Hafnarfjörður róar foreldra og frestar árshátíð í samráði við almannavarnir Eiður Þór Árnason skrifar 7. mars 2020 14:00 Ákvörðun var tekin um þetta í morgun. Vísir/vilhelm Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð Hafnarfjarðarbæjar sem til stóð að halda í kvöld vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrirhugað samkomuhald bæjarstarfsmanna hafði sætt nokkurri gagnrýni og þá einkum frá foreldrum langveikra barna sem nýta sér þjónustu sveitarfélagsins. Ákvörðunin var tekin eftir fund bæjaryfirvalda með almannavörnum nú í morgun og verður árshátíðinni frestað um óákveðinn tíma, er fram kemur í tilkynningu á vef bæjarins.Sjá einnig: Veislustjórar á köldum klaka vegna kórónuveirunnar „Fulltrúar almannavarna hafa að höfðu samráði við sóttvarnalækni metið það svo að starfsfólk sem vinnur með og sinnir einstaklingum sem falla undir skilgreiningu á viðkvæmum hópum ætti að forðast að taka þátt í fjölmennum mannsöfnuðum.“ Er þetta einnig sagt eiga við starfsfólk sem sinni lykilinnviðum og þjónustu sem þarf að vera órofin á neyðarstigi almannavarna. „Slíkt á við um marga starfsmenn sveitarfélaga, þar með talið miðlægrar stjórnsýslu og ráðhúss,“ segir í tilkynningunni. Fjölda viðburða frestað Ríkislögreglustjóri lýsti í gær yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónuveirunnar í kjölfar þess að fyrstu innanlandssmitin voru staðfest í gær. Fjölmörgum fjöldasamkomum hefur verið frestað undanfarna daga vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Til greina kemur að efna til samkomubanns hér á landi til að sporna við frekari útbreiðslu hennar að sögn yfirvalda. Óljóst er hvernig því yrði háttað ef til þess kæmi. Höfðu áhyggjur af fólki með undirliggjandi sjúkdóma Aðalheiður Ósk Þorsteinsdóttir, íbúi í Hafnarfirði, tjáði sig um málið í Facebook hópnum Norðurbærinn minn í gær og benti á að starfsfólk bæjarins vinni með börnum og eldri borgurum. „Sem foreldri langveiks barns og annars með mjög mikinn astma þá finnst mér það mjög vanhugsað að fresta ekki árshátíð bæjarins og þá sérstaklega í ljósi þess að nú eru fyrstu smit að greinast innanlands á milli fólks.“ Áslaug Ólöf Kolbeinsdóttir, sem á langveika dóttur, gagnrýndi það sömuleiðis í gærkvöldi að þá hafi enn staðið til að halda árshátíðina. „Þegar þessi orð eru skrifuð hafa 4 smit orðið á milli manna hér á landi, manna sem ekki hafa verið á hættusvæðum erlendis. Okkur finnst það ótrúlegt ábyrgðarleysi að stefna saman öllum kennurum og starfsfólki þeirra veikbyggðustu íbúa bæjarins saman á stóran viðburð eins og staðan er í dag.“ Þá höfðu sumir íbúar lýst yfir áhyggjum sínum af því að þjónusta bæjarins gæti lamast ef allt færi á versta veg og stórum hluta starfsmanna væri gert að fara í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hafnarfjörður Tengdar fréttir Ársfundi Landsvirkjunar frestað vegna kórónuveiru Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta ársfundi fyrirtækisins sem var á dagskrá á morgun, 5. mars. Ástæðan er varúðarráðstafanir vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 12:00 Háskóladeginum á Akureyri slegið á frest Háskóladeginum á Akureyri, sem átti að fara fram á morgun, laugardaginn 7. mars hefur verið frestað. 6. mars 2020 19:47 Veislustjórar á köldum klaka vegna kórónuveirunnar Skemmtikraftar afbókaðir í stórum stíl. 6. mars 2020 08:39 Fjölmennu Nettómóti frestað vegna neyðarstigs Mótsnefnd Nettómótsins í körfubolta, þar sem yfir 1.300 börn og unglingar voru skráð til keppni, ákvað nú síðdegis að fresta mótinu um ótilgreindan tíma vegna kórónuveirunnar. 6. mars 2020 19:42 Læknar halda sig frá samkomum Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 16:16 Reykjavíkurskákmótinu aflýst vegna kórónuveirunnar Stjórn Skáksambands Íslands hefur ákveðið að aflýsa Reykjavíkurskákmótsins sem fara átti fram í Hörpu um miðjan apríl hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 5. mars 2020 22:00 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð Hafnarfjarðarbæjar sem til stóð að halda í kvöld vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrirhugað samkomuhald bæjarstarfsmanna hafði sætt nokkurri gagnrýni og þá einkum frá foreldrum langveikra barna sem nýta sér þjónustu sveitarfélagsins. Ákvörðunin var tekin eftir fund bæjaryfirvalda með almannavörnum nú í morgun og verður árshátíðinni frestað um óákveðinn tíma, er fram kemur í tilkynningu á vef bæjarins.Sjá einnig: Veislustjórar á köldum klaka vegna kórónuveirunnar „Fulltrúar almannavarna hafa að höfðu samráði við sóttvarnalækni metið það svo að starfsfólk sem vinnur með og sinnir einstaklingum sem falla undir skilgreiningu á viðkvæmum hópum ætti að forðast að taka þátt í fjölmennum mannsöfnuðum.“ Er þetta einnig sagt eiga við starfsfólk sem sinni lykilinnviðum og þjónustu sem þarf að vera órofin á neyðarstigi almannavarna. „Slíkt á við um marga starfsmenn sveitarfélaga, þar með talið miðlægrar stjórnsýslu og ráðhúss,“ segir í tilkynningunni. Fjölda viðburða frestað Ríkislögreglustjóri lýsti í gær yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónuveirunnar í kjölfar þess að fyrstu innanlandssmitin voru staðfest í gær. Fjölmörgum fjöldasamkomum hefur verið frestað undanfarna daga vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Til greina kemur að efna til samkomubanns hér á landi til að sporna við frekari útbreiðslu hennar að sögn yfirvalda. Óljóst er hvernig því yrði háttað ef til þess kæmi. Höfðu áhyggjur af fólki með undirliggjandi sjúkdóma Aðalheiður Ósk Þorsteinsdóttir, íbúi í Hafnarfirði, tjáði sig um málið í Facebook hópnum Norðurbærinn minn í gær og benti á að starfsfólk bæjarins vinni með börnum og eldri borgurum. „Sem foreldri langveiks barns og annars með mjög mikinn astma þá finnst mér það mjög vanhugsað að fresta ekki árshátíð bæjarins og þá sérstaklega í ljósi þess að nú eru fyrstu smit að greinast innanlands á milli fólks.“ Áslaug Ólöf Kolbeinsdóttir, sem á langveika dóttur, gagnrýndi það sömuleiðis í gærkvöldi að þá hafi enn staðið til að halda árshátíðina. „Þegar þessi orð eru skrifuð hafa 4 smit orðið á milli manna hér á landi, manna sem ekki hafa verið á hættusvæðum erlendis. Okkur finnst það ótrúlegt ábyrgðarleysi að stefna saman öllum kennurum og starfsfólki þeirra veikbyggðustu íbúa bæjarins saman á stóran viðburð eins og staðan er í dag.“ Þá höfðu sumir íbúar lýst yfir áhyggjum sínum af því að þjónusta bæjarins gæti lamast ef allt færi á versta veg og stórum hluta starfsmanna væri gert að fara í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hafnarfjörður Tengdar fréttir Ársfundi Landsvirkjunar frestað vegna kórónuveiru Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta ársfundi fyrirtækisins sem var á dagskrá á morgun, 5. mars. Ástæðan er varúðarráðstafanir vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 12:00 Háskóladeginum á Akureyri slegið á frest Háskóladeginum á Akureyri, sem átti að fara fram á morgun, laugardaginn 7. mars hefur verið frestað. 6. mars 2020 19:47 Veislustjórar á köldum klaka vegna kórónuveirunnar Skemmtikraftar afbókaðir í stórum stíl. 6. mars 2020 08:39 Fjölmennu Nettómóti frestað vegna neyðarstigs Mótsnefnd Nettómótsins í körfubolta, þar sem yfir 1.300 börn og unglingar voru skráð til keppni, ákvað nú síðdegis að fresta mótinu um ótilgreindan tíma vegna kórónuveirunnar. 6. mars 2020 19:42 Læknar halda sig frá samkomum Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 16:16 Reykjavíkurskákmótinu aflýst vegna kórónuveirunnar Stjórn Skáksambands Íslands hefur ákveðið að aflýsa Reykjavíkurskákmótsins sem fara átti fram í Hörpu um miðjan apríl hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 5. mars 2020 22:00 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Ársfundi Landsvirkjunar frestað vegna kórónuveiru Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta ársfundi fyrirtækisins sem var á dagskrá á morgun, 5. mars. Ástæðan er varúðarráðstafanir vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 12:00
Háskóladeginum á Akureyri slegið á frest Háskóladeginum á Akureyri, sem átti að fara fram á morgun, laugardaginn 7. mars hefur verið frestað. 6. mars 2020 19:47
Veislustjórar á köldum klaka vegna kórónuveirunnar Skemmtikraftar afbókaðir í stórum stíl. 6. mars 2020 08:39
Fjölmennu Nettómóti frestað vegna neyðarstigs Mótsnefnd Nettómótsins í körfubolta, þar sem yfir 1.300 börn og unglingar voru skráð til keppni, ákvað nú síðdegis að fresta mótinu um ótilgreindan tíma vegna kórónuveirunnar. 6. mars 2020 19:42
Læknar halda sig frá samkomum Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 16:16
Reykjavíkurskákmótinu aflýst vegna kórónuveirunnar Stjórn Skáksambands Íslands hefur ákveðið að aflýsa Reykjavíkurskákmótsins sem fara átti fram í Hörpu um miðjan apríl hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 5. mars 2020 22:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum