Hagkerfið getur ekki beðið eftir sölu Íslandsbanka Sylvía Hall skrifar 23. febrúar 2020 22:36 Lilja segir nauðsynlegt að hið opinbera komi með verulega innspýtingu í hagkerfið. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir meiri slaka vera í hagkerfinu en gert var ráð fyrir. Því sé brýnt að hið opinbera komi inn með verulega innspýtingu í hagkerfið og nefnir til að mynda innviðafjárfestingar. Hagkerfið geti ekki beðið eftir því að sala Íslandsbanka verði að veruleika. Lilja var gestur Elínar Margrétar Böðvarsdóttur í Víglínunni í dag þar sem þær ræddu stöðuna í efnahagslífinu. „Ástæðan fyrir því að ég er að nefna þetta akkúrat á þessum tímapunkti, það er líka vegna þess að ytri aðstæður, það er að segja á heimsvísu, þar er líka hagvöxtur að dragast saman og önnur hagkerfi eru einmitt að fara að koma með viðspyrnu. Munurinn á okkur og þeim er að við erum í sérstöku dauðafæri vegna þess að staða okkar er góð,“ segir Lilja. Hún segir skuldastöðu ríkissjóðs góða og gjaldeyrisforðann vera öflugan. Því eigi hið opinbera að koma með kröftuga innspýtingu sem fyrst því það þurfi að senda skýr skilaboð til atvinnulífsins. Fari atvinnuleysi hækkandi muni það eingöngu vera meiri kostnaður fyrir ríkið. „Eins og nýjustu tölur benda til þess að við séum komin í atvinnuleysi upp á 4,8% og það er umtalsverður kostnaður sem hlýst af því. Við þurfum að ná hagvextinum upp og hið opinbera á að koma núna með heildstæðar aðgerðir og styðja enn betur við hagkerfið okkar.“ Hún segir tilefni til þess að hægja á skuldalækkun ríkissjóðs og nýta fjármuni í viðspyrnu í hagkerfinu. Það eigi einnig við um sveitarfélögin sem ættu að huga að fasteignagjöldum. „Þegar við erum komin inn í þennan mikla slaka, þá getum við lent í tímabili þar sem er lítill vöxtur. Við höfum séð til að mynda eins og í Japan og á evrusvæðinu og það er engin ástæða til þess að við séum á svipuðum stað vegna þess að hér er mjög kraftmikið hagkerfi og nú þarf það á stuðningi að halda og við eigum að veita hann.“ Þurfum að gera meira Að sögn Lilju væri hægt að nota 2% af vergri landsframleiðslu í þessar aðgerðir sem væru þá um það bil 50-60 milljarðar. Þá þurfi líka að huga að öðrum þáttum í efnahagskerfinu og nefnir þar drög barna- og félagsmálaráðherra að nýju frumvarpi sem styður við fólk sem ætlar að kaupa sína fyrstu fasteign. Nú sé rétti tíminn til þess. „Það eru hlutdeildarlánin sem eiga að hjálpa ungu fólki við að kaupa fyrstu fasteign. Það er mjög gott að koma akkúrat með þessi hlutdeildarlán á þeim tímapunkti sem við erum í hagsveiflunni núna. Bretar gerðu þetta á sínum tíma og það auðveldaði verulega ungu og tekjulágum einstaklingum til þess að kaupa sína fyrstu fasteign,“ segir Lilja. Hún segist hafa áhyggjur af þeirri stöðu sem er uppi á hinum opinbera vinnumarkaði, en eins og staðan er í dag stefnir í að rúmlega fimmtán þúsund opinberra starfsmanna leggi niður störf eftir að verkfallsboðun félagsmanna BSRB var samþykkt. Þá stendur kjaradeila Eflingar og borgarinnar enn yfir. Hún hafi sérstakar áhyggjur af leikskólastiginu. „Þetta er okkar fyrsta skólastig, skiptir gríðarlega miklu máli. Það er ákveðin jöfnuður sem felst í leikskólastiginu á Íslandi þannig að ég hef lýst því yfir að ég hafi þungar áhyggjur af því . Við komum inn á síðasta ári með fjármuni til þess að auka við og efla menntavísindasvið þannig að fleiri gætu farið í nám og erum núna með launað fimmta árið, sem er starfsnám. Þannig við viljum svo sannarlega koma að því að efla leikskólastigið.“ Þá muni bráðlega verða kynntar aðgerðir til þess að efla starfs- og tækninám hérlendis sem gæti komið til móts við það ástand sem er í hagkerfinu til framtíðar, en hlutfall þeirra sem útskrifast úr slíku námi hér á landi er mun lægra en í nágrannalöndunum. „Við sjáum það til að mynda að um 30% þeirra sem útskrifast á framhaldsskólastigi á Íslandi eru með starfs- og tækninám á bakinu á meðan sama hlutfall í Noregi er 50% og í Finnlandi 70%. Ég tel að það komi núna sem partur af lausninni og partur af heildstæðri nálgun á því sem við erum að gera, þá er stór liður í því að efla starfs-, iðn- og tækninám.“ „Það er hægt að fara í aðgerðir til þess að snúa þessu við“ Lilja ítrekar mikilvægi þess að hið opinbera komi með innspýtingu í hagkerfið. Annað sem sé einnig mikilvægt að gera sé að lækka gjöld á atvinnulífið og að fjármálakerfið þurfi að virka betur. Meginvextir bankanna hafi verið að lækka en útlánsvextir hafi ekki tekið mið af þeirri þróun vegna þess regluverks sem hér er. „Það góða við þetta er að það er hægt að fara í aðgerðir til þess að snúa þessu við og ef við lítum allt í kringum okkur, þá eru ríkisstjórnir að beita hagstjórnartækjum eins og ríkisfjármálaáætlun og eins og peningastefnunni til þess að örva hagkerfin,“ segir Lilja og nefnir að stærstu hagkerfi heims séu að ráðast í slíkar aðgerðir. „Þau gera öll ráð fyrir halla fyrir utan Þýskaland. Ég er að tala um Bandaríkin, Kína, Suður-Kóreu; öll þessu stóru hagkerfi eru að bregðast við með nákvæmlega sama hætti og ég er að lýsa hér vegna þess að þú vilt ekki lenda í langtíma lágum hagvexti. Það þýðir bara líka mikil útgjöld fyrir ríkissjóð er varðar atvinnuleysisbætur og þá erum við ekki að nýta mannauðinn okkar.“ Hún segir ríkisstjórnina hafa komist að því samkomulagi að minnka eignarhlut ríkisins í fjármálakerfinu, þó það sé að hennar mati ljóst að Landsbankinn þurfi að vera í ríkiseigu. Sala Íslandsbanka sé því möguleiki en hagkerfið geti ekki einungis treyst á hana. „Við höfum talað um það að við ætlum að minnka eignarhlutinn í Íslandsbanka og við stefnum að því en það tekur bara tíma. Hagkerfið getur ekki beðið eftir þessari sölu og þess vegna er ég að segja, og við í Framsóknarflokknum, að við viljum fara í innspýtinguna og við erum að boða heildstæðar aðgerðir sem styðja við lífskjarasamningana,“ segir Lilja. Efnahagsmál Íslenskir bankar Víglínan Tengdar fréttir Ólga á opinberum vinnumarkaði og efnahagsmál í Víglínunni Víglínan, þjóðmálaþáttur Stöðvar 2, hefst klukkan 17:40. 23. febrúar 2020 17:15 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir meiri slaka vera í hagkerfinu en gert var ráð fyrir. Því sé brýnt að hið opinbera komi inn með verulega innspýtingu í hagkerfið og nefnir til að mynda innviðafjárfestingar. Hagkerfið geti ekki beðið eftir því að sala Íslandsbanka verði að veruleika. Lilja var gestur Elínar Margrétar Böðvarsdóttur í Víglínunni í dag þar sem þær ræddu stöðuna í efnahagslífinu. „Ástæðan fyrir því að ég er að nefna þetta akkúrat á þessum tímapunkti, það er líka vegna þess að ytri aðstæður, það er að segja á heimsvísu, þar er líka hagvöxtur að dragast saman og önnur hagkerfi eru einmitt að fara að koma með viðspyrnu. Munurinn á okkur og þeim er að við erum í sérstöku dauðafæri vegna þess að staða okkar er góð,“ segir Lilja. Hún segir skuldastöðu ríkissjóðs góða og gjaldeyrisforðann vera öflugan. Því eigi hið opinbera að koma með kröftuga innspýtingu sem fyrst því það þurfi að senda skýr skilaboð til atvinnulífsins. Fari atvinnuleysi hækkandi muni það eingöngu vera meiri kostnaður fyrir ríkið. „Eins og nýjustu tölur benda til þess að við séum komin í atvinnuleysi upp á 4,8% og það er umtalsverður kostnaður sem hlýst af því. Við þurfum að ná hagvextinum upp og hið opinbera á að koma núna með heildstæðar aðgerðir og styðja enn betur við hagkerfið okkar.“ Hún segir tilefni til þess að hægja á skuldalækkun ríkissjóðs og nýta fjármuni í viðspyrnu í hagkerfinu. Það eigi einnig við um sveitarfélögin sem ættu að huga að fasteignagjöldum. „Þegar við erum komin inn í þennan mikla slaka, þá getum við lent í tímabili þar sem er lítill vöxtur. Við höfum séð til að mynda eins og í Japan og á evrusvæðinu og það er engin ástæða til þess að við séum á svipuðum stað vegna þess að hér er mjög kraftmikið hagkerfi og nú þarf það á stuðningi að halda og við eigum að veita hann.“ Þurfum að gera meira Að sögn Lilju væri hægt að nota 2% af vergri landsframleiðslu í þessar aðgerðir sem væru þá um það bil 50-60 milljarðar. Þá þurfi líka að huga að öðrum þáttum í efnahagskerfinu og nefnir þar drög barna- og félagsmálaráðherra að nýju frumvarpi sem styður við fólk sem ætlar að kaupa sína fyrstu fasteign. Nú sé rétti tíminn til þess. „Það eru hlutdeildarlánin sem eiga að hjálpa ungu fólki við að kaupa fyrstu fasteign. Það er mjög gott að koma akkúrat með þessi hlutdeildarlán á þeim tímapunkti sem við erum í hagsveiflunni núna. Bretar gerðu þetta á sínum tíma og það auðveldaði verulega ungu og tekjulágum einstaklingum til þess að kaupa sína fyrstu fasteign,“ segir Lilja. Hún segist hafa áhyggjur af þeirri stöðu sem er uppi á hinum opinbera vinnumarkaði, en eins og staðan er í dag stefnir í að rúmlega fimmtán þúsund opinberra starfsmanna leggi niður störf eftir að verkfallsboðun félagsmanna BSRB var samþykkt. Þá stendur kjaradeila Eflingar og borgarinnar enn yfir. Hún hafi sérstakar áhyggjur af leikskólastiginu. „Þetta er okkar fyrsta skólastig, skiptir gríðarlega miklu máli. Það er ákveðin jöfnuður sem felst í leikskólastiginu á Íslandi þannig að ég hef lýst því yfir að ég hafi þungar áhyggjur af því . Við komum inn á síðasta ári með fjármuni til þess að auka við og efla menntavísindasvið þannig að fleiri gætu farið í nám og erum núna með launað fimmta árið, sem er starfsnám. Þannig við viljum svo sannarlega koma að því að efla leikskólastigið.“ Þá muni bráðlega verða kynntar aðgerðir til þess að efla starfs- og tækninám hérlendis sem gæti komið til móts við það ástand sem er í hagkerfinu til framtíðar, en hlutfall þeirra sem útskrifast úr slíku námi hér á landi er mun lægra en í nágrannalöndunum. „Við sjáum það til að mynda að um 30% þeirra sem útskrifast á framhaldsskólastigi á Íslandi eru með starfs- og tækninám á bakinu á meðan sama hlutfall í Noregi er 50% og í Finnlandi 70%. Ég tel að það komi núna sem partur af lausninni og partur af heildstæðri nálgun á því sem við erum að gera, þá er stór liður í því að efla starfs-, iðn- og tækninám.“ „Það er hægt að fara í aðgerðir til þess að snúa þessu við“ Lilja ítrekar mikilvægi þess að hið opinbera komi með innspýtingu í hagkerfið. Annað sem sé einnig mikilvægt að gera sé að lækka gjöld á atvinnulífið og að fjármálakerfið þurfi að virka betur. Meginvextir bankanna hafi verið að lækka en útlánsvextir hafi ekki tekið mið af þeirri þróun vegna þess regluverks sem hér er. „Það góða við þetta er að það er hægt að fara í aðgerðir til þess að snúa þessu við og ef við lítum allt í kringum okkur, þá eru ríkisstjórnir að beita hagstjórnartækjum eins og ríkisfjármálaáætlun og eins og peningastefnunni til þess að örva hagkerfin,“ segir Lilja og nefnir að stærstu hagkerfi heims séu að ráðast í slíkar aðgerðir. „Þau gera öll ráð fyrir halla fyrir utan Þýskaland. Ég er að tala um Bandaríkin, Kína, Suður-Kóreu; öll þessu stóru hagkerfi eru að bregðast við með nákvæmlega sama hætti og ég er að lýsa hér vegna þess að þú vilt ekki lenda í langtíma lágum hagvexti. Það þýðir bara líka mikil útgjöld fyrir ríkissjóð er varðar atvinnuleysisbætur og þá erum við ekki að nýta mannauðinn okkar.“ Hún segir ríkisstjórnina hafa komist að því samkomulagi að minnka eignarhlut ríkisins í fjármálakerfinu, þó það sé að hennar mati ljóst að Landsbankinn þurfi að vera í ríkiseigu. Sala Íslandsbanka sé því möguleiki en hagkerfið geti ekki einungis treyst á hana. „Við höfum talað um það að við ætlum að minnka eignarhlutinn í Íslandsbanka og við stefnum að því en það tekur bara tíma. Hagkerfið getur ekki beðið eftir þessari sölu og þess vegna er ég að segja, og við í Framsóknarflokknum, að við viljum fara í innspýtinguna og við erum að boða heildstæðar aðgerðir sem styðja við lífskjarasamningana,“ segir Lilja.
Efnahagsmál Íslenskir bankar Víglínan Tengdar fréttir Ólga á opinberum vinnumarkaði og efnahagsmál í Víglínunni Víglínan, þjóðmálaþáttur Stöðvar 2, hefst klukkan 17:40. 23. febrúar 2020 17:15 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Ólga á opinberum vinnumarkaði og efnahagsmál í Víglínunni Víglínan, þjóðmálaþáttur Stöðvar 2, hefst klukkan 17:40. 23. febrúar 2020 17:15