Fótbolti

Ragnar hvíldur og Alfreð lék lítið

Sindri Sverrisson skrifar
Ragnar Sigurðsson lék ekki með FCK í dag.
Ragnar Sigurðsson lék ekki með FCK í dag. vísir/getty

Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmannahópi FC Köbenhavn þegar liðið lék gegn Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Ætla má að Ragnar hafi einfaldlega fengið hvíld vegna leiksins mikilvæga við Celtic í Skotlandi næsta fimmtudag, en hann lék í 1-1 jafntefli liðanna í Kaupmannahöfn síðasta fimmtudag. Að minnsta kosti var miðvörðurinn ekki á meiðslalistanum sem FCK birti í aðdraganda leiksins.

Leikur FCK við Silkeborg í dag fór einnig 1-1 og er FCK níu stigum á eftir toppliði Midtjylland, með Mikael Anderson innanborðs.

Alfreð Finnbogason fær sér að drekka eftir leikinn við Leverkusen í dag.vísir/getty

Alfreð Finnbogason er að komast af stað eftir meiðsli en hann lék aðeins síðustu tvær mínúturnar í 2-0 tapi Augsburg gegn Leverkusen í Þýskalandi í dag. Alfreð hefur leikið fimm síðustu leiki Augsburg, og þar af tvo í byrjunarliði.

Augsburg er í 11. sæti þýsku 1. deildarinnar með 27 stig en Leverkusen er í 5. sæti með 43 stig.


Tengdar fréttir

„Ragnar hinn ryðgaði“

Ragnar Sigurðsson fékk lægstu einkunn leikmanna FCK hjá miðlinum BT er dönsku meistaranir gerðu 1-1 jafntefli við Celtic í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×