Liverpool hjartað of stórt til að geta samið við Man Utd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2020 10:30 Emre Can fagnar marki með Liverpool. Getty/Robbie Jay Barratt Þýski knattspyrnumaðurinn Emre Can gat samið við Manchester United í janúar en gerði það ekki og fór frekar til Borussia Dortmund. Nú hefur hann sagt ástæðuna fyrir því að hann hafnaði tilboði United. Emre Can er nú 26 ára gamall en hann lék með Liverpool á árunum 2014 til 2018. Can fór frá Liverpool til Juventus en í haust kom fljótlega í ljós að hann væri ekki inn í myndinni hjá ítalska knattspyrnustjóranum Maurizio Sarri. Það var því orðið ljóst í janúar að Emre Can væri á förum frá Juventus og mörg lið höfðu áhuga á að semja við hann. Stór hluti þeirra spilar í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann skapaði sér nafn með Liverpool.Liverpool fans will love this https://t.co/HkoMWub499 — TEAMtalk (@TEAMtalk) March 9, 2020Tottenham og Arsenal voru meðal þeirra liða sem vildu fá Emre Can en hann sjálfur hefur nú sagt frá því að Manchester United vildi líka fá hann til sín. Emre Can ákvað hins vegar að fara til þýska liðsins Borussia Dortmund í staðinn. Hann kom í fyrstu á láni en Dortmund hefur nú keypt hann frá Juventus. „Ég vildi fara til félags þar sem ég get skilað mikilvægu hlutverki og þar sem menn þurfa á mér að halda. Þannig er þetta hjá Dortmund. Borussia hentar mér vel og öfugt,“ sagði Emre Can í viðtali við þýska blaðið Kicker.Can: "Ich hatte allein drei Angebote aus der Premier League" #BLhttps://t.co/bcLED25TYM — kicker | Bundesliga (@kicker_bl_li) March 8, 2020 „Mér stóðu til boða þrjú tilboð frá enskum félögum þar meðal eitt frá Manchester United. Ég hugsaði hins vegar ekki um það í eina sekúndu vegna fortíðar minnar hjá Liverpool,“ sagði Can og Liverpool hjartað er enn til staðar hjá honum. Emre Can hefur stimplað sig vel inn hjá Borussia Dortmund, byrjað síðustu fimm leiki og fjórir þeirra hafa unnist.Emre Can | "I had three Premier League offers alone, including one from Manchester United, but I didn’t think about that for a second because of my Liverpool past." https://t.co/Jsu1BxYLWR#mufc#lfc#bvb — Sport Witness (@Sport_Witness) March 9, 2020 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Þýski knattspyrnumaðurinn Emre Can gat samið við Manchester United í janúar en gerði það ekki og fór frekar til Borussia Dortmund. Nú hefur hann sagt ástæðuna fyrir því að hann hafnaði tilboði United. Emre Can er nú 26 ára gamall en hann lék með Liverpool á árunum 2014 til 2018. Can fór frá Liverpool til Juventus en í haust kom fljótlega í ljós að hann væri ekki inn í myndinni hjá ítalska knattspyrnustjóranum Maurizio Sarri. Það var því orðið ljóst í janúar að Emre Can væri á förum frá Juventus og mörg lið höfðu áhuga á að semja við hann. Stór hluti þeirra spilar í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann skapaði sér nafn með Liverpool.Liverpool fans will love this https://t.co/HkoMWub499 — TEAMtalk (@TEAMtalk) March 9, 2020Tottenham og Arsenal voru meðal þeirra liða sem vildu fá Emre Can en hann sjálfur hefur nú sagt frá því að Manchester United vildi líka fá hann til sín. Emre Can ákvað hins vegar að fara til þýska liðsins Borussia Dortmund í staðinn. Hann kom í fyrstu á láni en Dortmund hefur nú keypt hann frá Juventus. „Ég vildi fara til félags þar sem ég get skilað mikilvægu hlutverki og þar sem menn þurfa á mér að halda. Þannig er þetta hjá Dortmund. Borussia hentar mér vel og öfugt,“ sagði Emre Can í viðtali við þýska blaðið Kicker.Can: "Ich hatte allein drei Angebote aus der Premier League" #BLhttps://t.co/bcLED25TYM — kicker | Bundesliga (@kicker_bl_li) March 8, 2020 „Mér stóðu til boða þrjú tilboð frá enskum félögum þar meðal eitt frá Manchester United. Ég hugsaði hins vegar ekki um það í eina sekúndu vegna fortíðar minnar hjá Liverpool,“ sagði Can og Liverpool hjartað er enn til staðar hjá honum. Emre Can hefur stimplað sig vel inn hjá Borussia Dortmund, byrjað síðustu fimm leiki og fjórir þeirra hafa unnist.Emre Can | "I had three Premier League offers alone, including one from Manchester United, but I didn’t think about that for a second because of my Liverpool past." https://t.co/Jsu1BxYLWR#mufc#lfc#bvb — Sport Witness (@Sport_Witness) March 9, 2020
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti