Rannsaka helsta keppinaut Netanjahú rétt fyrir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2020 20:15 Ekki liggur fyrir hvort að Benny Gantz liggi sjálfur undir grun í málinu sem saksóknarar rannsaka nú. AP/Sebastian Scheiner Saksóknarar í Ísrael tilkynntu í dag að þeir ætluðu að hefja sakamálarannsókn á sprotafyrirtæki sem Benny Gantz, helsti keppinautur Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra, stofnaði. Þeir vilja ekki segja hvort að Gantz sé sjálfur til rannsóknar. Innan við tvær vikur eru þar til þingkosningar fara fram í landinu en Netanjahú stendur sjálfur frammi fyrir réttarhöldum vegna spillingarmáls. Blái og hvíti flokkur Gantz hefur stillt sér upp sem heiðarlegum flokki gegn spillingu Netanjahú og flokks hans. Tilkynning saksóknaranna þykir líkleg til að hrista upp í kosningabaráttunni sem hefur verið heiftúðug, að sögn AP-fréttastofunnar. Málið varðar Fimmtu víddina, tölvuöryggisfyrirtæki sem Gantz stofnaði eftir að hann lét af störfum hjá ísraelska hernum. Fjármálastjóri ríkisstjórnarinnar telur að lögreglan gæti hafa brotið lög um opinber innkaup þegar hún veitti fyrirtækinu milljóna dollara samning án útboðs. Fyrirtækið varð síðar gjaldþrota. Gantz hefur ekki tjáð sig um tilkynningu saksóknaranna en sagði fyrr í dag að hann hefði enga glæpi framið. Gaf hann í skyn að möguleg rannsókn á honum væri tilkomin vegna pólitísks þrýstings. Kosningarnar sem fara fram 2. mars eru þær þriðju á innan við ári þar sem enginn flokkur hefur fengið afgerandi umboð til myndunar ríkisstjórnar. Skoðanakannanir benda til þess að úrslitin að þessu sinni verði keimlík og að litlu muni á flokkum Gantz og Netanjahú. Réttarhöld yfir Netanjahú eiga að hefjast í næsta mánuði. Hann er sakaður um mútuþægni, trúnaðarbrot og fjársvik. Hann hefur neitað allri sök og sakað dómskerfið, lögreglan og fjölmiðla um að vinna gegn sér. Óljóst er hvort að málið sem tengist Gantz eigi eftir að hafa áhrif á kjósendur. Lítil hreyfing hefur orðið á stuðningi við flokkana þrátt fyrir stór mál eins og spillingarmál forsætisráðherrans og friðaráætlun fyrir Ísrael og Palestínu sem Bandaríkjastjórn lagði fram á dögunum. Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú samþykkir að boða til formannskosninga innan Líkúd Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og leiðtogi Líkud-flokksins, samþykkti í gær kröfu andstæðinga sinna innan flokksins og hefur boðað til formannskjörs innan sex vikna. 24. nóvember 2019 22:58 Þúsundir söfnuðust saman og lýstu yfir stuðningi við Netanjahú Staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og formanns Líkúdflokksins, hefur oft verið betri en um þessar mundir. 26. nóvember 2019 21:30 Verða þriðju kosningarnar á innan við ári Frestur ísraleskra þingmanna til að mynda nýja stjórn eftir kosningarnar í september rann út í gær. 12. desember 2019 07:45 Réttarhöldin yfir Netanjahú hefjast 17. mars Réttarhöldin yfir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefjast 17. mars, tveimur vikum eftir þingkosningarnar í landinu. Ríkissaksóknari Ísraels ákærði forsætisráherrann formlega 28. janúar fyrir mútur, fjár- og umboðssvik. Réttarhöldin gætu staðið yfir í marga mánuði og jafnvel ár en honum ber engin skylda til að segja af sér í millitíðinni. 18. febrúar 2020 14:39 Gantz tókst ekki að mynda nýja stjórn í Ísrael Góðar líkur eru nú á því að boða þurfi til enn einna þingkosninganna í Ísrael, þeim þriðju síðan í apríl síðastliðinn. 21. nóvember 2019 06:49 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Saksóknarar í Ísrael tilkynntu í dag að þeir ætluðu að hefja sakamálarannsókn á sprotafyrirtæki sem Benny Gantz, helsti keppinautur Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra, stofnaði. Þeir vilja ekki segja hvort að Gantz sé sjálfur til rannsóknar. Innan við tvær vikur eru þar til þingkosningar fara fram í landinu en Netanjahú stendur sjálfur frammi fyrir réttarhöldum vegna spillingarmáls. Blái og hvíti flokkur Gantz hefur stillt sér upp sem heiðarlegum flokki gegn spillingu Netanjahú og flokks hans. Tilkynning saksóknaranna þykir líkleg til að hrista upp í kosningabaráttunni sem hefur verið heiftúðug, að sögn AP-fréttastofunnar. Málið varðar Fimmtu víddina, tölvuöryggisfyrirtæki sem Gantz stofnaði eftir að hann lét af störfum hjá ísraelska hernum. Fjármálastjóri ríkisstjórnarinnar telur að lögreglan gæti hafa brotið lög um opinber innkaup þegar hún veitti fyrirtækinu milljóna dollara samning án útboðs. Fyrirtækið varð síðar gjaldþrota. Gantz hefur ekki tjáð sig um tilkynningu saksóknaranna en sagði fyrr í dag að hann hefði enga glæpi framið. Gaf hann í skyn að möguleg rannsókn á honum væri tilkomin vegna pólitísks þrýstings. Kosningarnar sem fara fram 2. mars eru þær þriðju á innan við ári þar sem enginn flokkur hefur fengið afgerandi umboð til myndunar ríkisstjórnar. Skoðanakannanir benda til þess að úrslitin að þessu sinni verði keimlík og að litlu muni á flokkum Gantz og Netanjahú. Réttarhöld yfir Netanjahú eiga að hefjast í næsta mánuði. Hann er sakaður um mútuþægni, trúnaðarbrot og fjársvik. Hann hefur neitað allri sök og sakað dómskerfið, lögreglan og fjölmiðla um að vinna gegn sér. Óljóst er hvort að málið sem tengist Gantz eigi eftir að hafa áhrif á kjósendur. Lítil hreyfing hefur orðið á stuðningi við flokkana þrátt fyrir stór mál eins og spillingarmál forsætisráðherrans og friðaráætlun fyrir Ísrael og Palestínu sem Bandaríkjastjórn lagði fram á dögunum.
Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú samþykkir að boða til formannskosninga innan Líkúd Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og leiðtogi Líkud-flokksins, samþykkti í gær kröfu andstæðinga sinna innan flokksins og hefur boðað til formannskjörs innan sex vikna. 24. nóvember 2019 22:58 Þúsundir söfnuðust saman og lýstu yfir stuðningi við Netanjahú Staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og formanns Líkúdflokksins, hefur oft verið betri en um þessar mundir. 26. nóvember 2019 21:30 Verða þriðju kosningarnar á innan við ári Frestur ísraleskra þingmanna til að mynda nýja stjórn eftir kosningarnar í september rann út í gær. 12. desember 2019 07:45 Réttarhöldin yfir Netanjahú hefjast 17. mars Réttarhöldin yfir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefjast 17. mars, tveimur vikum eftir þingkosningarnar í landinu. Ríkissaksóknari Ísraels ákærði forsætisráherrann formlega 28. janúar fyrir mútur, fjár- og umboðssvik. Réttarhöldin gætu staðið yfir í marga mánuði og jafnvel ár en honum ber engin skylda til að segja af sér í millitíðinni. 18. febrúar 2020 14:39 Gantz tókst ekki að mynda nýja stjórn í Ísrael Góðar líkur eru nú á því að boða þurfi til enn einna þingkosninganna í Ísrael, þeim þriðju síðan í apríl síðastliðinn. 21. nóvember 2019 06:49 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Netanjahú samþykkir að boða til formannskosninga innan Líkúd Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og leiðtogi Líkud-flokksins, samþykkti í gær kröfu andstæðinga sinna innan flokksins og hefur boðað til formannskjörs innan sex vikna. 24. nóvember 2019 22:58
Þúsundir söfnuðust saman og lýstu yfir stuðningi við Netanjahú Staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og formanns Líkúdflokksins, hefur oft verið betri en um þessar mundir. 26. nóvember 2019 21:30
Verða þriðju kosningarnar á innan við ári Frestur ísraleskra þingmanna til að mynda nýja stjórn eftir kosningarnar í september rann út í gær. 12. desember 2019 07:45
Réttarhöldin yfir Netanjahú hefjast 17. mars Réttarhöldin yfir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefjast 17. mars, tveimur vikum eftir þingkosningarnar í landinu. Ríkissaksóknari Ísraels ákærði forsætisráherrann formlega 28. janúar fyrir mútur, fjár- og umboðssvik. Réttarhöldin gætu staðið yfir í marga mánuði og jafnvel ár en honum ber engin skylda til að segja af sér í millitíðinni. 18. febrúar 2020 14:39
Gantz tókst ekki að mynda nýja stjórn í Ísrael Góðar líkur eru nú á því að boða þurfi til enn einna þingkosninganna í Ísrael, þeim þriðju síðan í apríl síðastliðinn. 21. nóvember 2019 06:49