Boeing kallar MAX-vélarnar nú nýju nafni Atli Ísleifsson skrifar 20. ágúst 2020 08:16 Frá tilraunaflugi Boeing 737-Max vélar í Seattle fyrr í sumar. Getty Í yfirlýsingu bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing vegna kaupa pólsks flugfélags á fjórum Max-vélum eru umræddar vélar kallaðar nýju nafni. Vélarnar, sem hafa gengið undir nafninu Boeing 737-Max, eru þar kallaðar Boeing 737-8, áður en tekið er fram að um Max-vélar sé að ræða. Í frétt Guardian segir að nýja nafnið hafi til þessa einungis verið notað innanhúss hjá Boeing, en nú virðist sem að Boeing ætli sér að nota Boeing 737-8 opinberlega. Í yfirlýsingunni greinir Boeing frá því að pólska flugfélagið Enter Air SA hafi ákveðið að fjárfesta í fjórum vélum með möguleika á kaupum á tveimur til viðbótar. Haft er eftir Grzegorz Polaniecki, forstjóra Enter Air, að nauðsynlegt sé að huga að framtíðinni og hafi flugfélagið ákveðið að kaupa fleiri 737-8 vélar. „ Í kjölfar þeirra ströngu prófana sem 737-Max vélarnar hafa gengist undir, er ég sannfærður um að þetta verði besta flugvélin í heimi næstu árin.“ Enn er ekki búið að gefa grænt ljós á að Max-vélarnar fari aftur í loftið, en þær voru allar kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys á skömmum tíma. Fórust alls 350 manns í slysunum - annars vegar í Indónesíu árið 2018 og hins vegar í Eþíópíu 2019. Í yfirlýsingu frá Boeing í síðustu viku kom fram að viðskiptavinir hafi afturkallað á fimmta hundrað pantana Max-véla. Boeing Bandaríkin Fréttir af flugi Pólland Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Í yfirlýsingu bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing vegna kaupa pólsks flugfélags á fjórum Max-vélum eru umræddar vélar kallaðar nýju nafni. Vélarnar, sem hafa gengið undir nafninu Boeing 737-Max, eru þar kallaðar Boeing 737-8, áður en tekið er fram að um Max-vélar sé að ræða. Í frétt Guardian segir að nýja nafnið hafi til þessa einungis verið notað innanhúss hjá Boeing, en nú virðist sem að Boeing ætli sér að nota Boeing 737-8 opinberlega. Í yfirlýsingunni greinir Boeing frá því að pólska flugfélagið Enter Air SA hafi ákveðið að fjárfesta í fjórum vélum með möguleika á kaupum á tveimur til viðbótar. Haft er eftir Grzegorz Polaniecki, forstjóra Enter Air, að nauðsynlegt sé að huga að framtíðinni og hafi flugfélagið ákveðið að kaupa fleiri 737-8 vélar. „ Í kjölfar þeirra ströngu prófana sem 737-Max vélarnar hafa gengist undir, er ég sannfærður um að þetta verði besta flugvélin í heimi næstu árin.“ Enn er ekki búið að gefa grænt ljós á að Max-vélarnar fari aftur í loftið, en þær voru allar kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys á skömmum tíma. Fórust alls 350 manns í slysunum - annars vegar í Indónesíu árið 2018 og hins vegar í Eþíópíu 2019. Í yfirlýsingu frá Boeing í síðustu viku kom fram að viðskiptavinir hafi afturkallað á fimmta hundrað pantana Max-véla.
Boeing Bandaríkin Fréttir af flugi Pólland Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira