Hafa samið við Talibana um frið Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2020 13:04 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Andrew Caballero-Reynolds Bandaríkin hafa gert samkomulag við Talibana um að draga úr átökum í ríkinu stríðshrjáða á næstu sjö dögum. Svo verði skrifað undir friðarsáttmála að því tímabili loknu. Tímabil þetta mun hefjast í kvöld og standa yfir í sjö daga. Til stendur að skrifa undir friðarsáttmála í Katar þann 29. febrúar næstkomandi. Sá sáttmáli mun opna á brottflutning hermanna Bandaríkjanna frá Afganistan en stríðið þar er það lengsta í sögu Bandaríkjanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að um mikilvægt skref í átt að langvarandi friði sé um að ræða. After decades of conflict, we have come to an understanding with the Taliban on a significant reduction in violence across #Afghanistan. This is an important step on a long road to peace, and I call on all Afghans to seize this opportunity.— Secretary Pompeo (@SecPompeo) February 21, 2020 Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar er framhaldið alls ekki ljóst. Pompeo sagði í tilkynningu að viðræður innan Afganistan myndu hefjast á næstunni en hann tók ekki fram hverjir myndu taka þátt í þeim. Stjórnvöld Afganistan hafa enn ekki fengið að koma að viðræðunum með nokkrum hætti en Talibanar hafa neitað að ræða við ríkisstjórnina. Yfirkjörstjórn Afganistan lýsti því yfir nýverið að Ashraf Ghani hefði unnið forsetakosningarnar í september. Andstæðingur hans hefur þó fordæmt kosningarnar og það hafa Talibanar gert líka. Stríðið í Afganistan hófst árið 2001, þegar Bandaríkin gerðu innrás í landið í kjölfar hryðjuverkaárásanna þann 11. september. Talibanar studdu dyggilega við bakið á al-Qaeda og veittu þeim skjól í Afganistan. Þegar mest var, árið 2010, voru um hundrað þúsund bandarískir hermenn í Afganistan. Afganistan Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira
Bandaríkin hafa gert samkomulag við Talibana um að draga úr átökum í ríkinu stríðshrjáða á næstu sjö dögum. Svo verði skrifað undir friðarsáttmála að því tímabili loknu. Tímabil þetta mun hefjast í kvöld og standa yfir í sjö daga. Til stendur að skrifa undir friðarsáttmála í Katar þann 29. febrúar næstkomandi. Sá sáttmáli mun opna á brottflutning hermanna Bandaríkjanna frá Afganistan en stríðið þar er það lengsta í sögu Bandaríkjanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að um mikilvægt skref í átt að langvarandi friði sé um að ræða. After decades of conflict, we have come to an understanding with the Taliban on a significant reduction in violence across #Afghanistan. This is an important step on a long road to peace, and I call on all Afghans to seize this opportunity.— Secretary Pompeo (@SecPompeo) February 21, 2020 Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar er framhaldið alls ekki ljóst. Pompeo sagði í tilkynningu að viðræður innan Afganistan myndu hefjast á næstunni en hann tók ekki fram hverjir myndu taka þátt í þeim. Stjórnvöld Afganistan hafa enn ekki fengið að koma að viðræðunum með nokkrum hætti en Talibanar hafa neitað að ræða við ríkisstjórnina. Yfirkjörstjórn Afganistan lýsti því yfir nýverið að Ashraf Ghani hefði unnið forsetakosningarnar í september. Andstæðingur hans hefur þó fordæmt kosningarnar og það hafa Talibanar gert líka. Stríðið í Afganistan hófst árið 2001, þegar Bandaríkin gerðu innrás í landið í kjölfar hryðjuverkaárásanna þann 11. september. Talibanar studdu dyggilega við bakið á al-Qaeda og veittu þeim skjól í Afganistan. Þegar mest var, árið 2010, voru um hundrað þúsund bandarískir hermenn í Afganistan.
Afganistan Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira