Ýjaði að því að „gengið hefði verið fram af“ föður sem myrti fjölskyldu sína Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 14:29 Hannah Clarke, Rowan Baxter og börn þeirra, Laianah, Aaliyah og Trey. Facebook/Hannah Clarke Lögregla í Queensland í Ástralíu hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að ýja að því eiginkona manns, sem myrti hana og börn þeirra þrjú með hryllilegum hætti, hafi „gengið fram af“ honum og þannig knúið hann til að fremja morðið. Lögregla kveðst jafnframt hafa verið meðvituð um heimilisofbeldi af hálfu mannsins, auk þess sem skyldmenni hjónanna lýsa honum sem ofbeldismanni. Greint var frá því í gær að fjölskyldan hefði látist í eldsvoða í bíl í borginni Brisbane í gærmorgun. Strax var útlit fyrir að fjölskyldufaðirinn, fyrrverandi atvinnumaður í ruðningi að nafni Rowan Baxter, hefði framið morðið með því að hella bensíni yfir sig, konu sína og börn þeirra þrjú er þau sátu í bílnum og að því búnu borið eld að honum. Kona hans, Hannah Clarke, komst út úr bílnum en lést af sárum sínum á sjúkrahúsi. Börnin þrjú, Laianah, Aaliyah og Trey, létust inni í bifreiðinni. Þau voru fjögurra, sex og þriggja ára. Rowan lést einnig af sárum sínum. Hjónin slitu samvistum í fyrra og stóðu í forræðisdeilu yfir börnum sínum. Rannsaka málið „með opnum hug“ Nú hefur einnig komið fram að lögregla hafi ítrekað haft afskipti af hjónunum vegna heimilisofbeldis. Guardian hefur eftir Mark Thompson, yfirmanni rannsóknardeildar hjá lögreglu í Queensland, að Hönnuh hafi í nokkur skipti verið vísað til kvennaathvarfs í borginni. Þá hafi Rowan einnig verið bent á viðeigandi úrræði. Thompson kvað lögreglu jafnframt myndu rannsaka málið „með opnum hug“, og þá einkum með tilliti til ástæðu Rowans að baki morðinu. „Er um að ræða konu sem varð fyrir miklu heimilisofbeldi, og hún og börn hennar falla fyrir hendi eiginmanns hennar, eða er um að ræða eiginmann, sem ýtt var fram af brúninni vegna vandamála sem hann glímir við undir vissum kringumstæðum og [hann knúinn] til að fremja verknað af þessu tagi?“ sagði Thompson. Þessi ummæli hafa vakið mikla reiði meðal baráttufólks gegn heimilisofbeldi og þau sögð sýna fram á uggvænlegt viðhorf yfirvalda til kynbundins ofbeldis. Lögregla þykir með þessum málflutningi sínum hafa gefið sterklega í skyn að eiginkona Rowans beri, í það minnsta að hluta til, ábyrgð á morðinu. „[…] það, að mínu mati, vekur upp áleitnar spurningar um það hvort þau [lögreglan] hafi tekið ógninni við öryggi hennar nógu alvarlega,“ hefur Guardian eftir Renee Eaves, sem starfað hefur fyrir samtök gegn heimilisofbeldi í Queensland og aðstoðað þolendur í samskiptum sínum við lögreglu. Syrgjendur minnast Hönnuh og barnanna í grennd við vettvang morðsins í Brisbane.EPA/Dan peled Komið hefur fram að Rowan hafi flúið með eitt barnanna úr Queensland í óþökk Hönnuh fyrir nokkrum mánuðum. Lögreglu var tilkynnt um málið á sínum tíma, samkvæmt dagblaðinu Courier Mail. Þá hefur Stacey Roberts, systir Hönnuh, tjáð fjölmiðlum að fjölskylda þeirra hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga Hönnuh frá „skrímslinu“ Rowan. Fjölskyldumeðlimir bæði Rowans og Hönnuh hafa lýst því að sá fyrrnefndi hafi verið ofbeldisfullur og stjórnsamur í garð konu sinnar. Frekari stoðum er rennt undir þetta í skilaboðum á milli Hönnuh og konu sem tengist Rowan fjölskylduböndum, sem Courier Mail birti á vef sínum. Skilaboðin eru frá því skömmu fyrir áramót og í þeim fullvissar konan Hönnuh að það hafi verið rétt ákvörðun að skilja við Rowan. „Ég er örugg, ég er hjá foreldrum mínum sem eru mjög, mjög eðlileg. Ég er bara svo ánægð með að hafa sloppið. Og ég er svo ánægð með að þú hafir haft samband,“ skrifar Hannah til konunnar. Ástralía Tengdar fréttir Skelfilegur eldsvoði í Ástralíu Þrjú börn undir tíu ára aldri og faðir þeirra eru dáin eftir eldsvoða í bíl fjölskyldunnar í Ástralíu í morgun. 19. febrúar 2020 07:17 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira
Lögregla í Queensland í Ástralíu hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að ýja að því eiginkona manns, sem myrti hana og börn þeirra þrjú með hryllilegum hætti, hafi „gengið fram af“ honum og þannig knúið hann til að fremja morðið. Lögregla kveðst jafnframt hafa verið meðvituð um heimilisofbeldi af hálfu mannsins, auk þess sem skyldmenni hjónanna lýsa honum sem ofbeldismanni. Greint var frá því í gær að fjölskyldan hefði látist í eldsvoða í bíl í borginni Brisbane í gærmorgun. Strax var útlit fyrir að fjölskyldufaðirinn, fyrrverandi atvinnumaður í ruðningi að nafni Rowan Baxter, hefði framið morðið með því að hella bensíni yfir sig, konu sína og börn þeirra þrjú er þau sátu í bílnum og að því búnu borið eld að honum. Kona hans, Hannah Clarke, komst út úr bílnum en lést af sárum sínum á sjúkrahúsi. Börnin þrjú, Laianah, Aaliyah og Trey, létust inni í bifreiðinni. Þau voru fjögurra, sex og þriggja ára. Rowan lést einnig af sárum sínum. Hjónin slitu samvistum í fyrra og stóðu í forræðisdeilu yfir börnum sínum. Rannsaka málið „með opnum hug“ Nú hefur einnig komið fram að lögregla hafi ítrekað haft afskipti af hjónunum vegna heimilisofbeldis. Guardian hefur eftir Mark Thompson, yfirmanni rannsóknardeildar hjá lögreglu í Queensland, að Hönnuh hafi í nokkur skipti verið vísað til kvennaathvarfs í borginni. Þá hafi Rowan einnig verið bent á viðeigandi úrræði. Thompson kvað lögreglu jafnframt myndu rannsaka málið „með opnum hug“, og þá einkum með tilliti til ástæðu Rowans að baki morðinu. „Er um að ræða konu sem varð fyrir miklu heimilisofbeldi, og hún og börn hennar falla fyrir hendi eiginmanns hennar, eða er um að ræða eiginmann, sem ýtt var fram af brúninni vegna vandamála sem hann glímir við undir vissum kringumstæðum og [hann knúinn] til að fremja verknað af þessu tagi?“ sagði Thompson. Þessi ummæli hafa vakið mikla reiði meðal baráttufólks gegn heimilisofbeldi og þau sögð sýna fram á uggvænlegt viðhorf yfirvalda til kynbundins ofbeldis. Lögregla þykir með þessum málflutningi sínum hafa gefið sterklega í skyn að eiginkona Rowans beri, í það minnsta að hluta til, ábyrgð á morðinu. „[…] það, að mínu mati, vekur upp áleitnar spurningar um það hvort þau [lögreglan] hafi tekið ógninni við öryggi hennar nógu alvarlega,“ hefur Guardian eftir Renee Eaves, sem starfað hefur fyrir samtök gegn heimilisofbeldi í Queensland og aðstoðað þolendur í samskiptum sínum við lögreglu. Syrgjendur minnast Hönnuh og barnanna í grennd við vettvang morðsins í Brisbane.EPA/Dan peled Komið hefur fram að Rowan hafi flúið með eitt barnanna úr Queensland í óþökk Hönnuh fyrir nokkrum mánuðum. Lögreglu var tilkynnt um málið á sínum tíma, samkvæmt dagblaðinu Courier Mail. Þá hefur Stacey Roberts, systir Hönnuh, tjáð fjölmiðlum að fjölskylda þeirra hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga Hönnuh frá „skrímslinu“ Rowan. Fjölskyldumeðlimir bæði Rowans og Hönnuh hafa lýst því að sá fyrrnefndi hafi verið ofbeldisfullur og stjórnsamur í garð konu sinnar. Frekari stoðum er rennt undir þetta í skilaboðum á milli Hönnuh og konu sem tengist Rowan fjölskylduböndum, sem Courier Mail birti á vef sínum. Skilaboðin eru frá því skömmu fyrir áramót og í þeim fullvissar konan Hönnuh að það hafi verið rétt ákvörðun að skilja við Rowan. „Ég er örugg, ég er hjá foreldrum mínum sem eru mjög, mjög eðlileg. Ég er bara svo ánægð með að hafa sloppið. Og ég er svo ánægð með að þú hafir haft samband,“ skrifar Hannah til konunnar.
Ástralía Tengdar fréttir Skelfilegur eldsvoði í Ástralíu Þrjú börn undir tíu ára aldri og faðir þeirra eru dáin eftir eldsvoða í bíl fjölskyldunnar í Ástralíu í morgun. 19. febrúar 2020 07:17 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira
Skelfilegur eldsvoði í Ástralíu Þrjú börn undir tíu ára aldri og faðir þeirra eru dáin eftir eldsvoða í bíl fjölskyldunnar í Ástralíu í morgun. 19. febrúar 2020 07:17