Enn fleira Eflingarfólk gæti farið í verkfall Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2020 20:48 Fleiri en Reykjavíkurborg gætu fundið fyrir verkfallsaðgerðum Eflingar á næstunni. Vísir/Arnar H Rúmlega fimm hundrað félagsmenn stéttarfélagsins Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum og hjá öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg gætu farið í verkfall í næsta mánuði. Greiða á atkvæði um verkfallsaðgerðir þeirra á þriðjudag. Ótímabundið verkfall Eflingarfólks sem starfar fyrir Reykjavíkurborg hófst aðfararnótt þriðjudags. Um 270 félagar í Eflingu sem starfa undir samningi félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga og rúmlega 240 sem starfa hjá einkareknum skólum sem eiga aðild að Samtökum sjálfstæðra skóla gætu bæst í hópinn á næstu vikum. Í tilkynningu á vef Eflingar kemur fram að hóparnir tveir greiði atkvæði um verkföll í næstu viku. Gert sé ráð fyrir að verkföll verði ótímabundin og hefjist mánudaginn 9. mars. Atkvæðagreiðslunni á að ljúka laugardaginn 29. febrúar. Samningur Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga rann út 31. mars í fyrra. Hann er óháður Reykjavíkurborg og undir sjálfstæðu viðræðuferli. „Undir samningnum eru störf ófaglærðra við umönnun, gatnaviðhald og fleira, mestmegnis hjá Kópavogs- og Seltjarnarnesbæ. Samninganefnd félagsmanna Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga lýsti viðræður hjá Ríkissáttasemjara árangurslausar á samningafundi í dag og samþykkti í kjölfar þess að bera tillögu um boðun vinnustöðvunar undir atkvæði félagsmanna. Félagsfundur félagsmanna Eflingar hjá sveitarfélögunum í síðustu viku hafði þegar lýst stuðningi við verkfallsboðun,“ segir í tilkynningu Eflingar. Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Rúmlega fimm hundrað félagsmenn stéttarfélagsins Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum og hjá öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg gætu farið í verkfall í næsta mánuði. Greiða á atkvæði um verkfallsaðgerðir þeirra á þriðjudag. Ótímabundið verkfall Eflingarfólks sem starfar fyrir Reykjavíkurborg hófst aðfararnótt þriðjudags. Um 270 félagar í Eflingu sem starfa undir samningi félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga og rúmlega 240 sem starfa hjá einkareknum skólum sem eiga aðild að Samtökum sjálfstæðra skóla gætu bæst í hópinn á næstu vikum. Í tilkynningu á vef Eflingar kemur fram að hóparnir tveir greiði atkvæði um verkföll í næstu viku. Gert sé ráð fyrir að verkföll verði ótímabundin og hefjist mánudaginn 9. mars. Atkvæðagreiðslunni á að ljúka laugardaginn 29. febrúar. Samningur Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga rann út 31. mars í fyrra. Hann er óháður Reykjavíkurborg og undir sjálfstæðu viðræðuferli. „Undir samningnum eru störf ófaglærðra við umönnun, gatnaviðhald og fleira, mestmegnis hjá Kópavogs- og Seltjarnarnesbæ. Samninganefnd félagsmanna Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga lýsti viðræður hjá Ríkissáttasemjara árangurslausar á samningafundi í dag og samþykkti í kjölfar þess að bera tillögu um boðun vinnustöðvunar undir atkvæði félagsmanna. Félagsfundur félagsmanna Eflingar hjá sveitarfélögunum í síðustu viku hafði þegar lýst stuðningi við verkfallsboðun,“ segir í tilkynningu Eflingar.
Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira