Samanlagt tjón RARIK og Landsnets tæpar 800 milljónir króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 15:15 Fjöldi rafmagnsstaura brotnaði á Norðurlandi í óveðrinu sem þar gekk yfir í desember. vísir/egill Tjón RARIK vegna annars vegar óveðursins í desember og hins vegar óveðursins síðastliðinn föstudag nemur samtals um 300 milljónum króna. Tjón Landsnets vegna óveðursins í desember hleypur á 350 til 400 milljónum króna en tjón fyrirtækisins vegna lægðagangs og storma í janúar og febrúar nemur alls um 80 milljónum króna. Samanlagt tjón fyrirtækjanna nemur því um 780 milljónum króna. Á Sprengisandi á Bylgjunni um helgina ræddu þeir Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs Landsnets, og Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, það tjón sem fyrirtækin hafa orðið fyrir í lægðum vetrarins. Eins og flestum er eflaust í fersku minni gekk mikið óveður yfir landið 10. og 11. desember síðastliðinn sem olli miklu tjóni á raforkukerfinu. Fjöldi heimila og fyrirtækja voru þannig rafmagnslaus dögum saman. Tjón fyrirtækjanna vegna veðursins í desember er töluvert. „Hjá Landsneti erum við búin að skjóta á það. Viðgerðarkostnaður og með díselvélakeyrslu þá er það svona á bilinu 350 til 400 milljónir,“ sagði Nils. „Hjá okkur voru þetta svona um 200 milljónir. En að hluta til erum við að fresta því að fara í viðgerðir og erum að flýta fjárfestingum á þessu ári. Það var ákveðið að flýta fjárfestingum á Norðurlandi um 230 milljónir og taka þá stóran hluta af því sem fór verst í desember í jarðstrengi. Það er reyndar búið að leggja eitthvað, við munum halda áfram að leggja eftir því sem hægt er í vetur og síðan í sumar,“ sagði Tryggvi. Heildartjón RARIK og Landsnets vegna óveðursins í desember er því um 600 milljónir króna. Í óveðrinu sem varð síðan síðastliðinn föstudag var tjón RARIK tæplega 100 milljónir króna að því er Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá RARIK, greindi frá í samtali við RÚV. Alls urðu 5.600 heimili og fyrirtæki rafmagnslaus en um 100 rafmagnsstaurar brotnuðu í storminum. Til samanburðar brotnuðu 140 staurar RARIK í óveðrinu í desember. Vísir sendi fyrirspurn til Landsnets og spurði út í tjón fyrirtækisins vegna óveðursins síðastliðinn föstudag. Í svari frá Steinunni Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets, kemur fram að búið sé að taka kostnaðinn vegna viðgerða á flutningsvirkjum gróflega saman fyrir bæði janúar og febrúar. Kostnaðurinn í janúar var 30 milljónir króna og nú í febrúar er hann kominn upp í 50 milljónir króna. Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Tjón RARIK vegna annars vegar óveðursins í desember og hins vegar óveðursins síðastliðinn föstudag nemur samtals um 300 milljónum króna. Tjón Landsnets vegna óveðursins í desember hleypur á 350 til 400 milljónum króna en tjón fyrirtækisins vegna lægðagangs og storma í janúar og febrúar nemur alls um 80 milljónum króna. Samanlagt tjón fyrirtækjanna nemur því um 780 milljónum króna. Á Sprengisandi á Bylgjunni um helgina ræddu þeir Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs Landsnets, og Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, það tjón sem fyrirtækin hafa orðið fyrir í lægðum vetrarins. Eins og flestum er eflaust í fersku minni gekk mikið óveður yfir landið 10. og 11. desember síðastliðinn sem olli miklu tjóni á raforkukerfinu. Fjöldi heimila og fyrirtækja voru þannig rafmagnslaus dögum saman. Tjón fyrirtækjanna vegna veðursins í desember er töluvert. „Hjá Landsneti erum við búin að skjóta á það. Viðgerðarkostnaður og með díselvélakeyrslu þá er það svona á bilinu 350 til 400 milljónir,“ sagði Nils. „Hjá okkur voru þetta svona um 200 milljónir. En að hluta til erum við að fresta því að fara í viðgerðir og erum að flýta fjárfestingum á þessu ári. Það var ákveðið að flýta fjárfestingum á Norðurlandi um 230 milljónir og taka þá stóran hluta af því sem fór verst í desember í jarðstrengi. Það er reyndar búið að leggja eitthvað, við munum halda áfram að leggja eftir því sem hægt er í vetur og síðan í sumar,“ sagði Tryggvi. Heildartjón RARIK og Landsnets vegna óveðursins í desember er því um 600 milljónir króna. Í óveðrinu sem varð síðan síðastliðinn föstudag var tjón RARIK tæplega 100 milljónir króna að því er Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá RARIK, greindi frá í samtali við RÚV. Alls urðu 5.600 heimili og fyrirtæki rafmagnslaus en um 100 rafmagnsstaurar brotnuðu í storminum. Til samanburðar brotnuðu 140 staurar RARIK í óveðrinu í desember. Vísir sendi fyrirspurn til Landsnets og spurði út í tjón fyrirtækisins vegna óveðursins síðastliðinn föstudag. Í svari frá Steinunni Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets, kemur fram að búið sé að taka kostnaðinn vegna viðgerða á flutningsvirkjum gróflega saman fyrir bæði janúar og febrúar. Kostnaðurinn í janúar var 30 milljónir króna og nú í febrúar er hann kominn upp í 50 milljónir króna.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira