Viðræðuslit Eflingar komu Aldísi mjög á óvart Atli Ísleifsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 22. febrúar 2020 14:16 Aldís Hafsteinsdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. vísir/Baldur Hrafnkell Viðræðuslit Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga komu Aldísi Hafsteinsdóttur, formanni sambandsins, mjög á óvart. Efling sleit viðræðunum í gær og í samtali við fréttastofu segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, að viðræðurnar ekki hafa gengið vel. Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar munu því greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku og verði verkfall samþykkt hefjast aðgerðir þann 9. mars. Aldís segir samninganefnd sveitarfélanna hafa komið til fundarins hjá ríkissáttasemjara í gær til að ræða tilboð og mögulegar lausnir. Samninganefndin hafi verið í góðri trú og því hafi það komið á óvart að Efling hafi nær fyrirvaralaust slitið viðræðunum, án þess að samninganefnd sveitarfélaganna hafi gefist færi á að bregðast við tilboði kröfum Eflingar. „Það var verið að ræða ákveðin efnisatriði en það gafst ekki tóm til að fara með það neitt lengra. Þetta kom öllum mjög á óvart því það átti enginn von á því að viðræðum yrði bara slitið með þessum hætti,“ segir Aldís. Mörgum þótti utspil Reykjavíkurborgar gott Aldís segir það erfitt að meta þá stöðu sem upp er komin. Reykjavíkurborg hafi komið með útspil sem mörgum hafi þótt mjög gott. „Ég held að við höfum þar verið að sjá einhverja almestu hækkun lægstu launa sem við höfum nokkurn tímann orðið vitni af. Það er auðvitað mjög sérstakt að setjast ekki niður og vinna á þeim grunni sem þar var lagður eða einfaldlega setjast niður og ræða saman. Ég get ekki nógsamlega ítrekað að það er skylda viðsemjenda allra – allra hringinn í kringum borðið – að ræða sig niður á niðurstöðu,“ segir Aldís. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Viðræðuslit Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga komu Aldísi Hafsteinsdóttur, formanni sambandsins, mjög á óvart. Efling sleit viðræðunum í gær og í samtali við fréttastofu segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, að viðræðurnar ekki hafa gengið vel. Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar munu því greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku og verði verkfall samþykkt hefjast aðgerðir þann 9. mars. Aldís segir samninganefnd sveitarfélanna hafa komið til fundarins hjá ríkissáttasemjara í gær til að ræða tilboð og mögulegar lausnir. Samninganefndin hafi verið í góðri trú og því hafi það komið á óvart að Efling hafi nær fyrirvaralaust slitið viðræðunum, án þess að samninganefnd sveitarfélaganna hafi gefist færi á að bregðast við tilboði kröfum Eflingar. „Það var verið að ræða ákveðin efnisatriði en það gafst ekki tóm til að fara með það neitt lengra. Þetta kom öllum mjög á óvart því það átti enginn von á því að viðræðum yrði bara slitið með þessum hætti,“ segir Aldís. Mörgum þótti utspil Reykjavíkurborgar gott Aldís segir það erfitt að meta þá stöðu sem upp er komin. Reykjavíkurborg hafi komið með útspil sem mörgum hafi þótt mjög gott. „Ég held að við höfum þar verið að sjá einhverja almestu hækkun lægstu launa sem við höfum nokkurn tímann orðið vitni af. Það er auðvitað mjög sérstakt að setjast ekki niður og vinna á þeim grunni sem þar var lagður eða einfaldlega setjast niður og ræða saman. Ég get ekki nógsamlega ítrekað að það er skylda viðsemjenda allra – allra hringinn í kringum borðið – að ræða sig niður á niðurstöðu,“ segir Aldís.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15