Traust er forsenda þátttöku Arnar Páll Guðmundsson skrifar 21. febrúar 2020 10:30 Sagt hefur verið að stjórnmálamenn séu kosnir af góðu ungu fólki sem mætir ekki á kjörstað. En hver er ástæðan fyrir þessari slöku kosningaþátttöku á meðal ungs fólks, er það vegna áhugaleysis á stjórnmálum almennt eða getur verið að þau treysti hreinlega ekki stjórnmálunum? Traust er ein af grunnforsendum þegar byggja á upp orðspor og sterka framtíð, en traust einskorðast ekki við einn hlut heldur ótal hluti á borð við framkomu, viðbrögð og staðfestu. Ákall almennings um að fyrirtæki, stofnanir og stjórnmálamenn sýni aukið traust, auðmýkt og samfélagslega ábyrgð hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og hefur sú krafa einna helst komið frá ungu fólki, en þar hefur einmitt vitundarvakningin um betra samfélag sprottið upp. Þau vilja byggja upp réttlátt samfélag sem vafalaust mörgum af eldri kynslóðum hefur dreymt um en ekki tekist hingað til. Traust til Alþingis er nú í sögulegu lágmarki þrátt fyrir mjög tíðar kosningar og mikla nýliðun í hópi þingmanna síðustu ár. Vegna þessara tíðu kosninga og miklu umræðu um stjórnmál ætti, undir eðlilegum kringumstæðum, traust og áhugi á stjórnmálum almennt að aukast en því miður virðist það ekki vera niðurstaðan. Vilji til þátttöku í stjórnmálum er ekki til staðar hjá ungu fólki. Spillingarmál hafa komið upp á yfirborðið í síauknum mæli undanfarin misseri og hefur aukið upplýsingaflæði gert það að verkum að slík mál hafa víðtækari og dýpri áhrif á traust og trú en áður. Getur verið að unga fólkið okkar sé orðið langþreytt á þessum spillingarmálum og tengingum þeirra við stjórnmál? Getur verið að slíkt dragi úr hvata þeirra til þess að láta til sína taka á þessum vettvangi og láta málefni hans sig varða? Til þess að sporna við þessari þróun er mikilvægt að byggja upp traust og trúverðugleika í stjórnmálum. Það skiptir máli að sýna fram á að það sé ekki algilt að þau séu spillt, heldur vettvangur skoðanaskipta þar sem allir eru jafnir. Það þarf ekki að vera lögmál að hygla einum þjóðfélagshópi á kostnað annars, einum landshluta á kostnað hins eða einu fyrirtæki á kostnað þess næsta. Auk þess þurfa stjórnmálamenn að sýna auðmýkt og viðurkenna mistök og ávallt sýna fram á hlutleysi ef upp koma erfið málefni sem krefjast vandaðrar úrlausnar. Þar eru stjórnmálamenn og flokkar aðeins dæmdir af gjörðum sínum. Verði þessari þróun ekki breytt, er raunveruleg hætta á að ungt fólk sjái ekki hag í því að taka þátt í stjórnmálum og hætti að mynda sér skoðun á málefnum samfélagsins. Vegna spillingar og sérhagsmuna. Ein helsta ógn við lýðræðið er nefnilega skoðanaleysi, þegar einstaklingar hætta að trúa því að skoðanir þeirra skipti máli og að sleppa því að láta stjórnmálin sig varða. Ég vona að svo verði ekki, því ef einhver kynslóð getur lagt sitt á vogaskálarnar í baráttunni við sérhagsmuni, er það kynslóðin sem er að koma upp núna. Kynslóð sem þorir að hafa hátt, lætur réttlætiskenndina ráða för, hefur kjark til að breyta rétt og þráir trúverðuga framtíð þar sem almannahagsmunir ganga framar sérhagsmunum. Því með þátttöku eru undirstöður lýðræðis og framfara tryggðar. En til þess þarf traust, trúverðugleika og breytt stjórnmál. Það eru stóru verkefnin framundan á vettvangi stjórnmálanna sem ekki má hunsa. Höfundur er viðskiptafræðingur og formaður félags Viðreisnar í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Arnar Páll Guðmundsson Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Sjá meira
Sagt hefur verið að stjórnmálamenn séu kosnir af góðu ungu fólki sem mætir ekki á kjörstað. En hver er ástæðan fyrir þessari slöku kosningaþátttöku á meðal ungs fólks, er það vegna áhugaleysis á stjórnmálum almennt eða getur verið að þau treysti hreinlega ekki stjórnmálunum? Traust er ein af grunnforsendum þegar byggja á upp orðspor og sterka framtíð, en traust einskorðast ekki við einn hlut heldur ótal hluti á borð við framkomu, viðbrögð og staðfestu. Ákall almennings um að fyrirtæki, stofnanir og stjórnmálamenn sýni aukið traust, auðmýkt og samfélagslega ábyrgð hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og hefur sú krafa einna helst komið frá ungu fólki, en þar hefur einmitt vitundarvakningin um betra samfélag sprottið upp. Þau vilja byggja upp réttlátt samfélag sem vafalaust mörgum af eldri kynslóðum hefur dreymt um en ekki tekist hingað til. Traust til Alþingis er nú í sögulegu lágmarki þrátt fyrir mjög tíðar kosningar og mikla nýliðun í hópi þingmanna síðustu ár. Vegna þessara tíðu kosninga og miklu umræðu um stjórnmál ætti, undir eðlilegum kringumstæðum, traust og áhugi á stjórnmálum almennt að aukast en því miður virðist það ekki vera niðurstaðan. Vilji til þátttöku í stjórnmálum er ekki til staðar hjá ungu fólki. Spillingarmál hafa komið upp á yfirborðið í síauknum mæli undanfarin misseri og hefur aukið upplýsingaflæði gert það að verkum að slík mál hafa víðtækari og dýpri áhrif á traust og trú en áður. Getur verið að unga fólkið okkar sé orðið langþreytt á þessum spillingarmálum og tengingum þeirra við stjórnmál? Getur verið að slíkt dragi úr hvata þeirra til þess að láta til sína taka á þessum vettvangi og láta málefni hans sig varða? Til þess að sporna við þessari þróun er mikilvægt að byggja upp traust og trúverðugleika í stjórnmálum. Það skiptir máli að sýna fram á að það sé ekki algilt að þau séu spillt, heldur vettvangur skoðanaskipta þar sem allir eru jafnir. Það þarf ekki að vera lögmál að hygla einum þjóðfélagshópi á kostnað annars, einum landshluta á kostnað hins eða einu fyrirtæki á kostnað þess næsta. Auk þess þurfa stjórnmálamenn að sýna auðmýkt og viðurkenna mistök og ávallt sýna fram á hlutleysi ef upp koma erfið málefni sem krefjast vandaðrar úrlausnar. Þar eru stjórnmálamenn og flokkar aðeins dæmdir af gjörðum sínum. Verði þessari þróun ekki breytt, er raunveruleg hætta á að ungt fólk sjái ekki hag í því að taka þátt í stjórnmálum og hætti að mynda sér skoðun á málefnum samfélagsins. Vegna spillingar og sérhagsmuna. Ein helsta ógn við lýðræðið er nefnilega skoðanaleysi, þegar einstaklingar hætta að trúa því að skoðanir þeirra skipti máli og að sleppa því að láta stjórnmálin sig varða. Ég vona að svo verði ekki, því ef einhver kynslóð getur lagt sitt á vogaskálarnar í baráttunni við sérhagsmuni, er það kynslóðin sem er að koma upp núna. Kynslóð sem þorir að hafa hátt, lætur réttlætiskenndina ráða för, hefur kjark til að breyta rétt og þráir trúverðuga framtíð þar sem almannahagsmunir ganga framar sérhagsmunum. Því með þátttöku eru undirstöður lýðræðis og framfara tryggðar. En til þess þarf traust, trúverðugleika og breytt stjórnmál. Það eru stóru verkefnin framundan á vettvangi stjórnmálanna sem ekki má hunsa. Höfundur er viðskiptafræðingur og formaður félags Viðreisnar í Reykjanesbæ.
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun