Hlutfall ungs fólks meðal smitaðra eykst sífellt Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2020 07:52 Ungt fólk er að snúa aftur til skóla um þessi misseri. AP/Julia Wall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði við því í gær að ungt fólk væri nú að dreifa Covid-19 víða um heim. Fjöldi ungs fólks hafi smitast um heim allan en þau sýni heilt yfir minni einkenni en eldra fólk og eru því líklegri til að dreifa veirunni án þess að vera meðvituð um að þau beri hana. Sérfræðingar óttast að ástandið muni versna frekar með opnun skóla um þessi misseri. Takeshi Kasai, yfirmaður WHO fyrir vesturhluta Kyrrahafsins, sagði á blaðamannafundi í gær að heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar sem veldur Covid-19, væri að taka breytingum. „Fólk á þrítugs-, fertugs-, og fimmtugsaldri er að dreifa veirunni í meira magni,“ sagði Kasai á fundinum, samkvæmt frétt Washington Post. Til marks um það benti hann á tölur frá Ástralíu og Filippseyjum þar sem fólk undir fertugu er rúmlega helmingur þeirra sem hafa smitast. Í Japan er hlutfallið 65 prósent. Þetta er þveröfugt við undanfarna mánuði þar sem dreifing Covid-19 hefur að mestu verið meðal eldra fólks. Þessi breyting byrjaði að vera ljós í síðasta mánuði. Fyrr í þessum mánuði birti WHO greiningu á sex milljónum smitaðra sem sýndi að á milli 24. febrúar og 12. júlí jókst hlutfall fólks á aldrinum 15 til 24 ára úr 4,5 prósentum í fimmtán prósent. Sjá einnig: Breytt hegðun og ungt fólk að baki fjölgun smita Kasai sagði að þjóðarleiðtogar og ríkisstjórnir víða um heim þyrftu að reyna að tryggja að þessi dreifing nái ekki til viðkvæmra aðila eins og eldri borgara. Rúmlega 22 milljónir manna hafa smitast af Covid-19, svo vitað sé, og rúmlega 780 þúsund hafa dáið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði við því í gær að ungt fólk væri nú að dreifa Covid-19 víða um heim. Fjöldi ungs fólks hafi smitast um heim allan en þau sýni heilt yfir minni einkenni en eldra fólk og eru því líklegri til að dreifa veirunni án þess að vera meðvituð um að þau beri hana. Sérfræðingar óttast að ástandið muni versna frekar með opnun skóla um þessi misseri. Takeshi Kasai, yfirmaður WHO fyrir vesturhluta Kyrrahafsins, sagði á blaðamannafundi í gær að heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar sem veldur Covid-19, væri að taka breytingum. „Fólk á þrítugs-, fertugs-, og fimmtugsaldri er að dreifa veirunni í meira magni,“ sagði Kasai á fundinum, samkvæmt frétt Washington Post. Til marks um það benti hann á tölur frá Ástralíu og Filippseyjum þar sem fólk undir fertugu er rúmlega helmingur þeirra sem hafa smitast. Í Japan er hlutfallið 65 prósent. Þetta er þveröfugt við undanfarna mánuði þar sem dreifing Covid-19 hefur að mestu verið meðal eldra fólks. Þessi breyting byrjaði að vera ljós í síðasta mánuði. Fyrr í þessum mánuði birti WHO greiningu á sex milljónum smitaðra sem sýndi að á milli 24. febrúar og 12. júlí jókst hlutfall fólks á aldrinum 15 til 24 ára úr 4,5 prósentum í fimmtán prósent. Sjá einnig: Breytt hegðun og ungt fólk að baki fjölgun smita Kasai sagði að þjóðarleiðtogar og ríkisstjórnir víða um heim þyrftu að reyna að tryggja að þessi dreifing nái ekki til viðkvæmra aðila eins og eldri borgara. Rúmlega 22 milljónir manna hafa smitast af Covid-19, svo vitað sé, og rúmlega 780 þúsund hafa dáið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna