Óskar svara vegna samkomulags ríkislögreglustjóra við tólf stjórnendur hjá embættinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. desember 2019 09:00 Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, vill vita hvaða heimildir forstöðumenn ríkisstofnanna hafi til að taka ákvarðanir sem leiði af sér nýjar fjárhagslegar skuldbindingar. Vísir/Vilhelm Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur óskað eftir svörum frá fjármála- og efnahagsráðherra vegna samnings sem gerður var við tólf aðstoðar- og yfirlögregluþjóna hjá embætti ríkislögreglustjóra sem meðal annars felur í sér betri kjör á borð við aukin lífeyrisréttindi. „Það var forstöðumaður ríkisstofnunar sem breytti samsetningu heildarlauna hjá tilteknum starfsmönnum, þetta var ekki spurning um fjárhæðina heildarlaunanna heldur hvernig þau eru sett saman,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu.Rúv greindi frá því um miðjan október að tólf aðstoðar- og yfirlögregluþjónum hafi verið boðinn samningur sem tryggi þeim betri kjör. Meðal þess sem felist í samkomulaginu sé að fimmtíu yfirvinnustundir færist inn í föst mánaðarlaun þeirra starfsmanna sem um ræðir en með því aukist lífeyrisréttindi þeirra sem greiði iðgjöld í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.Sjá einnig: Bjóða betri kjör fyrir æðstu stjórnendur hjá ríkislögreglustjóraÍ fyrirspurn Ólafs sem dreift var á Alþingi í síðustu viku er óskað eftir svörum fjármála- og efnahagsráðherra við því hvort breytt samsetning heildarlauna ríkisstarfsmanna í B-deild LSR, á borð við þá sem ríkislögreglustjóri er sagður hafa samið um, leiði til hækkunar lífeyris þeirra starfsmanna sem í hlut eiga. Fyrirspurn Ólafs er í sex liðum en hann vill meðal annars fá svör við því hvort að ráðherra telji forstöðumenn ríkisstofnana eigi að geta lagt frjálst mat á það hverjir af starfsmönnum ríkisins fái notið aukinna lífeyrisréttinda. „Það kemur sem sagt fram að þetta muni hafa áhrif á lífeyrisgreiðslur og þar með er spurningin þessi; hvaða heimildir hafa forstöðumenn ríkisstofnanna til þess að taka ákvarðanir sem að leiða af sér nýjar skuldbindingar, fjárhagslegar skuldbindingar, fyrir stofnun eins og Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna?“ segir Ólafur. Hann vilji vita hvaða heimildir forstöðumenn á borð við ríkislögreglustjóra hafi í þessum efnum og forstöðumenn hvaða ríkisstofnanna hafi slíkar heimildir. „Ég er ekki með neinar slíkar tilgátur,“ segir Ólafur, spurður hvort hann telji að þarna kunni eitthvað ekki að standast lög. „Ég bara vænti þess að fá góð og greið svör við þessum spurningum,“ bætir hann við. „Ég ítreka það að þetta er eitt af því sem að er lykilþáttur í starfsemi Alþingis, alþingismanna, að hafa virkt eftirlitshlutverk með ákvörðunum á vettvangi framkvæmdavaldsins.“ Alþingi Kjaramál Lögreglan Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur óskað eftir svörum frá fjármála- og efnahagsráðherra vegna samnings sem gerður var við tólf aðstoðar- og yfirlögregluþjóna hjá embætti ríkislögreglustjóra sem meðal annars felur í sér betri kjör á borð við aukin lífeyrisréttindi. „Það var forstöðumaður ríkisstofnunar sem breytti samsetningu heildarlauna hjá tilteknum starfsmönnum, þetta var ekki spurning um fjárhæðina heildarlaunanna heldur hvernig þau eru sett saman,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu.Rúv greindi frá því um miðjan október að tólf aðstoðar- og yfirlögregluþjónum hafi verið boðinn samningur sem tryggi þeim betri kjör. Meðal þess sem felist í samkomulaginu sé að fimmtíu yfirvinnustundir færist inn í föst mánaðarlaun þeirra starfsmanna sem um ræðir en með því aukist lífeyrisréttindi þeirra sem greiði iðgjöld í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.Sjá einnig: Bjóða betri kjör fyrir æðstu stjórnendur hjá ríkislögreglustjóraÍ fyrirspurn Ólafs sem dreift var á Alþingi í síðustu viku er óskað eftir svörum fjármála- og efnahagsráðherra við því hvort breytt samsetning heildarlauna ríkisstarfsmanna í B-deild LSR, á borð við þá sem ríkislögreglustjóri er sagður hafa samið um, leiði til hækkunar lífeyris þeirra starfsmanna sem í hlut eiga. Fyrirspurn Ólafs er í sex liðum en hann vill meðal annars fá svör við því hvort að ráðherra telji forstöðumenn ríkisstofnana eigi að geta lagt frjálst mat á það hverjir af starfsmönnum ríkisins fái notið aukinna lífeyrisréttinda. „Það kemur sem sagt fram að þetta muni hafa áhrif á lífeyrisgreiðslur og þar með er spurningin þessi; hvaða heimildir hafa forstöðumenn ríkisstofnanna til þess að taka ákvarðanir sem að leiða af sér nýjar skuldbindingar, fjárhagslegar skuldbindingar, fyrir stofnun eins og Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna?“ segir Ólafur. Hann vilji vita hvaða heimildir forstöðumenn á borð við ríkislögreglustjóra hafi í þessum efnum og forstöðumenn hvaða ríkisstofnanna hafi slíkar heimildir. „Ég er ekki með neinar slíkar tilgátur,“ segir Ólafur, spurður hvort hann telji að þarna kunni eitthvað ekki að standast lög. „Ég bara vænti þess að fá góð og greið svör við þessum spurningum,“ bætir hann við. „Ég ítreka það að þetta er eitt af því sem að er lykilþáttur í starfsemi Alþingis, alþingismanna, að hafa virkt eftirlitshlutverk með ákvörðunum á vettvangi framkvæmdavaldsins.“
Alþingi Kjaramál Lögreglan Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira