Hinn átján ára gamli Gilmour átti næstum því fimmtíu fleiri heppnaðar sendingar en Gylfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2020 09:30 Billy Gilmour fékk frábæra dóma en það er ekki hægt að segja það sama um Gylfa Þór Sigurðsson. Samsett/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson kom ekki vel út úr samanburðinum við Billy Gilmour í 4-0 skelli Everton á móti Chelsea á Stamford Bridge í gær. Billy Gilmour fékk frábæra dóma fyrir leik sinn á miðju Chelsea alveg eins og hann fékk í bikarsigrinum á Liverpool í síðustu viku. Það er óhætt að segja að þessi strákur hafi stimplað sig vel inn í sínum fyrstu leikjum fyrir aðallið Chelsea og það kepptust allir knattspyrnuspekingar við að hrósa honum í gær.Look at those stats from Billy Gilmour #MOTD2#CFCpic.twitter.com/3TBOxRIJ4h — Match of the Day (@BBCMOTD) March 8, 2020Gylfi Þór Sigurðsson fékk aftur á móti skelfilega dóma fyrir frammistöðu sína á miðju Everton og meðal annars falleinkunn hjá staðarblaðinu, Liverpool Echo. Gylfi hefur ekki fundið sig á þessu tímabili og hefur ekki skorað fyrir Everton síðan um miðjan október. Gylfi er alls með eitt mark og tvær stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en síðasta stoðsendingin hans kom í leik á móti Watford 2. janúar. Gylfi hefur reyndar átt þátt í fleiri mörkum en Englendingar eru mjög harðir að taka stoðsendingar af leikmönnum hafi boltinn viðkomu í mótherja á leið sinn til samherja. Gylfi var með fyrirliðaband Everton liðsins á Stamford Bridge og það kallaði líka á enn meiri gagnrýni hjá stuðningsmönnum og öðrum þegar honum gekk illa að komast í boltann. Gylfi var aftur á móti langt frá því að vera eini leikmaður Everton sem átti slakan leik. Það er samt ótrúlegt að bera saman tölfræði Billy Gilmour og Gylfa Þórs Sigurðssonar í þessum leik en þeir voru báðir að spila inn á miðjunni. Þarna voru á ferðinni leikmaður í fyrsta byrjunarleik sínum í ensku úrvalsdeildinni og leikmaður sem var að spila sinn 273. leik í ensku úrvalsdeildinni.Man of the Match, @ChelseaFC’s Billy Gilmour 91 touches 74 completed passes 37 passes in opposition half 92.5% passing accuracy 1st PL start, aged 18 years & 271 days pic.twitter.com/dTmXdwec6g — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) March 8, 2020Hinn átján ára gamli Gilmour kom nefnilega næstum þrisvar sinnum oftar við boltann en Gylfi í þessum leik og átti næstum því 50 fleiri heppnaðar sendingar. Billy Gilmour kom 91 sinni við boltann á þessum 90 mínútur en Gylfi fékk boltann aðeins 34 sinnum. 93 prósent sendinga Gylfa heppnuðust vissulega en aðeins tíu þeirra voru fram á völlinn og aðeins tvær þeirra voru á síðasta þriðjungi vallarins. Gylfi átti alls 49 færri heppnaðar sendingar en Billy Gilmour í leiknum eða 25 á móti 74. Það er rosalegur munur þegar báðir leikmenn eru að spila á nánast sama stað á vellinum. Hér fyrir neðan má sjá meira um tölur þeirra Billy Gilmour og Gylfi í leiknum.What a performance from Billy Gilmour on his first Premier League start ?? He topped the rankings for distance covered (12.4km), successful passes (74) and passes in opposition half (37) Deserved Man of the Match pic.twitter.com/eu8mqDQLsW — TEAMtalk (@TEAMtalk) March 8, 2020Gylfi Sigurdsson’s stats against Chelsea: Touches - 34 Attempted passes - 27 Successful passes - 25 Attempted forward passes - 10 Attempted attacking third passes - 2 Chances created - 0 Recoveries - 4 Attempted tackles - 2 Successful tackles - 0 Interceptions - 0#EFC#CHEEVE — EFC Statto (@EFC_Statto) March 8, 2020 Enski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson kom ekki vel út úr samanburðinum við Billy Gilmour í 4-0 skelli Everton á móti Chelsea á Stamford Bridge í gær. Billy Gilmour fékk frábæra dóma fyrir leik sinn á miðju Chelsea alveg eins og hann fékk í bikarsigrinum á Liverpool í síðustu viku. Það er óhætt að segja að þessi strákur hafi stimplað sig vel inn í sínum fyrstu leikjum fyrir aðallið Chelsea og það kepptust allir knattspyrnuspekingar við að hrósa honum í gær.Look at those stats from Billy Gilmour #MOTD2#CFCpic.twitter.com/3TBOxRIJ4h — Match of the Day (@BBCMOTD) March 8, 2020Gylfi Þór Sigurðsson fékk aftur á móti skelfilega dóma fyrir frammistöðu sína á miðju Everton og meðal annars falleinkunn hjá staðarblaðinu, Liverpool Echo. Gylfi hefur ekki fundið sig á þessu tímabili og hefur ekki skorað fyrir Everton síðan um miðjan október. Gylfi er alls með eitt mark og tvær stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en síðasta stoðsendingin hans kom í leik á móti Watford 2. janúar. Gylfi hefur reyndar átt þátt í fleiri mörkum en Englendingar eru mjög harðir að taka stoðsendingar af leikmönnum hafi boltinn viðkomu í mótherja á leið sinn til samherja. Gylfi var með fyrirliðaband Everton liðsins á Stamford Bridge og það kallaði líka á enn meiri gagnrýni hjá stuðningsmönnum og öðrum þegar honum gekk illa að komast í boltann. Gylfi var aftur á móti langt frá því að vera eini leikmaður Everton sem átti slakan leik. Það er samt ótrúlegt að bera saman tölfræði Billy Gilmour og Gylfa Þórs Sigurðssonar í þessum leik en þeir voru báðir að spila inn á miðjunni. Þarna voru á ferðinni leikmaður í fyrsta byrjunarleik sínum í ensku úrvalsdeildinni og leikmaður sem var að spila sinn 273. leik í ensku úrvalsdeildinni.Man of the Match, @ChelseaFC’s Billy Gilmour 91 touches 74 completed passes 37 passes in opposition half 92.5% passing accuracy 1st PL start, aged 18 years & 271 days pic.twitter.com/dTmXdwec6g — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) March 8, 2020Hinn átján ára gamli Gilmour kom nefnilega næstum þrisvar sinnum oftar við boltann en Gylfi í þessum leik og átti næstum því 50 fleiri heppnaðar sendingar. Billy Gilmour kom 91 sinni við boltann á þessum 90 mínútur en Gylfi fékk boltann aðeins 34 sinnum. 93 prósent sendinga Gylfa heppnuðust vissulega en aðeins tíu þeirra voru fram á völlinn og aðeins tvær þeirra voru á síðasta þriðjungi vallarins. Gylfi átti alls 49 færri heppnaðar sendingar en Billy Gilmour í leiknum eða 25 á móti 74. Það er rosalegur munur þegar báðir leikmenn eru að spila á nánast sama stað á vellinum. Hér fyrir neðan má sjá meira um tölur þeirra Billy Gilmour og Gylfi í leiknum.What a performance from Billy Gilmour on his first Premier League start ?? He topped the rankings for distance covered (12.4km), successful passes (74) and passes in opposition half (37) Deserved Man of the Match pic.twitter.com/eu8mqDQLsW — TEAMtalk (@TEAMtalk) March 8, 2020Gylfi Sigurdsson’s stats against Chelsea: Touches - 34 Attempted passes - 27 Successful passes - 25 Attempted forward passes - 10 Attempted attacking third passes - 2 Chances created - 0 Recoveries - 4 Attempted tackles - 2 Successful tackles - 0 Interceptions - 0#EFC#CHEEVE — EFC Statto (@EFC_Statto) March 8, 2020
Enski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira