Sagði það ekki góða tilfinningu að vita að hún væri lömuð fyrir neðan axlir Runólfur Trausti Þórhallsson og Svava Kristín Gretarsdóttir skrifa 19. ágúst 2020 19:00 Líf Berglindar Gunnarsdóttur, landsliðskonu í körfubolta og læknanema, tók óvænta stefnu í upphafi árs. Berglind var á leið í skíðaferð ásamt samnemendum sínum þegar rútan sem þau voru í fór af veginum með þeim afleiðingum að Berglind hlaut háls- og mænuskaða. Hin 27 ára gamla Berglind hefur allan sinn feril leikið með liði Snæfells frá Stykkishólmi. Hefur hún verið einn besti leikmaður landsins um árabil. Hefur hún unnið Íslandsmeistaratitilinn þrívegis ásamt því að hafa spilað fjöldan allan af landsleikjum. Berglind hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari.vísir/bára Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Berglindi um þessa skelfilegu upplifun, endurhæfinguna og þann stuðning sem hún hefur fengið í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. „Ég missti aldrei meðvitund í slysinu og ég finn bara hvað hefur gerst. Ég horfði á puttana mína og þeir hefðu allt eins getað verið þínir puttar eða einhvers annars. Það var engin tenging við líkamann. Þá vissi ég strax hvað hafði gerst,“ segir Berglind um slysið sjálft. „Á þessum tímapunkti er ekkert hægt að segja til um horfur eða hvers er hæft að vænta af endurhæfingu þannig í rauninni var þetta bara staðan eftir slys,“ segir hún einnig. „Vitandi það, og finnandi það að þú ert lömuð fyrir neðan axlir er aldrei góð tilfinning en jú hræðsla, ótti og allskonar tilfinningar í bland,“ svaraði Berglind aðspurð hvaða tilfinningar hefðu komið fyrst upp í hugann eftir slysið. Kórónufaraldurinn skall svo á er Berglind var í endurhæfingu á Grensás og segur hún einveruna hafa verið mikla á þeim tímapunkti. Hún telur að það hafi hjálpað sér að vera afrekskona í íþróttum í þessu erfiða ferli. „Ég gat fljótlega hreyft hægri hendina örlítið en svo man ég mjög vel þegar ég gat hreyft fingurna í fyrsta sinn, það var hægri þumallinn. Held ég hafi kallað á alla hjúkrunarfræðingana og sjúkraliðana að koma og sjá. Svo man ég mjög vel þegar ég hreyfði hægri stóru tánna. Það var mjög mikil gleði að vera búin að ná einhverri tengingu við fæturna.“ „Ég leit í rauninni á þetta verkefni eins og hver önnur íþróttameiðsl. Ég ætlaði bara að komast í gegnum þetta og ná sem mestum bata. Hugarfarið hjálpaði klárlega í þessari endurhæfingu.“ Þá hefur þetta einnig tekið verulega á andlega. „Ég er búin að halda mjög góðu hugarfari í gegnum allt ferlið en auðvitað eru sumir dagar erfiðari en aðrir.“ Bati Berglindar hefur verið magnaður en hún er farin að ganga í dag, sjö mánuðum eftir slysið. „Staðan er sú að ég nota tvær hækjur oftast þegar ég er úti, er farin að sleppa þeim svolítið heima. Þannig ég get gengið en hraðinn er ekki mikill og úthaldið enn þá minna,“ sagði Berglind og glotti. „Þetta er samt ekki búið, það er langur vegur framundan,“ sagði þessi magnaða íþróttakona að lokum. Berglind þakkar því fólki sem hefur staðið með henni í þessum erfiða ferli. Ætlaði hópur fólks að hlaupa til styrktar Berglindar í Reykjavíkur maraþoninu. Þar sem maraþonið var fellt niður vegna kórónufaraldursins er í pípunum sérstakt hlaup í Stykkishólmi, heimabæ Berglindar. Hægt er að styðja við bakið á Berglindi hér. Viðtalið í heildsinni má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Snæfell Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Líf Berglindar Gunnarsdóttur, landsliðskonu í körfubolta og læknanema, tók óvænta stefnu í upphafi árs. Berglind var á leið í skíðaferð ásamt samnemendum sínum þegar rútan sem þau voru í fór af veginum með þeim afleiðingum að Berglind hlaut háls- og mænuskaða. Hin 27 ára gamla Berglind hefur allan sinn feril leikið með liði Snæfells frá Stykkishólmi. Hefur hún verið einn besti leikmaður landsins um árabil. Hefur hún unnið Íslandsmeistaratitilinn þrívegis ásamt því að hafa spilað fjöldan allan af landsleikjum. Berglind hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari.vísir/bára Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Berglindi um þessa skelfilegu upplifun, endurhæfinguna og þann stuðning sem hún hefur fengið í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. „Ég missti aldrei meðvitund í slysinu og ég finn bara hvað hefur gerst. Ég horfði á puttana mína og þeir hefðu allt eins getað verið þínir puttar eða einhvers annars. Það var engin tenging við líkamann. Þá vissi ég strax hvað hafði gerst,“ segir Berglind um slysið sjálft. „Á þessum tímapunkti er ekkert hægt að segja til um horfur eða hvers er hæft að vænta af endurhæfingu þannig í rauninni var þetta bara staðan eftir slys,“ segir hún einnig. „Vitandi það, og finnandi það að þú ert lömuð fyrir neðan axlir er aldrei góð tilfinning en jú hræðsla, ótti og allskonar tilfinningar í bland,“ svaraði Berglind aðspurð hvaða tilfinningar hefðu komið fyrst upp í hugann eftir slysið. Kórónufaraldurinn skall svo á er Berglind var í endurhæfingu á Grensás og segur hún einveruna hafa verið mikla á þeim tímapunkti. Hún telur að það hafi hjálpað sér að vera afrekskona í íþróttum í þessu erfiða ferli. „Ég gat fljótlega hreyft hægri hendina örlítið en svo man ég mjög vel þegar ég gat hreyft fingurna í fyrsta sinn, það var hægri þumallinn. Held ég hafi kallað á alla hjúkrunarfræðingana og sjúkraliðana að koma og sjá. Svo man ég mjög vel þegar ég hreyfði hægri stóru tánna. Það var mjög mikil gleði að vera búin að ná einhverri tengingu við fæturna.“ „Ég leit í rauninni á þetta verkefni eins og hver önnur íþróttameiðsl. Ég ætlaði bara að komast í gegnum þetta og ná sem mestum bata. Hugarfarið hjálpaði klárlega í þessari endurhæfingu.“ Þá hefur þetta einnig tekið verulega á andlega. „Ég er búin að halda mjög góðu hugarfari í gegnum allt ferlið en auðvitað eru sumir dagar erfiðari en aðrir.“ Bati Berglindar hefur verið magnaður en hún er farin að ganga í dag, sjö mánuðum eftir slysið. „Staðan er sú að ég nota tvær hækjur oftast þegar ég er úti, er farin að sleppa þeim svolítið heima. Þannig ég get gengið en hraðinn er ekki mikill og úthaldið enn þá minna,“ sagði Berglind og glotti. „Þetta er samt ekki búið, það er langur vegur framundan,“ sagði þessi magnaða íþróttakona að lokum. Berglind þakkar því fólki sem hefur staðið með henni í þessum erfiða ferli. Ætlaði hópur fólks að hlaupa til styrktar Berglindar í Reykjavíkur maraþoninu. Þar sem maraþonið var fellt niður vegna kórónufaraldursins er í pípunum sérstakt hlaup í Stykkishólmi, heimabæ Berglindar. Hægt er að styðja við bakið á Berglindi hér. Viðtalið í heildsinni má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Snæfell Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira