Innanlandssmitin orðin fjögur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. mars 2020 18:30 45 tilfelli kórónuveiru hafa greinst hér á landi. Fjögur hinna smituðu hafa smitast hér á landi. Vísir/Vilhelm Innanlandssmit kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 eru orðin fjögur hér á landi. Staðfest smittilfelli eru því nú 45, en fyrr í dag var greint frá því að tvö tilfelli hefðu smitast innanlands. Nú hafa tvö smit bæst við. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu nú rétt í þessu. Fyrr í dag var tekin ákvörðun um að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Víðir segir að þetta komi þó ekki til með að hafa áhrif á almenning. Neyðarstigið lúti frekar að um 200 stofnunum og fyrirtækjum sem þurfi að herða eigið skipulag. Ekki sé búið að taka ákvörðun um að setja á samkomubann, en Víðir segir að það hljóti þó að fara að „styttast í þann tímapunkt.“ Almannavarnir hafi verið í nánu samtali við íþróttahreyfinguna í þessum efnum. Í samtali við fréttastofu segir Víðir að einstaklingarnir sem um ræðir tengist allir fólki sem hafi verið erlendis á skíðasvæðum sem skilgreind hafa verið sem hættusvæði. Smitrakningin leiði því án nokkurs vafa þangað. Hann segist telja með vissu að fleiri innanlandssmit muni koma upp hér á landi. „Það er alveg klárt að við eigum eftir að fá fleiri svona tilfelli. Þetta eru bara fyrstu skrefin í löngu ferðalagi í þessum faraldri,“ segir Víðir. Alma Möller landlæknir sagði á blaðamannafundi í dag að mikil óvissa ríkti um það sem fram undan er. „Við fáum fregnir frá Ítalíu þar sem tæplega fjögur þúsund eru smitaðir og tæplega 150 látnir. Það endurspeglar alvarleika þessa faraldurs og hvað þær eru mikilvægar, þær aðgerðir sem nú eru í gangi.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði sömuleiðis að ef ekkert yrði að gert myndi veiran breiðast víða út. Hann sagði að lögð yrði áhersla á að vernda þá hópa sem verst gætu farið út úr því að fá veiruna, en það eru einna helst þau sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma og eldri borgarar. Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar kom fram að innanlandssmit væru þrjú. Niðurstöður fleiri sýna haf nú bæst við. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Innanlandssmit kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 eru orðin fjögur hér á landi. Staðfest smittilfelli eru því nú 45, en fyrr í dag var greint frá því að tvö tilfelli hefðu smitast innanlands. Nú hafa tvö smit bæst við. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu nú rétt í þessu. Fyrr í dag var tekin ákvörðun um að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Víðir segir að þetta komi þó ekki til með að hafa áhrif á almenning. Neyðarstigið lúti frekar að um 200 stofnunum og fyrirtækjum sem þurfi að herða eigið skipulag. Ekki sé búið að taka ákvörðun um að setja á samkomubann, en Víðir segir að það hljóti þó að fara að „styttast í þann tímapunkt.“ Almannavarnir hafi verið í nánu samtali við íþróttahreyfinguna í þessum efnum. Í samtali við fréttastofu segir Víðir að einstaklingarnir sem um ræðir tengist allir fólki sem hafi verið erlendis á skíðasvæðum sem skilgreind hafa verið sem hættusvæði. Smitrakningin leiði því án nokkurs vafa þangað. Hann segist telja með vissu að fleiri innanlandssmit muni koma upp hér á landi. „Það er alveg klárt að við eigum eftir að fá fleiri svona tilfelli. Þetta eru bara fyrstu skrefin í löngu ferðalagi í þessum faraldri,“ segir Víðir. Alma Möller landlæknir sagði á blaðamannafundi í dag að mikil óvissa ríkti um það sem fram undan er. „Við fáum fregnir frá Ítalíu þar sem tæplega fjögur þúsund eru smitaðir og tæplega 150 látnir. Það endurspeglar alvarleika þessa faraldurs og hvað þær eru mikilvægar, þær aðgerðir sem nú eru í gangi.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði sömuleiðis að ef ekkert yrði að gert myndi veiran breiðast víða út. Hann sagði að lögð yrði áhersla á að vernda þá hópa sem verst gætu farið út úr því að fá veiruna, en það eru einna helst þau sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma og eldri borgarar. Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar kom fram að innanlandssmit væru þrjú. Niðurstöður fleiri sýna haf nú bæst við. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira