Sportpakkinn: Valsmenn hafa hækkað sig um tíu sæti síðan í október Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 15:00 Magnús Óli Magnússon og Stiven Tobar Valencia voru flottir í sigrinum á Fjölni í gær. Vísir/Bára Valsmenn héldu sigurgöngu sinni áfram í gærkvöldi og eru komnir upp í toppsæti Olís deildar karla eftir ellefu sigra í síðustu tólf deildarleikjum. Arnar Björnsson skoðaði sigurinn í gær og uppgang Hlíðarendaliðsins í töflunni frá því að liðið sat í 11. sætinu í október. Þegar Valur tapaði fyrir Haukum 12. október í 6. umferðinni var uppskeran aðeins þrjú stig af 12 mögulegum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Valur vann Fram í fyrstu umferðinni en tapaði síðan fjórum af næstu fimm leikjum, þar af þremur í röð með eins marks mun. Í gærkvöldi var botnlið Fjölnis í heimsókn í Origo-höllinni, Valsmenn voru nýkomnir úr Tyrklandsferð þar sem þeir tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum áskorendakeppninnar með tveimur sigrum á Beykoz.Valsmenn virkuðu þreyttir framan af leik gegn Fjölni sem hafði undirtökin lengst af í fyrri hálfleik. Þegar 10 mínútur voru til leikhlés var staðan 11-9 fyrir botnliðið. Þá breyttist leikurinn og Valur skoraði sjö mörk í röð og voru með fimm marka forystu, Fjölnir skoraði síðasta markið, staðan 16-12 í hálfleik. Í seinni hálfleik hafði Valur mikla yfirburði og jafnt og þétt breikkaði bilið milli liðanna. Valur vann að lokum 10 marka sigur, 33-23 og tóku í leiðinni 1. sætið af Haukum. Valur er með 26 stig, Haukar 25 og FH 24. Frá tapinu 12. október hefur Valur ekki tapað í deildinni. Valsmenn unnu 9 leiki í röð, gerðu jafntefli við Aftureldingu í 16. umferðinni og hafa bætt við tveimur sigrum síðan. Þrátt fyrir að liðið hafi selt Ými Örn Gíslason og meiðsli Finns Inga Stefánssonar hafa Valsmenn staðist áhlaup annarra liða. Magnús Óli Magnússon var markahæstur í gærkvöldi, skoraði 8 mörk. Anton Rúnarsson og StivenTobarValencia skoruðu 7 mörk hvor. Daníel Freyr Andrésson varði 14 skot í markinu. Bergur Elí Rúnarsson var markahæstur hjá Fjölni með 6 mörk. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um leikinn í gær með viðtölum við þjálfara liðanna. Klippa: Sportpakkinn: Valsmenn hafa hækkað sig um tíu sæti síðan í október Olís-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Sjá meira
Valsmenn héldu sigurgöngu sinni áfram í gærkvöldi og eru komnir upp í toppsæti Olís deildar karla eftir ellefu sigra í síðustu tólf deildarleikjum. Arnar Björnsson skoðaði sigurinn í gær og uppgang Hlíðarendaliðsins í töflunni frá því að liðið sat í 11. sætinu í október. Þegar Valur tapaði fyrir Haukum 12. október í 6. umferðinni var uppskeran aðeins þrjú stig af 12 mögulegum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Valur vann Fram í fyrstu umferðinni en tapaði síðan fjórum af næstu fimm leikjum, þar af þremur í röð með eins marks mun. Í gærkvöldi var botnlið Fjölnis í heimsókn í Origo-höllinni, Valsmenn voru nýkomnir úr Tyrklandsferð þar sem þeir tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum áskorendakeppninnar með tveimur sigrum á Beykoz.Valsmenn virkuðu þreyttir framan af leik gegn Fjölni sem hafði undirtökin lengst af í fyrri hálfleik. Þegar 10 mínútur voru til leikhlés var staðan 11-9 fyrir botnliðið. Þá breyttist leikurinn og Valur skoraði sjö mörk í röð og voru með fimm marka forystu, Fjölnir skoraði síðasta markið, staðan 16-12 í hálfleik. Í seinni hálfleik hafði Valur mikla yfirburði og jafnt og þétt breikkaði bilið milli liðanna. Valur vann að lokum 10 marka sigur, 33-23 og tóku í leiðinni 1. sætið af Haukum. Valur er með 26 stig, Haukar 25 og FH 24. Frá tapinu 12. október hefur Valur ekki tapað í deildinni. Valsmenn unnu 9 leiki í röð, gerðu jafntefli við Aftureldingu í 16. umferðinni og hafa bætt við tveimur sigrum síðan. Þrátt fyrir að liðið hafi selt Ými Örn Gíslason og meiðsli Finns Inga Stefánssonar hafa Valsmenn staðist áhlaup annarra liða. Magnús Óli Magnússon var markahæstur í gærkvöldi, skoraði 8 mörk. Anton Rúnarsson og StivenTobarValencia skoruðu 7 mörk hvor. Daníel Freyr Andrésson varði 14 skot í markinu. Bergur Elí Rúnarsson var markahæstur hjá Fjölni með 6 mörk. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um leikinn í gær með viðtölum við þjálfara liðanna. Klippa: Sportpakkinn: Valsmenn hafa hækkað sig um tíu sæti síðan í október
Olís-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti