Ísraelar gerðu loftárásir á Gasa og í Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2020 11:27 Eldur blossar upp í loftárás Ísraelshers á Gasaströndina í nótt. Vísir/EPA Fjórir Palestínumenn eru sagðir hafa særst þegar ísraelski herinn gerði loftárásir á Gasaströndina í nótt. Aðgerðir Ísraela voru svar við um tuttugu eldflaugum sem var skotið frá Gasa á suðurhluta Ísraels í gær. Loftárásir voru einnig gerðar í Sýrlandi. Árásir Ísraela beindust að skæruliðahópnum Palestínsk íslamskt heilagt stríð (PIJ) á Gasa og í Sýrlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samtökin segja að tveir vígamenn þeirra hafi fallið í Sýrlandi og hótuðu að hefna þeirra. Heilbrigðisráðuneyti Gasa segir að fjórir hafi særst þar. Sex eldflaugum til viðbótar var skotið inn í Ísrael í dag en fimm þeirra voru stöðvaðar á lofti. Engar fréttir hafa borist af mannskaða. Eldflaugarnar í gær ollu eignartjóni. Skærurnar hófust á sunnudagsmorgun þegar Ísraelsher sagðist hafa fellt vígamann PIJ nærri landamæragirðingu við Gasaströndina. Hann hafi við annan mann reynt að koma fyrir sprengju við girðinguna. Myndband af jarðýtu Ísraelsher skófla upp líki mannsins fór víða um samfélagsmiðla og olli reiði á meðal Palestínumanna sem kröfðust sumir hefnda. Nokkrum klukkustundum síðar var eldflaugum skotið að Ísrael. Flestar þeirra voru skotnar niður af eldflaugavarnakerfi Ísraels. PIJ lýsti yfir ábyrgð á eldflaugaárásinni og sagði hana svar við drápinu á liðsmanni samtakanna í gær. Ísrael Palestína Sýrland Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Fjórir Palestínumenn eru sagðir hafa særst þegar ísraelski herinn gerði loftárásir á Gasaströndina í nótt. Aðgerðir Ísraela voru svar við um tuttugu eldflaugum sem var skotið frá Gasa á suðurhluta Ísraels í gær. Loftárásir voru einnig gerðar í Sýrlandi. Árásir Ísraela beindust að skæruliðahópnum Palestínsk íslamskt heilagt stríð (PIJ) á Gasa og í Sýrlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Samtökin segja að tveir vígamenn þeirra hafi fallið í Sýrlandi og hótuðu að hefna þeirra. Heilbrigðisráðuneyti Gasa segir að fjórir hafi særst þar. Sex eldflaugum til viðbótar var skotið inn í Ísrael í dag en fimm þeirra voru stöðvaðar á lofti. Engar fréttir hafa borist af mannskaða. Eldflaugarnar í gær ollu eignartjóni. Skærurnar hófust á sunnudagsmorgun þegar Ísraelsher sagðist hafa fellt vígamann PIJ nærri landamæragirðingu við Gasaströndina. Hann hafi við annan mann reynt að koma fyrir sprengju við girðinguna. Myndband af jarðýtu Ísraelsher skófla upp líki mannsins fór víða um samfélagsmiðla og olli reiði á meðal Palestínumanna sem kröfðust sumir hefnda. Nokkrum klukkustundum síðar var eldflaugum skotið að Ísrael. Flestar þeirra voru skotnar niður af eldflaugavarnakerfi Ísraels. PIJ lýsti yfir ábyrgð á eldflaugaárásinni og sagði hana svar við drápinu á liðsmanni samtakanna í gær.
Ísrael Palestína Sýrland Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira