Fá Birkir og Emil að fljúga? | Rúmenar í svipaðri stöðu Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2020 13:30 Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson á landsliðsæfingu. Þeir búa á Ítalíu þar sem kórónaveiran hefur dreifst hratt. vísir/vilhelm Eftir að strangt ferðabann var sett á á Norður-Ítalíu í nótt er alls kostar óvíst hvort íslenskir og rúmenskir leikmenn sem þar spila fótbolta komast í EM-umspilsleikinn sem enn stendur til að fari fram á Laugardalsvelli 26. mars. Landsliðsmennirnir Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með Brescia og Padova í bæjum sem falla undir ferðabannið vegna kórónuveirunnar. Þó stendur enn til að lið þeirra haldi áfram að spila í ítölsku deildakeppninni, þar sem sett hefur verið á áhorfendabann. „Ég veit ekki alveg hvernig staðan er akkúrat núna. Þetta bann var sett á í nótt og ég hef eiginlega ekki meiri upplýsingar, en það er mikið gert úr þessu í fjölmiðlum. Þetta eru viðkvæmar aðstæður,“ sagði Emil við Vísi í dag. Óljóst virðist enn vera hvort Emil og Birkir geti fengið undanþágu frá ferðabanni til að komast til Íslands, en ef þeir fengju hana yrðu þeir væntanlega að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Þess vegna er lítill tími til stefnu. „Það er bara ljóst að staðan á Ítalíu er mjög erfið, burtséð frá fótbolta. Við þurfum að sjá hvað þetta hefur í för með sér,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Vísi í dag. Hún sagði mál Birkis og Emils ekki hafa verið rætt við UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, sem er með EM-umspilið á sinni könnu: „Við höfum ekki rætt neitt varðandi einstaka leikmenn. UEFA hefur bara sagt að allir leikir muni fara fram, að öllu óbreyttu,“ sagði Klara. En hefur KSÍ verið í sambandi við forráðamenn Brescia og Padova varðandi möguleikann á að Birkir og Emil komist til Íslands sem fyrst, þó að ráðgert sé að lið þeirra spili nokkra leiki fram að EM-umspilinu? „Við höfum ekki rætt við þau beint en skoðað ýmsa möguleika í þessu. Við vitum ekkert hvað verður á Ítalíu. Það sem ég get sagt núna gæti verið breytt á morgun,“ sagði Klara.Emil utan lokaðs svæðis og segir lífið ganga sinn vanagangEmil Hallfreðsson í leiknum gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli í fyrrasumar.vísir/gettyEmil er með fjölskyldu sinni í Veróna þar sem þau búa en borginni hefur ekki verið lokað af eins og bænum Padova þar sem Emil spilar og æfir. „Ég veit ekki hvernig þeir ætla að haga þessu í framhaldinu og er í sömu óvissu og allir. Það eru einhverjir búnir að kalla eftir algjöru hléi á fótboltanum, eins og gert var í Sviss, og spurning hvort það verði raunin hérna. Það er alla vega búið að setja reglur um að spilað verði fyrir luktum dyrum,“ sagði Emil, sem er yfirvegaður yfir stöðunni og segir það sama eiga við um fólkið í kringum sig: „Lífið hérna gengur svolítið sinn vanagang bara. Menn eru ekkert að deyja úr stressi, en það er mikið gert úr þessu í fjölmiðlum. Fólk er svolítið bara að gera sitt hérna í bænum, þannig séð.“Þrír Rúmenar á Norður-ÍtalíuIonut Radu er leikmaður Parma á Norður-Ítalíuvísir/gettyFerðabannið á Ítalíu kemur til með að hafa áhrif á rúmenska landsliðið rétt eins og það íslenska, ef engar undanþágur verða leyfðar. Þrír leikmenn sem eru á lista þjálfarans Mirel Radoi yfir þá sem koma til greina í leikinn við Ísland, spila á Norður-Ítalíu. Það eru markvörðurinn Ionut Radu hjá Parma, Vlad Chiriches hjá Sassuolo og Vasile Mogos frá Cremonese. Stöðvi ferðabann þá ekki þyrftu þeir væntanlega að fara í sóttkví líkt og Emil og Birkir, þrátt fyrir að vera ferðamenn, þar sem þeir koma frá skilgreindum hættusvæðum. EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Tengdar fréttir 18 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr liðsfélagi Gumma Tóta skoraði síðasta mark Rúmena í A-landsleik Síðast markaskorari Rúmena í landsleik er nýbúinn að eignast íslenskan liðsfélaga í bandarísku MLS-deildinni. 8. mars 2020 10:00 Liðsfélagi Birkis vill algjört fótboltahlé | Fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari veiru Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli, liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Brescia, segir ekki nóg að leikir á Ítalíu verði spilaðir fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Gera ætti algjört hlé á fótboltaiðkun í landinu. 8. mars 2020 10:30 Leikurinn við Rúmeníu mögulega fyrir luktum dyrum Útbreiðsla kórónaveirunnar gæti haft áhrif á framkvæmd landsleik Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli þann 26.mars næstkomandi. 7. mars 2020 22:15 Spilað þvert á vilja íþróttamálaráðherra | Leikmönnum var snúið við í göngunum Hlutirnir hafa verið fljótir að breytast í ítölskum íþróttaheimi síðustu daga og nú hefur íþróttamálaráðherra landsins kallað eftir því að hlé verði gert á keppni í ítölsku A-deildinni í fótbolta, vegna kórónuveirunnar. 8. mars 2020 12:00 Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 20:01 Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Sjá meira
Eftir að strangt ferðabann var sett á á Norður-Ítalíu í nótt er alls kostar óvíst hvort íslenskir og rúmenskir leikmenn sem þar spila fótbolta komast í EM-umspilsleikinn sem enn stendur til að fari fram á Laugardalsvelli 26. mars. Landsliðsmennirnir Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með Brescia og Padova í bæjum sem falla undir ferðabannið vegna kórónuveirunnar. Þó stendur enn til að lið þeirra haldi áfram að spila í ítölsku deildakeppninni, þar sem sett hefur verið á áhorfendabann. „Ég veit ekki alveg hvernig staðan er akkúrat núna. Þetta bann var sett á í nótt og ég hef eiginlega ekki meiri upplýsingar, en það er mikið gert úr þessu í fjölmiðlum. Þetta eru viðkvæmar aðstæður,“ sagði Emil við Vísi í dag. Óljóst virðist enn vera hvort Emil og Birkir geti fengið undanþágu frá ferðabanni til að komast til Íslands, en ef þeir fengju hana yrðu þeir væntanlega að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Þess vegna er lítill tími til stefnu. „Það er bara ljóst að staðan á Ítalíu er mjög erfið, burtséð frá fótbolta. Við þurfum að sjá hvað þetta hefur í för með sér,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Vísi í dag. Hún sagði mál Birkis og Emils ekki hafa verið rætt við UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, sem er með EM-umspilið á sinni könnu: „Við höfum ekki rætt neitt varðandi einstaka leikmenn. UEFA hefur bara sagt að allir leikir muni fara fram, að öllu óbreyttu,“ sagði Klara. En hefur KSÍ verið í sambandi við forráðamenn Brescia og Padova varðandi möguleikann á að Birkir og Emil komist til Íslands sem fyrst, þó að ráðgert sé að lið þeirra spili nokkra leiki fram að EM-umspilinu? „Við höfum ekki rætt við þau beint en skoðað ýmsa möguleika í þessu. Við vitum ekkert hvað verður á Ítalíu. Það sem ég get sagt núna gæti verið breytt á morgun,“ sagði Klara.Emil utan lokaðs svæðis og segir lífið ganga sinn vanagangEmil Hallfreðsson í leiknum gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli í fyrrasumar.vísir/gettyEmil er með fjölskyldu sinni í Veróna þar sem þau búa en borginni hefur ekki verið lokað af eins og bænum Padova þar sem Emil spilar og æfir. „Ég veit ekki hvernig þeir ætla að haga þessu í framhaldinu og er í sömu óvissu og allir. Það eru einhverjir búnir að kalla eftir algjöru hléi á fótboltanum, eins og gert var í Sviss, og spurning hvort það verði raunin hérna. Það er alla vega búið að setja reglur um að spilað verði fyrir luktum dyrum,“ sagði Emil, sem er yfirvegaður yfir stöðunni og segir það sama eiga við um fólkið í kringum sig: „Lífið hérna gengur svolítið sinn vanagang bara. Menn eru ekkert að deyja úr stressi, en það er mikið gert úr þessu í fjölmiðlum. Fólk er svolítið bara að gera sitt hérna í bænum, þannig séð.