megi alls ekki gefast upp í baráttunni gegn kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Það sé það versta sem geti gerst að eitthvert ríki eða einstaklingur gefist upp. Þetta kom fram á blaðamannafundi WHO í dag vegna kórónuveirunnar. „Það versta sem getur gerst fyrir eitthvað ríki eða einhvern einstakling er að gefast upp. Svo WHO segir ekki gefast upp. Ekki játa ykkur sigruð. Nálgist verkefnið frá öllum hliðum,“ sagði Ghebreyesus á fundinum í dag. Hann sagði WHO hafa áhyggjur af því að sum lönd væru ekki að taka málið nógu alvarlega eða hefðu hreinlega ákveðið að þau gætu ekkert gert. Þannig sagði Ghebreyesus WHO hafa áhyggjur af því að í sumum löndum væru aðgerðir stjórnvalda ekki í samræmi við þá ógn sem öll heimsbyggðin stendur frammi fyrir. „Þetta er ekki æfing“ „Þetta er ekki æfing. Þetta er ekki tíminn til að gefast upp eða vera með afsakanir. Þetta er tíminn til að grípa til allra mögulegra aðgerða. Ríki heimsins hafa verið að undirbúa svona aðstæður í áratugi. Nú er kominn tími til gera eitthvað við allan þennan undirbúning,“ sagði Ghebreyesus. Alls hafa nú meira en 96 þúsund manns greinst með kórónuveiruna á heimsvísu að því er fram kemur í samantekt Guardian um málið. Þá hafa meira en 3300 látist vegna veirunnar, langflestir enn í Kína þótt menn hafi vaxandi áhyggjur af alvarlegri stöðu bæði á Ítalíu og í Íran. Opinber tala látinna í Íran er 107 en talið er að mun fleiri hafi látist þar vegna veirunnar. Þá eru staðfest smit í landinu meira en 3500. Allir skólar í landinu eru lokaðir þar til í apríl og þá hafa yfirvöld sett á ferðatakmarkanir á milli helstu borga landsins til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Á Ítalíu hafa tæplega 4000 manns greinst með veiruna og 148 látist. Þar hefur öllum skólum verið lokað næstu tíu dagana til þess að reyna að koma í veg fyrir að veiran breiðist meira út en flest smitin eru á Norður-Ítalíu. Hér á Íslandi hafa 35 manns greinst með veiruna og yfir 400 manns eru í sóttkví vegna hennar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Ítalía Kína Tengdar fréttir Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. 5. mars 2020 08:04 Skíðasvæðið Ischgl nú skilgreint sem áhættusvæði Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna voru á skíðum í Ischgl. 5. mars 2020 11:14 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24
Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. 5. mars 2020 08:04
Skíðasvæðið Ischgl nú skilgreint sem áhættusvæði Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna voru á skíðum í Ischgl. 5. mars 2020 11:14