Tvíburar nú í sitthvoru NBA-liðinu í Los Angeles borg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2020 17:30 Markieff Morris og Marcus Morris eftir einn af leikjunum þar sem þeir hafa mæst inn á NBA vellinum. Getty/Adam Glanzman Los Angeles Lakers samdi við Markieff Morris í gær sem eru sérstaklega áhugaverðar fréttir úr NBA-deildinni í körfubolta út frá því hvar tvíburabróðir hans spilar. Markieff Morris mun fá það hlutverk að koma inn af bekknum hjá Lakers liðinu og mögulega leysa Anthony Davis af. Markieff Morris er 203 sentímetrar en um leið fínasta þriggja stiga skytta. Los Angeles liðin, Lakers og Clippers, eru líkleg til að fara langt í NBA-deildinni en þau hafa bæði bætt við sig stórstjörnum á síðustu árum. Það þykir líklegt að LA-liðin mætist í úrslitakeppninni. Á dögunum fékk Los Angeles Clippers Marcus Morris, tvíburabróðir Markieff, í leikmannaskiptum við New York Knicks. Marcus Morris skoraði tíu stig í fyrsta leik sínum með Clippers og er með 9,8 stig og 4,8 fráköst að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum. Markieff Morris signs with Lakers: Twins now on opposite sides of LA rivalry https://t.co/A8BJnuNpNgpic.twitter.com/gbMKdU331b— Sporting News NBA (@sn_nba) February 24, 2020 Marcus Morris hafði verið með 19,6 stig og 5,4 fráköst að meðaltali í búningi New York Knicks í vetur. Markieff Morris gerði starfslokasamning við Detroit Pistons og var því laus allra mála. Hann valdi það að semja við Los Angeles Lakers. Markieff Morris var með 11,0 stig, 3,9 fráköst og 1,6 stoðsendingu að meðaltali á 22,5 mínútum í leik með Detroit Pistons í NBA-deildinni í vetur. OFFICIAL: The Lakers have signed Markieff Morris. Welcome to L.A., @Keefmorris! pic.twitter.com/0FtMjPlCOI— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 24, 2020 Markieff Morris hefur alls spilað 623 leiki í NBA-deildinni með liðum Phoenix Suns, Washington Wizards, Oklahoma City Thunder og Detroit en í þeim er hann með 11,6 stig, 5,4 fráköst og 1,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Markieff og Marcus Morris eru fæddir 2. september 1989 eru því á 31 aldursári. Morris er sjö mínútum yngri en Markieff. Markieff Morris hefur spilað alls 24 leiki í úrslitakeppni NBA þar af 13 þeirra á 206-17 tímabilinu með Washington Wizards. Marcus Morris hefur spilað 32 leiki í úrslitakeppninni þar af 19 þeirra með Boston Celtics á 2017-18 tímabilinu. The Morris Twins Ultimately Deciding Who Makes The Finals In The West Is The Drama We Need https://t.co/MEhEpsmdYkpic.twitter.com/DYoLBoJsQ4— Barstool Sports (@barstoolsports) February 21, 2020 NBA Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Los Angeles Lakers samdi við Markieff Morris í gær sem eru sérstaklega áhugaverðar fréttir úr NBA-deildinni í körfubolta út frá því hvar tvíburabróðir hans spilar. Markieff Morris mun fá það hlutverk að koma inn af bekknum hjá Lakers liðinu og mögulega leysa Anthony Davis af. Markieff Morris er 203 sentímetrar en um leið fínasta þriggja stiga skytta. Los Angeles liðin, Lakers og Clippers, eru líkleg til að fara langt í NBA-deildinni en þau hafa bæði bætt við sig stórstjörnum á síðustu árum. Það þykir líklegt að LA-liðin mætist í úrslitakeppninni. Á dögunum fékk Los Angeles Clippers Marcus Morris, tvíburabróðir Markieff, í leikmannaskiptum við New York Knicks. Marcus Morris skoraði tíu stig í fyrsta leik sínum með Clippers og er með 9,8 stig og 4,8 fráköst að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum. Markieff Morris signs with Lakers: Twins now on opposite sides of LA rivalry https://t.co/A8BJnuNpNgpic.twitter.com/gbMKdU331b— Sporting News NBA (@sn_nba) February 24, 2020 Marcus Morris hafði verið með 19,6 stig og 5,4 fráköst að meðaltali í búningi New York Knicks í vetur. Markieff Morris gerði starfslokasamning við Detroit Pistons og var því laus allra mála. Hann valdi það að semja við Los Angeles Lakers. Markieff Morris var með 11,0 stig, 3,9 fráköst og 1,6 stoðsendingu að meðaltali á 22,5 mínútum í leik með Detroit Pistons í NBA-deildinni í vetur. OFFICIAL: The Lakers have signed Markieff Morris. Welcome to L.A., @Keefmorris! pic.twitter.com/0FtMjPlCOI— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 24, 2020 Markieff Morris hefur alls spilað 623 leiki í NBA-deildinni með liðum Phoenix Suns, Washington Wizards, Oklahoma City Thunder og Detroit en í þeim er hann með 11,6 stig, 5,4 fráköst og 1,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Markieff og Marcus Morris eru fæddir 2. september 1989 eru því á 31 aldursári. Morris er sjö mínútum yngri en Markieff. Markieff Morris hefur spilað alls 24 leiki í úrslitakeppni NBA þar af 13 þeirra á 206-17 tímabilinu með Washington Wizards. Marcus Morris hefur spilað 32 leiki í úrslitakeppninni þar af 19 þeirra með Boston Celtics á 2017-18 tímabilinu. The Morris Twins Ultimately Deciding Who Makes The Finals In The West Is The Drama We Need https://t.co/MEhEpsmdYkpic.twitter.com/DYoLBoJsQ4— Barstool Sports (@barstoolsports) February 21, 2020
NBA Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli