Fæddist með gat á hjartanu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2025 08:32 Katja Snoeijs sést hér með fyrirliðabandið í leik með Everton í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Jess Hornby Hollenska knattspyrnukonan Katja Snoeijs spilar nú í ensku úrvalsdeildinni en það er óhætt að segja að hún hafi byrjað lífið í miklu mótlæti. Knattspyrnukonan hefur með hörku, ósérhlífni og dugnaði komið sér alla leið upp metorðastigann og spilar nú í einni bestu deild í heimi. Breska ríkisútvarpið sagði frá þessari óvenjulegu æsku hennar Snoeijs. Saga hennar er öðrum til fyrirmyndar um að allt er hægt þegar viljinn er fyrir hendi. Snoeijs fæddist nefnilega með gat á hjartanu og fór í stóra aðgerð þriggja ára gömul. „Sem barn líkar manni ekki við sjúkrahúsheimsóknir, en það var ekki það versta. Ég mætti bara og fór í skoðun. Foreldrar mínir gerðu þetta að einhverju skemmtilegu,“ sagði hún. View this post on Instagram A post shared by ninetyplus (@ninetyplus.x) Annar fótleggurinn hennar var líka sex sentímetrum lengri en hinn og hún þurfti að vera í sérstökum skóm til að jafna muninn. Læknar komust aldrei að því hvers vegna vinstri fótleggur hennar óx hraðar en hinn, þrátt fyrir að Snoeijs hafi farið í margar læknisskoðanir. „Þegar ég fæddist kom ég út með fæturna á undan höfðinu, svo það var frekar flókið,“ sagði Snoeijs við breska ríkisútvarpið. Þegar hún var tólf ára gömul þá gekkst hún undir aðgerð þar sem læknar leiðréttu muninn. „Þeir brutu vaxtarbeinin frá hnénu. Sem betur fer óx hægri fótleggurinn minn jafnt og nú er munurinn aðeins nokkrir millimetrar. Ég finn samt enn fyrir muninum!“ sagði hún. Katja byrjaði að spila fótbolta aðeins fimm ára gömul og stóð sig vel með strákunum hjá Sporting Martinus. Hún sló í gegn með VV Alkmaar og PSV Eindhoven í heimalandinu. Snoeijs náði að verða markahæst í deildinni tvö ár í röð með báðum þessum liðum. Í dag er Snoeijs framherji hjá Everton og segir að áskoranirnar í æsku hafi gefið henni nýja sýn á lífið og fótboltann. Snoeijs hefur skorað tólf mörk í 38 landsleikjum fyrir Holland. Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Sjá meira
Knattspyrnukonan hefur með hörku, ósérhlífni og dugnaði komið sér alla leið upp metorðastigann og spilar nú í einni bestu deild í heimi. Breska ríkisútvarpið sagði frá þessari óvenjulegu æsku hennar Snoeijs. Saga hennar er öðrum til fyrirmyndar um að allt er hægt þegar viljinn er fyrir hendi. Snoeijs fæddist nefnilega með gat á hjartanu og fór í stóra aðgerð þriggja ára gömul. „Sem barn líkar manni ekki við sjúkrahúsheimsóknir, en það var ekki það versta. Ég mætti bara og fór í skoðun. Foreldrar mínir gerðu þetta að einhverju skemmtilegu,“ sagði hún. View this post on Instagram A post shared by ninetyplus (@ninetyplus.x) Annar fótleggurinn hennar var líka sex sentímetrum lengri en hinn og hún þurfti að vera í sérstökum skóm til að jafna muninn. Læknar komust aldrei að því hvers vegna vinstri fótleggur hennar óx hraðar en hinn, þrátt fyrir að Snoeijs hafi farið í margar læknisskoðanir. „Þegar ég fæddist kom ég út með fæturna á undan höfðinu, svo það var frekar flókið,“ sagði Snoeijs við breska ríkisútvarpið. Þegar hún var tólf ára gömul þá gekkst hún undir aðgerð þar sem læknar leiðréttu muninn. „Þeir brutu vaxtarbeinin frá hnénu. Sem betur fer óx hægri fótleggurinn minn jafnt og nú er munurinn aðeins nokkrir millimetrar. Ég finn samt enn fyrir muninum!“ sagði hún. Katja byrjaði að spila fótbolta aðeins fimm ára gömul og stóð sig vel með strákunum hjá Sporting Martinus. Hún sló í gegn með VV Alkmaar og PSV Eindhoven í heimalandinu. Snoeijs náði að verða markahæst í deildinni tvö ár í röð með báðum þessum liðum. Í dag er Snoeijs framherji hjá Everton og segir að áskoranirnar í æsku hafi gefið henni nýja sýn á lífið og fótboltann. Snoeijs hefur skorað tólf mörk í 38 landsleikjum fyrir Holland.
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Sjá meira