Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sylvía Hall skrifar 8. mars 2020 17:05 Staðfest smit eru 55 talsins. Vísir/Vilhelm Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. Af þeim smitum eru þrjú innanlandssmit og er því heildarfjöldi innanlandssmita orðin tíu. Staðfest smit eru því orðin 55 talsins þar sem eitt þeirra smita sem greindust í dag er á forræði erlendra stjórnvalda. Það smit er því ekki talið með í heildarfjölda smita hér á landi. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu dagsins vegna COVID-19. Neyðarástand er enn í gildi og er unnið eftir Landsáætlun um heimsfaraldur. Á meðal þeirra aðgerða sem verið er að undirbúa er að færa til heilbrigðisstarfsfólk innan kerfisins til þess að hægt verði að manna nauðsynlegar stöður, panta fleiri öndunarvélar í gegnum útboð og fá inn fólk af einkareknum stofum. Þá sé einnig til skoðunar að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun.Niðurstöður ÍE dýrmætar fyrir endurskoðun áhættumats Landlæknir átti fund með Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í dag, þar sem ákveðið var að hefja vinnu við skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Verkefnið verður á forræði sóttvarnarlæknis og mun vinnuhópur á hans vegum hefja vinnu við útfærslu og framkvæmd þess. „Ljóst er að niðurstöður slíkrar skimunar mun reynast afar dýrmæt fyrir endurskoðun áhættumats og áframhaldandi opinberar sóttvarnaaðgerðir,“ segir í stöðuskýrslunni. Íslensk erfðagreining bauðst til að hlaupa undir bagga með hinu opinbera og skima fyrir veirunni meðal fólks á föstudag. Kári sagði frá því í gærkvöldi að ekkert yrði af verkefninu í ljósi þess að Persónuvernd og Vísindasiðanefnd taldi það flokkast sem vísindarannsókn sem væri því leyfisskyld. Vísindasiðanefnd og Persónuvernd gáfu það svo út fyrr í dag að fyrirhuguð skimun sé ekki leyfisskyld og virðist því hafa verið um misskilning að ræða.Sem fyrr er athygli vakin á síma 1700 sem veitir upplýsingar ef grunur vaknar um smit. Einnig er fólk hvatt til að nýta sér Heilsuvera.is sem er upplýsingagátt heilsugæslunnar fyrir einstaklinga, til að fá ráðleggingar frá heilbrigðisstarfsmanni.Að óbreyttu verður upplýsingafundur fyrir blaðamenn á morgun klukkan 14:00 í húsakynnum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra við Skógarhlíð 14. Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 11:38 Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00 Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. Af þeim smitum eru þrjú innanlandssmit og er því heildarfjöldi innanlandssmita orðin tíu. Staðfest smit eru því orðin 55 talsins þar sem eitt þeirra smita sem greindust í dag er á forræði erlendra stjórnvalda. Það smit er því ekki talið með í heildarfjölda smita hér á landi. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu dagsins vegna COVID-19. Neyðarástand er enn í gildi og er unnið eftir Landsáætlun um heimsfaraldur. Á meðal þeirra aðgerða sem verið er að undirbúa er að færa til heilbrigðisstarfsfólk innan kerfisins til þess að hægt verði að manna nauðsynlegar stöður, panta fleiri öndunarvélar í gegnum útboð og fá inn fólk af einkareknum stofum. Þá sé einnig til skoðunar að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun.Niðurstöður ÍE dýrmætar fyrir endurskoðun áhættumats Landlæknir átti fund með Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í dag, þar sem ákveðið var að hefja vinnu við skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Verkefnið verður á forræði sóttvarnarlæknis og mun vinnuhópur á hans vegum hefja vinnu við útfærslu og framkvæmd þess. „Ljóst er að niðurstöður slíkrar skimunar mun reynast afar dýrmæt fyrir endurskoðun áhættumats og áframhaldandi opinberar sóttvarnaaðgerðir,“ segir í stöðuskýrslunni. Íslensk erfðagreining bauðst til að hlaupa undir bagga með hinu opinbera og skima fyrir veirunni meðal fólks á föstudag. Kári sagði frá því í gærkvöldi að ekkert yrði af verkefninu í ljósi þess að Persónuvernd og Vísindasiðanefnd taldi það flokkast sem vísindarannsókn sem væri því leyfisskyld. Vísindasiðanefnd og Persónuvernd gáfu það svo út fyrr í dag að fyrirhuguð skimun sé ekki leyfisskyld og virðist því hafa verið um misskilning að ræða.Sem fyrr er athygli vakin á síma 1700 sem veitir upplýsingar ef grunur vaknar um smit. Einnig er fólk hvatt til að nýta sér Heilsuvera.is sem er upplýsingagátt heilsugæslunnar fyrir einstaklinga, til að fá ráðleggingar frá heilbrigðisstarfsmanni.Að óbreyttu verður upplýsingafundur fyrir blaðamenn á morgun klukkan 14:00 í húsakynnum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra við Skógarhlíð 14.
Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 11:38 Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00 Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 11:38
Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00
Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51