Innanlandssmitin orðin fjögur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. mars 2020 18:30 45 tilfelli kórónuveiru hafa greinst hér á landi. Fjögur hinna smituðu hafa smitast hér á landi. Vísir/Vilhelm Innanlandssmit kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 eru orðin fjögur hér á landi. Staðfest smittilfelli eru því nú 45, en fyrr í dag var greint frá því að tvö tilfelli hefðu smitast innanlands. Nú hafa tvö smit bæst við. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu nú rétt í þessu. Fyrr í dag var tekin ákvörðun um að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Víðir segir að þetta komi þó ekki til með að hafa áhrif á almenning. Neyðarstigið lúti frekar að um 200 stofnunum og fyrirtækjum sem þurfi að herða eigið skipulag. Ekki sé búið að taka ákvörðun um að setja á samkomubann, en Víðir segir að það hljóti þó að fara að „styttast í þann tímapunkt.“ Almannavarnir hafi verið í nánu samtali við íþróttahreyfinguna í þessum efnum. Í samtali við fréttastofu segir Víðir að einstaklingarnir sem um ræðir tengist allir fólki sem hafi verið erlendis á skíðasvæðum sem skilgreind hafa verið sem hættusvæði. Smitrakningin leiði því án nokkurs vafa þangað. Hann segist telja með vissu að fleiri innanlandssmit muni koma upp hér á landi. „Það er alveg klárt að við eigum eftir að fá fleiri svona tilfelli. Þetta eru bara fyrstu skrefin í löngu ferðalagi í þessum faraldri,“ segir Víðir. Alma Möller landlæknir sagði á blaðamannafundi í dag að mikil óvissa ríkti um það sem fram undan er. „Við fáum fregnir frá Ítalíu þar sem tæplega fjögur þúsund eru smitaðir og tæplega 150 látnir. Það endurspeglar alvarleika þessa faraldurs og hvað þær eru mikilvægar, þær aðgerðir sem nú eru í gangi.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði sömuleiðis að ef ekkert yrði að gert myndi veiran breiðast víða út. Hann sagði að lögð yrði áhersla á að vernda þá hópa sem verst gætu farið út úr því að fá veiruna, en það eru einna helst þau sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma og eldri borgarar. Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar kom fram að innanlandssmit væru þrjú. Niðurstöður fleiri sýna haf nú bæst við. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Innanlandssmit kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 eru orðin fjögur hér á landi. Staðfest smittilfelli eru því nú 45, en fyrr í dag var greint frá því að tvö tilfelli hefðu smitast innanlands. Nú hafa tvö smit bæst við. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu nú rétt í þessu. Fyrr í dag var tekin ákvörðun um að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Víðir segir að þetta komi þó ekki til með að hafa áhrif á almenning. Neyðarstigið lúti frekar að um 200 stofnunum og fyrirtækjum sem þurfi að herða eigið skipulag. Ekki sé búið að taka ákvörðun um að setja á samkomubann, en Víðir segir að það hljóti þó að fara að „styttast í þann tímapunkt.“ Almannavarnir hafi verið í nánu samtali við íþróttahreyfinguna í þessum efnum. Í samtali við fréttastofu segir Víðir að einstaklingarnir sem um ræðir tengist allir fólki sem hafi verið erlendis á skíðasvæðum sem skilgreind hafa verið sem hættusvæði. Smitrakningin leiði því án nokkurs vafa þangað. Hann segist telja með vissu að fleiri innanlandssmit muni koma upp hér á landi. „Það er alveg klárt að við eigum eftir að fá fleiri svona tilfelli. Þetta eru bara fyrstu skrefin í löngu ferðalagi í þessum faraldri,“ segir Víðir. Alma Möller landlæknir sagði á blaðamannafundi í dag að mikil óvissa ríkti um það sem fram undan er. „Við fáum fregnir frá Ítalíu þar sem tæplega fjögur þúsund eru smitaðir og tæplega 150 látnir. Það endurspeglar alvarleika þessa faraldurs og hvað þær eru mikilvægar, þær aðgerðir sem nú eru í gangi.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði sömuleiðis að ef ekkert yrði að gert myndi veiran breiðast víða út. Hann sagði að lögð yrði áhersla á að vernda þá hópa sem verst gætu farið út úr því að fá veiruna, en það eru einna helst þau sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma og eldri borgarar. Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar kom fram að innanlandssmit væru þrjú. Niðurstöður fleiri sýna haf nú bæst við. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira