Umfjöllun: Celtic - KR 6-0 | KR sá aldrei til sólar í Skotlandi 18. ágúst 2020 20:47 KR átti aldrei möguleika gegn Celtic í kvöld. Ian MacNicol/Getty Images KR tapaði stórt gegn Celtic ytra í kvöld í forkeppni Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Lauk leiknum með 6-0 sigri heimamanna sem var síst of stór þó svo að Pálmi Rafn Pálmason hafi komið knettinum yfir línuna aðeins til að sjá flaggið á lofti. Heimamenn voru mikið mun betri aðilinn frá fyrstu mínútu og voru komnir yfir eftir aðeins sex mínútna leik. Markið full einfalt en miðvörðurinn Christopher Jullien lyfti boltanum þá úr öftustu línu yfir vörn KR-inga á Mohamed Elyounoussi – lánsmann frá Southampton – sem tók við knettinum á ferðinni, fór fram hjá Beiti Ólafssyni í marki KR og renndi honum í autt markið. Odsonne Edouard tvöfaldaði svo forystu heimamanna rúmum tíu mínútum síðar en Celtic spilaði sig vel upp hægra megin og Hatem Abd Elhamed gaf fyrir. Edouard náði skoti af stuttu færi sem hefði eflaust farið í belginn á Beiti ef ekki hefði verið fyrir Arnór Svein Aðalsteinsson. Fór tuðran af ristinni á miðverði KR og í netið. Staðan orðin 2-0 og leikurinn svo gott sem búinn. Odsonne Edouard átti góðan leik í fremstu víglínu hjá Celtic í kvöld.Ian MacNicol/Getty Images) Jullien skoraði svo þriðja mark heimamanna með skalla eftir hornspyrnu Ryan Christie þegar hálftími var liðinn. Celtic fékk hornið eftir góða sókn þar sem Kristinn Jónsson bjargaði með frábærri tæklingu. Eftir þriðja markið varði Beitir nokkrum sinnum áður en Kristján Flóki Finnbogason fékk eina alvöru færi KR-inga. Sending upp hægra megin og Kristján Flóki náði fínu skoti í fjærhornið en Vasilios Barkas varði vel í marki heimamanna. Það tó Celtic innan við mínútu að skora eftir að síðari hálfleikur hófst. Greg Taylor skallaði þá háloftabolta Elhamed í netið en Taylor var einn og óvaldaður á fjærstöng þegar Elhamed lyfti boltanum inn á teig. Edouard bætti við sínu öðru marki og fimmta marki heimamanna á 72. mínútu og var það líklega flottasta mark leiksins. Fór hann illa með Arnór Svein og Finn Orra Margeirsson í aðdraganda marksins áður en hann renndi knettinum fram hjá Beiti. Kristján Finnbogason og Rúnar Kristinsson þungir á brún er þeir horfðu á leik kvöldsins.Andrew Milligan/Getty Images KR-ingar sóttu þó í sig veðrið í síðari hálfleik og hélt Pálmi Rafn Pálmason að hann hefði skorað þegar skammt var til leiksloka er hann skallaði boltann í netið en Pálmi Rafn var aðeins fyrir innan og rangstaða dæmd. Skömu síðar komst Pablo Punyed í fínt færi en varnarmenn Celtic björguðu. Elyounoussi bætti svo við sjötta markinu þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma með góðu skoti af stuttu færi eftir sendingu Taylor frá vinstri. Lokatölur því 6-0 og KR dottið út úr Meistaradeild Evrópu. Liðið fer hins vegar í forkeppni Evrópudeildarinnar og verður spennandi að sjá hverjir mótherjar KR verða þar. Meistaradeild Evrópu KR Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Pablo eiginlega ekkert getað eftir að hann var settur í bakvörðinn í Árbænum“ Þorkell Máni Pétursson segir að stórleikurinn milli KR og Vals um næstu helgi gæti orðið lykilleikur í baráttunni um titilinn. Atli Viðar Björnsson setur spurningarmerki við spilamennsku KR. 18. ágúst 2020 13:30 „Erum pikkfastir í búblu hérna“ - Enn óvíst hvort KR fær undanþágu „Við erum algjörlega einangraðir hérna,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, en KR-ingar mæta Celtic í Glasgow í kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. ágúst 2020 11:32 „Himinn og haf“ á milli KR og Celtic Jim Bett segir að það sé frekar spurning um hve stór sigur Celtic gegn KR verður, heldur en hvort liðanna kemst áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 18. ágúst 2020 08:00
KR tapaði stórt gegn Celtic ytra í kvöld í forkeppni Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Lauk leiknum með 6-0 sigri heimamanna sem var síst of stór þó svo að Pálmi Rafn Pálmason hafi komið knettinum yfir línuna aðeins til að sjá flaggið á lofti. Heimamenn voru mikið mun betri aðilinn frá fyrstu mínútu og voru komnir yfir eftir aðeins sex mínútna leik. Markið full einfalt en miðvörðurinn Christopher Jullien lyfti boltanum þá úr öftustu línu yfir vörn KR-inga á Mohamed Elyounoussi – lánsmann frá Southampton – sem tók við knettinum á ferðinni, fór fram hjá Beiti Ólafssyni í marki KR og renndi honum í autt markið. Odsonne Edouard tvöfaldaði svo forystu heimamanna rúmum tíu mínútum síðar en Celtic spilaði sig vel upp hægra megin og Hatem Abd Elhamed gaf fyrir. Edouard náði skoti af stuttu færi sem hefði eflaust farið í belginn á Beiti ef ekki hefði verið fyrir Arnór Svein Aðalsteinsson. Fór tuðran af ristinni á miðverði KR og í netið. Staðan orðin 2-0 og leikurinn svo gott sem búinn. Odsonne Edouard átti góðan leik í fremstu víglínu hjá Celtic í kvöld.Ian MacNicol/Getty Images) Jullien skoraði svo þriðja mark heimamanna með skalla eftir hornspyrnu Ryan Christie þegar hálftími var liðinn. Celtic fékk hornið eftir góða sókn þar sem Kristinn Jónsson bjargaði með frábærri tæklingu. Eftir þriðja markið varði Beitir nokkrum sinnum áður en Kristján Flóki Finnbogason fékk eina alvöru færi KR-inga. Sending upp hægra megin og Kristján Flóki náði fínu skoti í fjærhornið en Vasilios Barkas varði vel í marki heimamanna. Það tó Celtic innan við mínútu að skora eftir að síðari hálfleikur hófst. Greg Taylor skallaði þá háloftabolta Elhamed í netið en Taylor var einn og óvaldaður á fjærstöng þegar Elhamed lyfti boltanum inn á teig. Edouard bætti við sínu öðru marki og fimmta marki heimamanna á 72. mínútu og var það líklega flottasta mark leiksins. Fór hann illa með Arnór Svein og Finn Orra Margeirsson í aðdraganda marksins áður en hann renndi knettinum fram hjá Beiti. Kristján Finnbogason og Rúnar Kristinsson þungir á brún er þeir horfðu á leik kvöldsins.Andrew Milligan/Getty Images KR-ingar sóttu þó í sig veðrið í síðari hálfleik og hélt Pálmi Rafn Pálmason að hann hefði skorað þegar skammt var til leiksloka er hann skallaði boltann í netið en Pálmi Rafn var aðeins fyrir innan og rangstaða dæmd. Skömu síðar komst Pablo Punyed í fínt færi en varnarmenn Celtic björguðu. Elyounoussi bætti svo við sjötta markinu þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma með góðu skoti af stuttu færi eftir sendingu Taylor frá vinstri. Lokatölur því 6-0 og KR dottið út úr Meistaradeild Evrópu. Liðið fer hins vegar í forkeppni Evrópudeildarinnar og verður spennandi að sjá hverjir mótherjar KR verða þar.
Meistaradeild Evrópu KR Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Pablo eiginlega ekkert getað eftir að hann var settur í bakvörðinn í Árbænum“ Þorkell Máni Pétursson segir að stórleikurinn milli KR og Vals um næstu helgi gæti orðið lykilleikur í baráttunni um titilinn. Atli Viðar Björnsson setur spurningarmerki við spilamennsku KR. 18. ágúst 2020 13:30 „Erum pikkfastir í búblu hérna“ - Enn óvíst hvort KR fær undanþágu „Við erum algjörlega einangraðir hérna,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, en KR-ingar mæta Celtic í Glasgow í kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. ágúst 2020 11:32 „Himinn og haf“ á milli KR og Celtic Jim Bett segir að það sé frekar spurning um hve stór sigur Celtic gegn KR verður, heldur en hvort liðanna kemst áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 18. ágúst 2020 08:00
„Pablo eiginlega ekkert getað eftir að hann var settur í bakvörðinn í Árbænum“ Þorkell Máni Pétursson segir að stórleikurinn milli KR og Vals um næstu helgi gæti orðið lykilleikur í baráttunni um titilinn. Atli Viðar Björnsson setur spurningarmerki við spilamennsku KR. 18. ágúst 2020 13:30
„Erum pikkfastir í búblu hérna“ - Enn óvíst hvort KR fær undanþágu „Við erum algjörlega einangraðir hérna,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, en KR-ingar mæta Celtic í Glasgow í kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. ágúst 2020 11:32
„Himinn og haf“ á milli KR og Celtic Jim Bett segir að það sé frekar spurning um hve stór sigur Celtic gegn KR verður, heldur en hvort liðanna kemst áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 18. ágúst 2020 08:00