Viðskipti erlent

Skapari Lego-kallsins er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Lego-kallinn hefur lítið breyst í áranna rás.
Lego-kallinn hefur lítið breyst í áranna rás. Getty

Daninn Jens Nygaard Knudsen, maðurinn sem skapaði Lego-kallinn, er látinn, 78 ára að aldri.

Danskir fjölmiðlar greindu frá þessu í morgun og höfðu eftir eiginkonu hans Marianne Nygaard Knudsen.

TV2 greinir frá því að Nygaard Knudsen hafi andast á líknardeildinni Anker Fjord Hospice þann 19. febrúar en hann hafði glímt við taugahrörnunarsjúkdóminn ALS.

Jens Nygaard Knudsen skapaði hinn gula Lego-kall á áttunda áratugnum, en á heimasíðu Lego segir að hann hafi verið með um fimmtíu ólíkar hugmyndir um útlit kallsins áður en útlitið sem allir þekkja varð fyrir valinu.

Hann starfaði hjá Lego fram til ársins 2000.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×