Laun yfirmanna hjá lögreglunni hækkuðu um 48% með samkomulagi Haraldar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 18:17 Haraldur Johannessen gerði samkomulagið ekki svo löngu áður en hann lét af embætti ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali með samningi sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við umrædda starfsmenn embættisins. Samkomulagið felur jafnframt í sér aukin lífeyrisréttindi. Alls leiðir samkomulag ríkislögreglustjóra til 309 milljóna króna hækkunar lífeyrisskuldbindinga sem er um 55% hlutfallsleg hækkun. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins. Í samtali við fréttastofu í desember sagðist Ólafur vilja vita hvaða heimildir forstöðumenn ríkisstofnanna hafi til að stofna til aukinna skuldbindinga fyrir stofnanir á borð við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, LSR.Sjá einnig: Óskar svara vegna samkomulags ríkislögreglustjóra við tólf stjórnendur hjá embættinu Samkvæmt svari ráðherra fór meðaltal fastra mánaðarlauna fyrir dagvinnu yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjóna úr 672 þúsund krónum upp í 986 þúsund krónum með samkomulaginu. Þannig nemur meðaltalshækkun fasts dagvinnukaups 314 þúsund krónum sem gerir 48% hækkun. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, vildi vita hvaða heimildir forstöðumenn ríkisstofnanna hafi til að taka ákvarðanir sem leiði af sér nýjar fjárhagslegar skuldbindingar.Vísir/Vilhelm Ólafur spurði jafnframt hvort breytt samsetning heildarlauna ríkisstarfsmanna, á borð við þá breytingu sem ríkislögreglustjóri samdi um við umrædda aðstoðar- og yfirlögregluþjóna, leiði til hækkunar lífeyris þeirra í B-deild LSR. Í svari ráðherra segir að hækkun grunnlauna hafi það í för með sér hækkun lífeyris. Falli breytingin hins vegar til innan árs fyrir upphaf lífeyristöku beri launagreiðandi sjálfur ábyrgð á auknum skuldbindingum en ekki lífeyrissjóðurinn. „Gera má ráð fyrir því að þeir starfsmenn sem samkomulagið tekur til hefji lífeyristöku að minnsta kosti ári síðar að einum starfsmanni frátöldum,“ segir í svarinu. Auknar skuldbindingar bitna á ríkissjóði Alls leiðir samkomulag ríkislögreglustjóra til 309 milljóna króna hækkunar lífeyrisskuldbindinga hjá B-deild LSR sem er um 55% hlutfallsleg hækkun. Því til viðbótar ber embætti ríkislögreglustjóra sjálft kostnað upp á 51 milljón og embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum 66 milljónir. „Samningarnir hafa aðeins áhrif á umrædda starfsmenn og þá sem gegnt hafa sama starfi, eða eiga eftir að gegna því, og taka lífeyri samkvæmt svonefndri eftirmannsreglu,“ samkvæmt lögum að því er segir í svarinu, en gildir ekki um aðra. Athygli vekur að hækkun lífeyrisskuldbindinga leiðir ekki til skerðingar á framlögum til embættis ríkislögreglustjóra heldur færist hann sem halli á skuldbindingum B-deildar LSR sem ríkissjóður þarf á endanum að fjármagna. Alls skrifuðu tveir yfirlögregluþjónar og sjö aðstoðaryfirlögregluþjónar undir samkomulagið. Einn aðstoðaryfirlögregluþjónn lét af störfum í lok síðasta árs og ber embætti ríkislögreglustjóra því kostnaðinn af auknum lífeyrisskuldbindingum í því tilfelli. Þá gerði lögreglustjórinn á Suðurnesjum einnig samkomulag við sem lét af störfum vegna aldurs í lok október á síðasta ári og ber embættið kostnað vegna þeirra skuldbindinga. Alþingi Kjaramál Lífeyrissjóðir Lögreglan Stjórnsýsla Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali með samningi sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við umrædda starfsmenn embættisins. Samkomulagið felur jafnframt í sér aukin lífeyrisréttindi. Alls leiðir samkomulag ríkislögreglustjóra til 309 milljóna króna hækkunar lífeyrisskuldbindinga sem er um 55% hlutfallsleg hækkun. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins. Í samtali við fréttastofu í desember sagðist Ólafur vilja vita hvaða heimildir forstöðumenn ríkisstofnanna hafi til að stofna til aukinna skuldbindinga fyrir stofnanir á borð við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, LSR.Sjá einnig: Óskar svara vegna samkomulags ríkislögreglustjóra við tólf stjórnendur hjá embættinu Samkvæmt svari ráðherra fór meðaltal fastra mánaðarlauna fyrir dagvinnu yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjóna úr 672 þúsund krónum upp í 986 þúsund krónum með samkomulaginu. Þannig nemur meðaltalshækkun fasts dagvinnukaups 314 þúsund krónum sem gerir 48% hækkun. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, vildi vita hvaða heimildir forstöðumenn ríkisstofnanna hafi til að taka ákvarðanir sem leiði af sér nýjar fjárhagslegar skuldbindingar.Vísir/Vilhelm Ólafur spurði jafnframt hvort breytt samsetning heildarlauna ríkisstarfsmanna, á borð við þá breytingu sem ríkislögreglustjóri samdi um við umrædda aðstoðar- og yfirlögregluþjóna, leiði til hækkunar lífeyris þeirra í B-deild LSR. Í svari ráðherra segir að hækkun grunnlauna hafi það í för með sér hækkun lífeyris. Falli breytingin hins vegar til innan árs fyrir upphaf lífeyristöku beri launagreiðandi sjálfur ábyrgð á auknum skuldbindingum en ekki lífeyrissjóðurinn. „Gera má ráð fyrir því að þeir starfsmenn sem samkomulagið tekur til hefji lífeyristöku að minnsta kosti ári síðar að einum starfsmanni frátöldum,“ segir í svarinu. Auknar skuldbindingar bitna á ríkissjóði Alls leiðir samkomulag ríkislögreglustjóra til 309 milljóna króna hækkunar lífeyrisskuldbindinga hjá B-deild LSR sem er um 55% hlutfallsleg hækkun. Því til viðbótar ber embætti ríkislögreglustjóra sjálft kostnað upp á 51 milljón og embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum 66 milljónir. „Samningarnir hafa aðeins áhrif á umrædda starfsmenn og þá sem gegnt hafa sama starfi, eða eiga eftir að gegna því, og taka lífeyri samkvæmt svonefndri eftirmannsreglu,“ samkvæmt lögum að því er segir í svarinu, en gildir ekki um aðra. Athygli vekur að hækkun lífeyrisskuldbindinga leiðir ekki til skerðingar á framlögum til embættis ríkislögreglustjóra heldur færist hann sem halli á skuldbindingum B-deildar LSR sem ríkissjóður þarf á endanum að fjármagna. Alls skrifuðu tveir yfirlögregluþjónar og sjö aðstoðaryfirlögregluþjónar undir samkomulagið. Einn aðstoðaryfirlögregluþjónn lét af störfum í lok síðasta árs og ber embætti ríkislögreglustjóra því kostnaðinn af auknum lífeyrisskuldbindingum í því tilfelli. Þá gerði lögreglustjórinn á Suðurnesjum einnig samkomulag við sem lét af störfum vegna aldurs í lok október á síðasta ári og ber embættið kostnað vegna þeirra skuldbindinga.
Alþingi Kjaramál Lífeyrissjóðir Lögreglan Stjórnsýsla Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira