Viðræðuslit Eflingar komu Aldísi mjög á óvart Atli Ísleifsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 22. febrúar 2020 14:16 Aldís Hafsteinsdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. vísir/Baldur Hrafnkell Viðræðuslit Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga komu Aldísi Hafsteinsdóttur, formanni sambandsins, mjög á óvart. Efling sleit viðræðunum í gær og í samtali við fréttastofu segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, að viðræðurnar ekki hafa gengið vel. Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar munu því greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku og verði verkfall samþykkt hefjast aðgerðir þann 9. mars. Aldís segir samninganefnd sveitarfélanna hafa komið til fundarins hjá ríkissáttasemjara í gær til að ræða tilboð og mögulegar lausnir. Samninganefndin hafi verið í góðri trú og því hafi það komið á óvart að Efling hafi nær fyrirvaralaust slitið viðræðunum, án þess að samninganefnd sveitarfélaganna hafi gefist færi á að bregðast við tilboði kröfum Eflingar. „Það var verið að ræða ákveðin efnisatriði en það gafst ekki tóm til að fara með það neitt lengra. Þetta kom öllum mjög á óvart því það átti enginn von á því að viðræðum yrði bara slitið með þessum hætti,“ segir Aldís. Mörgum þótti utspil Reykjavíkurborgar gott Aldís segir það erfitt að meta þá stöðu sem upp er komin. Reykjavíkurborg hafi komið með útspil sem mörgum hafi þótt mjög gott. „Ég held að við höfum þar verið að sjá einhverja almestu hækkun lægstu launa sem við höfum nokkurn tímann orðið vitni af. Það er auðvitað mjög sérstakt að setjast ekki niður og vinna á þeim grunni sem þar var lagður eða einfaldlega setjast niður og ræða saman. Ég get ekki nógsamlega ítrekað að það er skylda viðsemjenda allra – allra hringinn í kringum borðið – að ræða sig niður á niðurstöðu,“ segir Aldís. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Viðræðuslit Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga komu Aldísi Hafsteinsdóttur, formanni sambandsins, mjög á óvart. Efling sleit viðræðunum í gær og í samtali við fréttastofu segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, að viðræðurnar ekki hafa gengið vel. Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar munu því greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku og verði verkfall samþykkt hefjast aðgerðir þann 9. mars. Aldís segir samninganefnd sveitarfélanna hafa komið til fundarins hjá ríkissáttasemjara í gær til að ræða tilboð og mögulegar lausnir. Samninganefndin hafi verið í góðri trú og því hafi það komið á óvart að Efling hafi nær fyrirvaralaust slitið viðræðunum, án þess að samninganefnd sveitarfélaganna hafi gefist færi á að bregðast við tilboði kröfum Eflingar. „Það var verið að ræða ákveðin efnisatriði en það gafst ekki tóm til að fara með það neitt lengra. Þetta kom öllum mjög á óvart því það átti enginn von á því að viðræðum yrði bara slitið með þessum hætti,“ segir Aldís. Mörgum þótti utspil Reykjavíkurborgar gott Aldís segir það erfitt að meta þá stöðu sem upp er komin. Reykjavíkurborg hafi komið með útspil sem mörgum hafi þótt mjög gott. „Ég held að við höfum þar verið að sjá einhverja almestu hækkun lægstu launa sem við höfum nokkurn tímann orðið vitni af. Það er auðvitað mjög sérstakt að setjast ekki niður og vinna á þeim grunni sem þar var lagður eða einfaldlega setjast niður og ræða saman. Ég get ekki nógsamlega ítrekað að það er skylda viðsemjenda allra – allra hringinn í kringum borðið – að ræða sig niður á niðurstöðu,“ segir Aldís.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15