Öllum verkföllum sem hefjast áttu á miðnætti aflýst Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. mars 2020 06:48 Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Öllum verkfallsaðgerðum um 15 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti hefur verið aflýst. Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var undirritaður í nótt og í morgun. Skrifað var undir síðasta samninginn, á milli Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins, skömmu fyrir klukkan átta. Boðað var til víðtækra verkfallsaðgerða aðildarfélaga BSRB á miðnætti. Um var að ræða bæði ótímabundin og tímabundin verkföll. Verkfallsaðgerðirnar hefðu m.a. náð til fjölda bæjarstarfsmanna hjá ýmsum stofnunum, til að mynda frístundaheimila og skóla, auk starfsmanna ríkisstofnana á borð við Skattinn og Sýslumannsembætta.Sjá einnig: Sameyki gerir „tímamótasamning“ við borgina Fyrsti kjarasamningurinn var undirritaður upp úr miðnætti, nokkrum mínútum eftir að fyrstu verkfallsaðgerðir hófust. Þá skrifaði samninganefnd fjórtán bæjarstarfsmannafélaga um land allt undir samning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Þar með var verkfalli um 7500 manns aflýst. Um klukkustund síðar var samningur Sameykis við Reykjavíkurborg undirritaður, því næst samningur Sameykis við ríkið, þá bæjarstarfsmannafélögin við ríkið og að síðustu Sjúkraliðafélag Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga. „Samningarnir eiga það sameiginlegt að stóru málin þar eru kröfur aðildarfélaga BSRB til margra ára um styttingu vinnuvikunnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við Vísi. „Við erum mjög ánægð með að það þurfti ekki að koma til lengri verkfalla en þetta og að ellefu mánaða kjarasamningsviðræðum sé lokið. Það eru auðvitað mikil tímamót að það sé verið að breyta vinnutíma opinberra starfsmanna með þessum hætti, sem hefur verið sá sami í fimmtíu ár.“Verkföll enn á dagskrá Kjarasamningar BSRB sem undirritaðir voru í nótt hafa þó ekki áhrif á verkfall Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg sem enn stendur yfir. Um tvö þúsund félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni hafa nú verið í ótímabundnu verkfalli frá og með 17. febrúar. Skóla- og leikskólastarf hefur raskast töluvert í Reykjavík á meðan áverkfallinu hefur staðið. Í dag hefst svo verkfall Eflingar í öðrum sveitarfélögum en Reykjavík. Formlegum fundi samninganefndar Reykjavíkurborgar og Eflingar var frestað í nótt en boðað hefur verið til annars fundar klukkan eitt í dag.Samninganefndir Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins skrifuðu undir eina kjarasamninginn sem eftir stóð skömmu fyrir klukkan átta í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Sjúkraliðar semja við sveitarfélög Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur skrifað undir kjarasamninga viðSamband íslenskra sveitarfélaga og verða verkföll félagsmanna því felld niður. 9. mars 2020 05:30 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Öllum verkfallsaðgerðum um 15 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti hefur verið aflýst. Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var undirritaður í nótt og í morgun. Skrifað var undir síðasta samninginn, á milli Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins, skömmu fyrir klukkan átta. Boðað var til víðtækra verkfallsaðgerða aðildarfélaga BSRB á miðnætti. Um var að ræða bæði ótímabundin og tímabundin verkföll. Verkfallsaðgerðirnar hefðu m.a. náð til fjölda bæjarstarfsmanna hjá ýmsum stofnunum, til að mynda frístundaheimila og skóla, auk starfsmanna ríkisstofnana á borð við Skattinn og Sýslumannsembætta.Sjá einnig: Sameyki gerir „tímamótasamning“ við borgina Fyrsti kjarasamningurinn var undirritaður upp úr miðnætti, nokkrum mínútum eftir að fyrstu verkfallsaðgerðir hófust. Þá skrifaði samninganefnd fjórtán bæjarstarfsmannafélaga um land allt undir samning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Þar með var verkfalli um 7500 manns aflýst. Um klukkustund síðar var samningur Sameykis við Reykjavíkurborg undirritaður, því næst samningur Sameykis við ríkið, þá bæjarstarfsmannafélögin við ríkið og að síðustu Sjúkraliðafélag Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga. „Samningarnir eiga það sameiginlegt að stóru málin þar eru kröfur aðildarfélaga BSRB til margra ára um styttingu vinnuvikunnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við Vísi. „Við erum mjög ánægð með að það þurfti ekki að koma til lengri verkfalla en þetta og að ellefu mánaða kjarasamningsviðræðum sé lokið. Það eru auðvitað mikil tímamót að það sé verið að breyta vinnutíma opinberra starfsmanna með þessum hætti, sem hefur verið sá sami í fimmtíu ár.“Verkföll enn á dagskrá Kjarasamningar BSRB sem undirritaðir voru í nótt hafa þó ekki áhrif á verkfall Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg sem enn stendur yfir. Um tvö þúsund félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni hafa nú verið í ótímabundnu verkfalli frá og með 17. febrúar. Skóla- og leikskólastarf hefur raskast töluvert í Reykjavík á meðan áverkfallinu hefur staðið. Í dag hefst svo verkfall Eflingar í öðrum sveitarfélögum en Reykjavík. Formlegum fundi samninganefndar Reykjavíkurborgar og Eflingar var frestað í nótt en boðað hefur verið til annars fundar klukkan eitt í dag.Samninganefndir Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins skrifuðu undir eina kjarasamninginn sem eftir stóð skömmu fyrir klukkan átta í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Sjúkraliðar semja við sveitarfélög Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur skrifað undir kjarasamninga viðSamband íslenskra sveitarfélaga og verða verkföll félagsmanna því felld niður. 9. mars 2020 05:30 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Sjúkraliðar semja við sveitarfélög Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur skrifað undir kjarasamninga viðSamband íslenskra sveitarfélaga og verða verkföll félagsmanna því felld niður. 9. mars 2020 05:30