Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2020 10:04 Ríkisstarfsmenn að spreyja sótthreinsandi efni. AP/KCNA Tvennum sögum fer af því hvort Covid-19 kórónaveiran hafi stungið upp kollinum í Norður-Kóreu. Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. Jafnvel þó veiran hafi fyrst birst í Kína og minnst 204 séu sýktir í Suður-Kóreu en fjöldi þeirra tók mikið stökk í dag. Landamærum Norður-Kóreu og Kína hefur verið lokað og hafa útlendingar verið settir í sóttkví í langan tíma. Fjölmiðlar í Suður-Kóreu hafa haldið því fram að yfirvöld nágranna þeirra í norðri hafi hylmt yfir fjölda smita og jafnvel dauðsfalla þar í landi. Ríkið þykir ekki vel í stakk búið til að takast á við útbreiðslu veirunnar þar sem það býr ekki yfir búnaði til að greina né hlúa að fólki. Þar að auki búi ríkið ekki yfir nægjanlegum birgðum lyfja né þekkingu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist þó ekki sitja á neinum vísbendingum um að íbúar Norður-Kóreu hafi smitast af veirunni. Í frétt á vef KCNA, ríkismiðils Norður-Kóreu, segir að farið hafi verið í umfangsmikið fræðsluátak vegna veirunnar og að meðal annars séu heilbrigðisleiðbeiningar spilaðar í hátölurum á götum borga og bæja landsins. Sérstakir bílar sem útbúnir eru stórum hátölurum aki um landið og dreifi skilaboðunum þannig. Allir útlendingar í Norður-Kóreu hafa verið settir í sóttkví til fyrsta mars. Washington Post vitnar í rússneskan ríkismiðil sem hefur fetir Alexander Matsegora, sendiherra Rússlands í Norður-Kóreu, að erindrekar Rússlands þar séu svo gott sem í stofufangelsi. Norður-Kórea Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Tvennum sögum fer af því hvort Covid-19 kórónaveiran hafi stungið upp kollinum í Norður-Kóreu. Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. Jafnvel þó veiran hafi fyrst birst í Kína og minnst 204 séu sýktir í Suður-Kóreu en fjöldi þeirra tók mikið stökk í dag. Landamærum Norður-Kóreu og Kína hefur verið lokað og hafa útlendingar verið settir í sóttkví í langan tíma. Fjölmiðlar í Suður-Kóreu hafa haldið því fram að yfirvöld nágranna þeirra í norðri hafi hylmt yfir fjölda smita og jafnvel dauðsfalla þar í landi. Ríkið þykir ekki vel í stakk búið til að takast á við útbreiðslu veirunnar þar sem það býr ekki yfir búnaði til að greina né hlúa að fólki. Þar að auki búi ríkið ekki yfir nægjanlegum birgðum lyfja né þekkingu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist þó ekki sitja á neinum vísbendingum um að íbúar Norður-Kóreu hafi smitast af veirunni. Í frétt á vef KCNA, ríkismiðils Norður-Kóreu, segir að farið hafi verið í umfangsmikið fræðsluátak vegna veirunnar og að meðal annars séu heilbrigðisleiðbeiningar spilaðar í hátölurum á götum borga og bæja landsins. Sérstakir bílar sem útbúnir eru stórum hátölurum aki um landið og dreifi skilaboðunum þannig. Allir útlendingar í Norður-Kóreu hafa verið settir í sóttkví til fyrsta mars. Washington Post vitnar í rússneskan ríkismiðil sem hefur fetir Alexander Matsegora, sendiherra Rússlands í Norður-Kóreu, að erindrekar Rússlands þar séu svo gott sem í stofufangelsi.
Norður-Kórea Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira