Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sylvía Hall skrifar 8. mars 2020 17:05 Staðfest smit eru 55 talsins. Vísir/Vilhelm Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. Af þeim smitum eru þrjú innanlandssmit og er því heildarfjöldi innanlandssmita orðin tíu. Staðfest smit eru því orðin 55 talsins þar sem eitt þeirra smita sem greindust í dag er á forræði erlendra stjórnvalda. Það smit er því ekki talið með í heildarfjölda smita hér á landi. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu dagsins vegna COVID-19. Neyðarástand er enn í gildi og er unnið eftir Landsáætlun um heimsfaraldur. Á meðal þeirra aðgerða sem verið er að undirbúa er að færa til heilbrigðisstarfsfólk innan kerfisins til þess að hægt verði að manna nauðsynlegar stöður, panta fleiri öndunarvélar í gegnum útboð og fá inn fólk af einkareknum stofum. Þá sé einnig til skoðunar að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun.Niðurstöður ÍE dýrmætar fyrir endurskoðun áhættumats Landlæknir átti fund með Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í dag, þar sem ákveðið var að hefja vinnu við skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Verkefnið verður á forræði sóttvarnarlæknis og mun vinnuhópur á hans vegum hefja vinnu við útfærslu og framkvæmd þess. „Ljóst er að niðurstöður slíkrar skimunar mun reynast afar dýrmæt fyrir endurskoðun áhættumats og áframhaldandi opinberar sóttvarnaaðgerðir,“ segir í stöðuskýrslunni. Íslensk erfðagreining bauðst til að hlaupa undir bagga með hinu opinbera og skima fyrir veirunni meðal fólks á föstudag. Kári sagði frá því í gærkvöldi að ekkert yrði af verkefninu í ljósi þess að Persónuvernd og Vísindasiðanefnd taldi það flokkast sem vísindarannsókn sem væri því leyfisskyld. Vísindasiðanefnd og Persónuvernd gáfu það svo út fyrr í dag að fyrirhuguð skimun sé ekki leyfisskyld og virðist því hafa verið um misskilning að ræða.Sem fyrr er athygli vakin á síma 1700 sem veitir upplýsingar ef grunur vaknar um smit. Einnig er fólk hvatt til að nýta sér Heilsuvera.is sem er upplýsingagátt heilsugæslunnar fyrir einstaklinga, til að fá ráðleggingar frá heilbrigðisstarfsmanni.Að óbreyttu verður upplýsingafundur fyrir blaðamenn á morgun klukkan 14:00 í húsakynnum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra við Skógarhlíð 14. Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 11:38 Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00 Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. Af þeim smitum eru þrjú innanlandssmit og er því heildarfjöldi innanlandssmita orðin tíu. Staðfest smit eru því orðin 55 talsins þar sem eitt þeirra smita sem greindust í dag er á forræði erlendra stjórnvalda. Það smit er því ekki talið með í heildarfjölda smita hér á landi. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu dagsins vegna COVID-19. Neyðarástand er enn í gildi og er unnið eftir Landsáætlun um heimsfaraldur. Á meðal þeirra aðgerða sem verið er að undirbúa er að færa til heilbrigðisstarfsfólk innan kerfisins til þess að hægt verði að manna nauðsynlegar stöður, panta fleiri öndunarvélar í gegnum útboð og fá inn fólk af einkareknum stofum. Þá sé einnig til skoðunar að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun.Niðurstöður ÍE dýrmætar fyrir endurskoðun áhættumats Landlæknir átti fund með Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í dag, þar sem ákveðið var að hefja vinnu við skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Verkefnið verður á forræði sóttvarnarlæknis og mun vinnuhópur á hans vegum hefja vinnu við útfærslu og framkvæmd þess. „Ljóst er að niðurstöður slíkrar skimunar mun reynast afar dýrmæt fyrir endurskoðun áhættumats og áframhaldandi opinberar sóttvarnaaðgerðir,“ segir í stöðuskýrslunni. Íslensk erfðagreining bauðst til að hlaupa undir bagga með hinu opinbera og skima fyrir veirunni meðal fólks á föstudag. Kári sagði frá því í gærkvöldi að ekkert yrði af verkefninu í ljósi þess að Persónuvernd og Vísindasiðanefnd taldi það flokkast sem vísindarannsókn sem væri því leyfisskyld. Vísindasiðanefnd og Persónuvernd gáfu það svo út fyrr í dag að fyrirhuguð skimun sé ekki leyfisskyld og virðist því hafa verið um misskilning að ræða.Sem fyrr er athygli vakin á síma 1700 sem veitir upplýsingar ef grunur vaknar um smit. Einnig er fólk hvatt til að nýta sér Heilsuvera.is sem er upplýsingagátt heilsugæslunnar fyrir einstaklinga, til að fá ráðleggingar frá heilbrigðisstarfsmanni.Að óbreyttu verður upplýsingafundur fyrir blaðamenn á morgun klukkan 14:00 í húsakynnum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra við Skógarhlíð 14.
Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 11:38 Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00 Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 11:38
Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00
Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51