Fótbolti

Rúnar byrjar nýtt tímabil mjög vel

Sindri Sverrisson skrifar
Rúnar Már Sigurjónsson er að hefja nýtt tímabil með meisturum Astana.
Rúnar Már Sigurjónsson er að hefja nýtt tímabil með meisturum Astana. vísir/getty

Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðsmaður í fótbolta, hóf tímabilið vel með meisturum Astana í úrvalsdeildinni í Kasakstan í dag.

Rúnar skoraði þriðja mark Astana í 4-0 sigri gegn nýliðum Kyzylzhar í fyrstu umferðinni í dag, en öll komu mörkin í seinni hálfleik. Fyrir viku vann hann Ofurbikarinn í Kasakstan með liði sínu.

Rúnar varð meistari í Kasakstan á sínu fyrsta tímabili með Astana í fyrra en hann kom til félagsins frá Grasshopper á miðju sumri. Hann missti þó af síðustu vikum deildakeppninnar eftir að hafa meiðst í landsleik gegn Frökkum á Laugardalsvelli í október.

Astana á fyrir höndum þrjá deildarleiki áður en að landsleikjahlé verður gert en gera má ráð fyrir að Rúnar verði í íslenska landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu í stórleiknum 26. mars.


Tengdar fréttir

Rúnar Már landaði Ofurbikarnum með Astana | Dramatík í Rússlandi

Miðjumaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leikinn í liði Astana er liðið vann Ofurbikarinn í Kazakhstan. Þá voru þeir Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson í byrjunarliði CSKA Moskvu sem náði dramatísku jafntefli á heimavelli í rússnesku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×