Gætu þurft að sýna enska boltann í opinni dagskrá ef leikirnir fara fram fyrir luktum dyrum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2020 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson og aðrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar gætu þurft að spila fyrir luktum dyrum á næstunni. Getty/ TF-Images Enska úrvalsdeildin bannaði öll handabönd í leikjum helgarinnar en gæti þurft að grípa til enn frekari ráðstafana í næstu leikjum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Bresk stjórnvöld hafa kallað æðstu menn íþróttanna í Bretlandi á sinn fund í dag en þar á meðal verður ræddur sá möguleiki að spila leiki fyrir luktum dyrum á næstunni ef þess gerist þörf. Fundurinn er þó haldinn til að fara yfir hvað sé best að gera í stöðunni og að það gildi það sama yfir allar íþróttir. Ítalir og Danir eru farnir að spila fótboltaleiki sína án áhorfenda og það þykir líklegt að aðrar þjóðir gætu lent í sömu stöðu. Smithættan er mikil á stórum leikvöngum þar sem tugir þúsunda mæta. Þetta gæti einnig haft áhrif á útsendingar frá leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í Englandi ef marka má fréttir frá Englandi. The Times hefur heimildir fyrir því að það hafi verið haft samband við sjónvarpsstöðvarnar Sky Sports og BT Sport sem eru rétthafar fyrir ensku úrvalsdeildina í heimalandinu. Samkvæmt þeirri frétt hefur yfirmönnum Sky Sports og BT Sport verið greint frá því að þau þurfi mögulega að sýna alla leiki í opinni dagskrá fari svo að áhorfendur verði bannaðir af ótta við útbreiðslu kórónuveirunnar. Yfirmenn allra helstu sjónvarpsstöðvanna, þar á meðal Sky Sports og BT Sport, verða á þessum fundi í dag en þar verða líka fulltrúa frá fótbolta, tennis, krikket og rúgbý. Verði leikir spilaðir fyrir luktum dyrum gæti það þýtt ekki aðeins mikið tekjutap fyrir félögin sjálf heldur einnig haft áhrif á innkomu þessara áskrifastöðva ef að þær mega ekki lengur sína leikina í læstri útsendingu. Það er allavega ljóst að það stefnir í tíma sem við höfum aldrei séð áður í ensku úrvalsdeildinni. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út af þessum mikilvæga fundi í dag. Enski boltinn Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Sjá meira
Enska úrvalsdeildin bannaði öll handabönd í leikjum helgarinnar en gæti þurft að grípa til enn frekari ráðstafana í næstu leikjum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Bresk stjórnvöld hafa kallað æðstu menn íþróttanna í Bretlandi á sinn fund í dag en þar á meðal verður ræddur sá möguleiki að spila leiki fyrir luktum dyrum á næstunni ef þess gerist þörf. Fundurinn er þó haldinn til að fara yfir hvað sé best að gera í stöðunni og að það gildi það sama yfir allar íþróttir. Ítalir og Danir eru farnir að spila fótboltaleiki sína án áhorfenda og það þykir líklegt að aðrar þjóðir gætu lent í sömu stöðu. Smithættan er mikil á stórum leikvöngum þar sem tugir þúsunda mæta. Þetta gæti einnig haft áhrif á útsendingar frá leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í Englandi ef marka má fréttir frá Englandi. The Times hefur heimildir fyrir því að það hafi verið haft samband við sjónvarpsstöðvarnar Sky Sports og BT Sport sem eru rétthafar fyrir ensku úrvalsdeildina í heimalandinu. Samkvæmt þeirri frétt hefur yfirmönnum Sky Sports og BT Sport verið greint frá því að þau þurfi mögulega að sýna alla leiki í opinni dagskrá fari svo að áhorfendur verði bannaðir af ótta við útbreiðslu kórónuveirunnar. Yfirmenn allra helstu sjónvarpsstöðvanna, þar á meðal Sky Sports og BT Sport, verða á þessum fundi í dag en þar verða líka fulltrúa frá fótbolta, tennis, krikket og rúgbý. Verði leikir spilaðir fyrir luktum dyrum gæti það þýtt ekki aðeins mikið tekjutap fyrir félögin sjálf heldur einnig haft áhrif á innkomu þessara áskrifastöðva ef að þær mega ekki lengur sína leikina í læstri útsendingu. Það er allavega ljóst að það stefnir í tíma sem við höfum aldrei séð áður í ensku úrvalsdeildinni. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út af þessum mikilvæga fundi í dag.
Enski boltinn Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Sjá meira