Snorri segir að Halden hafi „klárlega verið óskamótherjinn“ Anton Ingi Leifsson skrifar 20. febrúar 2020 18:00 Snorri á hliðarlínunni í gær. vísir/bára Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með að dragast gegn norska liðinu Halden í 8-liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu. Dregið var í gær. Valur sló út Beykoz frá Tyrklandi um síðustu helgi en í fyrstu umferðinni slógu þeir út Bregenz frá Austurríki. Snorri Steinn var ánægður með sigurinn í Tyrklandi og segir að þetta hafi verið erfiðara en hann hafi búist við. „Ég veit ekki hversu stórt þetta er en þetta voru bara gríðarlega erfiðir leikir. Við spiluðum vel í báðum leikjunum og unnum þá báða með einu marki,“ sagði Snorri eftir sigur Vals á Fjölni í gær. „Tyrkirnir voru bara betri en ég átti von á. Þeir voru í betra formi og betur þjálfaðir en ég átti von á. Auðvitað átti ég von á að þetta yrði erfitt en að það þyrfti þessa frammistöðu til var ekki alveg eitthvað sem ég reiknaði með.“ „Þetta var bara ógeðslega erfitt og ég var mjög ánægður að hafa klárað þetta.“ Valsmenn drógust svo gegn norska liðinu Halden í næstu umferð og Snorri var himinlifandi með það enda gátu þeir þurft að ferðast mun lengri vegalengd. „Klárlega með voru þeir óska mótherjar, hvað fjarlægð varðar en sérstaklega fjárhagslega. Strákarnir hafa verið að safna fyrir þessu sjálfir þannig að þetta er jákvætt, án þess að ég hafi fengið einhverja verðhugmynd í þetta verkefni.“ Fyrri leikur Vals og Halden fer fram 21. eða 22. mars og sá síðari 28. eða 29. mars. „Enn aftur þá er þetta mjög verðugt verkefni. Ég geri ráð fyrir að öll þessi lið sem eru eftir séu lið sem geta farið alla leið. Ég er ekki byrjaður að skoða þessa Norðmenn en það er gaman að sjá hvar við stöndum gagnvart norsku liði,“ sagði Snorri. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn höndluðu mikla spennu í Tyrklandi Valsmenn eru komnir áfram í 8-liða úrslit Áskorendakeppni karla í handbolta eftir að hafa slegið Beykoz út í Tyrklandi með tveimur eins marks sigrum. 16. febrúar 2020 14:44 Valur með naumt forskot fyrir seinni leikinn Valsmenn unnu í dag tyrkneska liðið Beykoz í fyrri leik liðanna í Áskorendabikar karla í handbolta, 26-25. 15. febrúar 2020 15:27 Valsmenn fara til Noregs Valur mætir Halden frá Noregi í 8-liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu. 18. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með að dragast gegn norska liðinu Halden í 8-liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu. Dregið var í gær. Valur sló út Beykoz frá Tyrklandi um síðustu helgi en í fyrstu umferðinni slógu þeir út Bregenz frá Austurríki. Snorri Steinn var ánægður með sigurinn í Tyrklandi og segir að þetta hafi verið erfiðara en hann hafi búist við. „Ég veit ekki hversu stórt þetta er en þetta voru bara gríðarlega erfiðir leikir. Við spiluðum vel í báðum leikjunum og unnum þá báða með einu marki,“ sagði Snorri eftir sigur Vals á Fjölni í gær. „Tyrkirnir voru bara betri en ég átti von á. Þeir voru í betra formi og betur þjálfaðir en ég átti von á. Auðvitað átti ég von á að þetta yrði erfitt en að það þyrfti þessa frammistöðu til var ekki alveg eitthvað sem ég reiknaði með.“ „Þetta var bara ógeðslega erfitt og ég var mjög ánægður að hafa klárað þetta.“ Valsmenn drógust svo gegn norska liðinu Halden í næstu umferð og Snorri var himinlifandi með það enda gátu þeir þurft að ferðast mun lengri vegalengd. „Klárlega með voru þeir óska mótherjar, hvað fjarlægð varðar en sérstaklega fjárhagslega. Strákarnir hafa verið að safna fyrir þessu sjálfir þannig að þetta er jákvætt, án þess að ég hafi fengið einhverja verðhugmynd í þetta verkefni.“ Fyrri leikur Vals og Halden fer fram 21. eða 22. mars og sá síðari 28. eða 29. mars. „Enn aftur þá er þetta mjög verðugt verkefni. Ég geri ráð fyrir að öll þessi lið sem eru eftir séu lið sem geta farið alla leið. Ég er ekki byrjaður að skoða þessa Norðmenn en það er gaman að sjá hvar við stöndum gagnvart norsku liði,“ sagði Snorri.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn höndluðu mikla spennu í Tyrklandi Valsmenn eru komnir áfram í 8-liða úrslit Áskorendakeppni karla í handbolta eftir að hafa slegið Beykoz út í Tyrklandi með tveimur eins marks sigrum. 16. febrúar 2020 14:44 Valur með naumt forskot fyrir seinni leikinn Valsmenn unnu í dag tyrkneska liðið Beykoz í fyrri leik liðanna í Áskorendabikar karla í handbolta, 26-25. 15. febrúar 2020 15:27 Valsmenn fara til Noregs Valur mætir Halden frá Noregi í 8-liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu. 18. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Valsmenn höndluðu mikla spennu í Tyrklandi Valsmenn eru komnir áfram í 8-liða úrslit Áskorendakeppni karla í handbolta eftir að hafa slegið Beykoz út í Tyrklandi með tveimur eins marks sigrum. 16. febrúar 2020 14:44
Valur með naumt forskot fyrir seinni leikinn Valsmenn unnu í dag tyrkneska liðið Beykoz í fyrri leik liðanna í Áskorendabikar karla í handbolta, 26-25. 15. febrúar 2020 15:27
Valsmenn fara til Noregs Valur mætir Halden frá Noregi í 8-liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu. 18. febrúar 2020 10:14
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn