FH-ingar unnu flesta Íslandsmeistaratitla | Piltamet og tvö mótsmet Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2020 17:22 Kristján Viggó Sigfinnsson bætti piltamet sitt. mynd/frí FH-ingar voru sigursælastir á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem lauk í Kaplakrika í dag. Ari Bragi Kárason fór heim með þrenn gullverðlaun af mótinu. Alls unnu FH-ingar 11 gullverðlaun, ÍR og Breiðabliki 4 hvort félag, UMSS og UFA 2 hvort, og Ármann og HSK/Selfoss 1 hvort. Ari Bragi vann 200 metra hlaup á 22,11, aðeins 1/100 úr sekúndu á undan félaga sínum úr FH, Kormáki Ara Hafliðasyni. Ari Bragi hafði áður unnið 60 metra hlaupið í gær. Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH, sem vann 400 metra hlaupið í gær, vann 200 metra hlaupið í dag á 24,84 sekúndum. Agnes Kristjánsdóttir úr ÍR næst á 25,01 sekúndum. Tvö mótsmet voru sett í boðhlaupum í dag. Sveit FH vann 4x200 metra boðhlaup karla á nýju mótsmeti eða 1:30,21 mínútu. Sveitina skipuðu Trausti Stefánsson, Kormákur Ari Hafliðason, Bjarni Páll Pálsson og Ari Bragi. Sveit ÍR vann hins vegar 4x200 metra hlaup kvenna á 1:40,39, en þá sveit skipuðu Andrea Torfadóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Dagbjört Lilja Magnúsdóttir og Agnes Kristjánsdóttir. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni vann hástökk með 2,15 metra stökki og bætti þar með piltamet sitt (16-17 ára) um tvo sentímetra. Kristján Viggó, sem varð Norðurlandameistari 19 ára og yngri síðasta sumar, sló 23 ára gamalt met Einars Karls Hjartarsonar í janúar með 2,13 metra stökki sínu. Ari Bragi Kárason, Íslandsmethafi í 100 metra hlaupi, var sigursæll á heimavelli um helgina.mynd/stöð 2 Hafdís Sigurðardóttir vann langstökk kvenna með 6,14 metra stökki en hún átti þrjú stökk sem öll voru á bilinu 6,12-6,14 metrar. Hún hafði unnið 60 metra hlaupið í gær. Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðabliki fékk silfur með 5,73 metra stökk. Ingibjörg Sigurðardóttir varð Íslandsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna á 2:16,87 mínútum. Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir úr FH fékk silfur á 2:21,66. Sæmundur Ólafsson úr ÍR vann 800 metra hlaup karla á 1:56,35 mínútu. Kjartan Óli Ágústsson kom annar í mark á 1:58,76. Arnar Pétursson, nýkominn aftur í raðir Breiðabliks, bætti við öðrum gullverðlaunum sínum á mótinu þegar hann vann 3.000 metra hlaup af miklu öryggi, líkt og 1.500 metra hlaupið, á 8:42,46. Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR vann sömuleiðis öruggan sigur í 3.000 metra hlaupi kvenna á 10:00,20 mínútum. Ísak Óli Traustason úr UMSS vann 60 metra grindahlaup á 8,42 sekúndum. Einar Daði Lárusson úr ÍR var næstur á 8,56. Ísak Óli vann einnig langstökkskeppnina með 6,90 metra stökki, eða þremur sentímetrum lengra stökki en Kristinn Torfason úr FH náði. María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH vann 60 metra grindahlaup kvenna á 8,82 sekúndum en Fjóla Signý Hannesdóttir úr HSK/Selfossi varð önnur á 9,10. María vann einnig kúluvarpið með 12,82 metra kasti. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki vann stangarstökk kvenna með 3,30 metra stökki. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Guðni Valur náði sínum besta árangri í kúluvarpi | FH með örugga forystu Fyrri keppnisdegi af tveimur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss er lokið. 22. febrúar 2020 15:41 Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
FH-ingar voru sigursælastir á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem lauk í Kaplakrika í dag. Ari Bragi Kárason fór heim með þrenn gullverðlaun af mótinu. Alls unnu FH-ingar 11 gullverðlaun, ÍR og Breiðabliki 4 hvort félag, UMSS og UFA 2 hvort, og Ármann og HSK/Selfoss 1 hvort. Ari Bragi vann 200 metra hlaup á 22,11, aðeins 1/100 úr sekúndu á undan félaga sínum úr FH, Kormáki Ara Hafliðasyni. Ari Bragi hafði áður unnið 60 metra hlaupið í gær. Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH, sem vann 400 metra hlaupið í gær, vann 200 metra hlaupið í dag á 24,84 sekúndum. Agnes Kristjánsdóttir úr ÍR næst á 25,01 sekúndum. Tvö mótsmet voru sett í boðhlaupum í dag. Sveit FH vann 4x200 metra boðhlaup karla á nýju mótsmeti eða 1:30,21 mínútu. Sveitina skipuðu Trausti Stefánsson, Kormákur Ari Hafliðason, Bjarni Páll Pálsson og Ari Bragi. Sveit ÍR vann hins vegar 4x200 metra hlaup kvenna á 1:40,39, en þá sveit skipuðu Andrea Torfadóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Dagbjört Lilja Magnúsdóttir og Agnes Kristjánsdóttir. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni vann hástökk með 2,15 metra stökki og bætti þar með piltamet sitt (16-17 ára) um tvo sentímetra. Kristján Viggó, sem varð Norðurlandameistari 19 ára og yngri síðasta sumar, sló 23 ára gamalt met Einars Karls Hjartarsonar í janúar með 2,13 metra stökki sínu. Ari Bragi Kárason, Íslandsmethafi í 100 metra hlaupi, var sigursæll á heimavelli um helgina.mynd/stöð 2 Hafdís Sigurðardóttir vann langstökk kvenna með 6,14 metra stökki en hún átti þrjú stökk sem öll voru á bilinu 6,12-6,14 metrar. Hún hafði unnið 60 metra hlaupið í gær. Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðabliki fékk silfur með 5,73 metra stökk. Ingibjörg Sigurðardóttir varð Íslandsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna á 2:16,87 mínútum. Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir úr FH fékk silfur á 2:21,66. Sæmundur Ólafsson úr ÍR vann 800 metra hlaup karla á 1:56,35 mínútu. Kjartan Óli Ágústsson kom annar í mark á 1:58,76. Arnar Pétursson, nýkominn aftur í raðir Breiðabliks, bætti við öðrum gullverðlaunum sínum á mótinu þegar hann vann 3.000 metra hlaup af miklu öryggi, líkt og 1.500 metra hlaupið, á 8:42,46. Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR vann sömuleiðis öruggan sigur í 3.000 metra hlaupi kvenna á 10:00,20 mínútum. Ísak Óli Traustason úr UMSS vann 60 metra grindahlaup á 8,42 sekúndum. Einar Daði Lárusson úr ÍR var næstur á 8,56. Ísak Óli vann einnig langstökkskeppnina með 6,90 metra stökki, eða þremur sentímetrum lengra stökki en Kristinn Torfason úr FH náði. María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH vann 60 metra grindahlaup kvenna á 8,82 sekúndum en Fjóla Signý Hannesdóttir úr HSK/Selfossi varð önnur á 9,10. María vann einnig kúluvarpið með 12,82 metra kasti. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki vann stangarstökk kvenna með 3,30 metra stökki.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Guðni Valur náði sínum besta árangri í kúluvarpi | FH með örugga forystu Fyrri keppnisdegi af tveimur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss er lokið. 22. febrúar 2020 15:41 Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Guðni Valur náði sínum besta árangri í kúluvarpi | FH með örugga forystu Fyrri keppnisdegi af tveimur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss er lokið. 22. febrúar 2020 15:41