“Þrír Rúmenar á Norður-ÍtalíuIonut Radu er leikmaður Parma á Norður-Ítalíuvísir/gettyFerðabannið á Ítalíu kemur til með að hafa áhrif á rúmenska landsliðið rétt eins og það íslenska, ef engar undanþágur verða leyfðar. Þrír leikmenn sem eru á lista þjálfarans Mirel Radoi yfir þá sem koma til greina í leikinn við Ísland, spila á Norður-Ítalíu. Það eru markvörðurinn Ionut Radu hjá Parma, Vlad Chiriches hjá Sassuolo og Vasile Mogos frá Cremonese. Stöðvi ferðabann þá ekki þyrftu þeir væntanlega að fara í sóttkví líkt og Emil og Birkir, þrátt fyrir að vera ferðamenn, þar sem þeir koma frá skilgreindum hættusvæðum.
EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Tengdar fréttir 18 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr liðsfélagi Gumma Tóta skoraði síðasta mark Rúmena í A-landsleik Síðast markaskorari Rúmena í landsleik er nýbúinn að eignast íslenskan liðsfélaga í bandarísku MLS-deildinni. 8. mars 2020 10:00 Liðsfélagi Birkis vill algjört fótboltahlé | Fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari veiru Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli, liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Brescia, segir ekki nóg að leikir á Ítalíu verði spilaðir fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Gera ætti algjört hlé á fótboltaiðkun í landinu. 8. mars 2020 10:30 Leikurinn við Rúmeníu mögulega fyrir luktum dyrum Útbreiðsla kórónaveirunnar gæti haft áhrif á framkvæmd landsleik Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli þann 26.mars næstkomandi. 7. mars 2020 22:15 Spilað þvert á vilja íþróttamálaráðherra | Leikmönnum var snúið við í göngunum Hlutirnir hafa verið fljótir að breytast í ítölskum íþróttaheimi síðustu daga og nú hefur íþróttamálaráðherra landsins kallað eftir því að hlé verði gert á keppni í ítölsku A-deildinni í fótbolta, vegna kórónuveirunnar. 8. mars 2020 12:00 Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 20:01 Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Sjá meira
18 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr liðsfélagi Gumma Tóta skoraði síðasta mark Rúmena í A-landsleik Síðast markaskorari Rúmena í landsleik er nýbúinn að eignast íslenskan liðsfélaga í bandarísku MLS-deildinni. 8. mars 2020 10:00
Liðsfélagi Birkis vill algjört fótboltahlé | Fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari veiru Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli, liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Brescia, segir ekki nóg að leikir á Ítalíu verði spilaðir fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Gera ætti algjört hlé á fótboltaiðkun í landinu. 8. mars 2020 10:30
Leikurinn við Rúmeníu mögulega fyrir luktum dyrum Útbreiðsla kórónaveirunnar gæti haft áhrif á framkvæmd landsleik Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli þann 26.mars næstkomandi. 7. mars 2020 22:15
Spilað þvert á vilja íþróttamálaráðherra | Leikmönnum var snúið við í göngunum Hlutirnir hafa verið fljótir að breytast í ítölskum íþróttaheimi síðustu daga og nú hefur íþróttamálaráðherra landsins kallað eftir því að hlé verði gert á keppni í ítölsku A-deildinni í fótbolta, vegna kórónuveirunnar. 8. mars 2020 12:00
Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 20:01