Staðfesta endurkomu „Vina“ í sérþætti á HBO Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2020 22:49 Leikaralið Vina í kynningarefni fyrir sjöttu þáttaröðina sem var sýnd árið 2000. Vísir/Getty Bandaríska sjónvarpsveitan HBO hefur staðfest að framleiddur verði sérþáttur af „Vinum“, gamanþáttaröðinni vinsælu sem gekk í tíu ár. Allir leikararnir sex úr upphaflegu þáttunum hafa staðfest að þeir taki þátt. Vangaveltur hafa lengi verið uppi um að upprunalegt leikaralið úr „Vinum“ [e. Friends] gæti komið aftur saman á ný. Kevin Reilly, yfirmaður framleiðslu deildar HBO Max, nýrrar streymisveitu sem á að hleypa af stokkunum í maí, staðfesti í dag að draumur aðdáenda þáttanna verði brátt að veruleika. Leikararnir sex, þau Jennifer Aniston, Courteney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc, Matthew Perry og David Schwimmer eru sögð fá 2,5 milljónir dollara, jafnvirði um 320 milljóna íslenskra króna, hvert fyrir að leika í sérþættinum. „Vinir“ hófu göngu sína árið 1994 og gengur í tíu þáttaraðir til ársins 2014. Nýi þátturinn verður tekinn upp í sama myndveri og upphaflegu þættirnir. Að sögn tímaritsins Variety verður sérþátturinn aðgengilegur þegar HBO Max fer í loftið ásamt öllum tíu þáttaröðunum. Aniston kynti undir aðdáendum þáttanna í kvöld þegar hún birti gamla mynd af henni og samleikurunum úr „Vinum“ án frekari skýringar á Instagram síðu sinni. View this post on Instagram It's happening... @hbomax @courteneycoxofficial @lisakudrow @mleblanc @mattyperry4 @_schwim_ A post shared by Jennifer Aniston (@jenniferaniston) on Feb 21, 2020 at 2:04pm PST Bandaríkin Friends Hollywood Tímamót Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsveitan HBO hefur staðfest að framleiddur verði sérþáttur af „Vinum“, gamanþáttaröðinni vinsælu sem gekk í tíu ár. Allir leikararnir sex úr upphaflegu þáttunum hafa staðfest að þeir taki þátt. Vangaveltur hafa lengi verið uppi um að upprunalegt leikaralið úr „Vinum“ [e. Friends] gæti komið aftur saman á ný. Kevin Reilly, yfirmaður framleiðslu deildar HBO Max, nýrrar streymisveitu sem á að hleypa af stokkunum í maí, staðfesti í dag að draumur aðdáenda þáttanna verði brátt að veruleika. Leikararnir sex, þau Jennifer Aniston, Courteney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc, Matthew Perry og David Schwimmer eru sögð fá 2,5 milljónir dollara, jafnvirði um 320 milljóna íslenskra króna, hvert fyrir að leika í sérþættinum. „Vinir“ hófu göngu sína árið 1994 og gengur í tíu þáttaraðir til ársins 2014. Nýi þátturinn verður tekinn upp í sama myndveri og upphaflegu þættirnir. Að sögn tímaritsins Variety verður sérþátturinn aðgengilegur þegar HBO Max fer í loftið ásamt öllum tíu þáttaröðunum. Aniston kynti undir aðdáendum þáttanna í kvöld þegar hún birti gamla mynd af henni og samleikurunum úr „Vinum“ án frekari skýringar á Instagram síðu sinni. View this post on Instagram It's happening... @hbomax @courteneycoxofficial @lisakudrow @mleblanc @mattyperry4 @_schwim_ A post shared by Jennifer Aniston (@jenniferaniston) on Feb 21, 2020 at 2:04pm PST
Bandaríkin Friends Hollywood Tímamót Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira