Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2020 13:42 Teikning af Assange í réttarsal í morgun. AP/Elizabeth Cook Réttarhöld um hvort að framselja eigi Julian Assange, stofnanda Wikileaks, til Bandaríkjanna, hófust í Bretlandi í morgun. Lögmaður Bandaríkjastjórnar sakaði Ástralann um að vera ótýndur glæpamaður sem hefði stefnt lífi fjölda fólks í hættu með birtingu á leynilegum skjölum. Bandaríkjastjórn krefst þess að Bretland framselji Assange sem er ákærður fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. James Lewis, lögmaður Bandaríkjastjórnar, færði rök fyrir því að framselja bæri Assange vegna þess að hann hefði teflt lífi heimildarmanna, blaðamanna, andófsfólks og fleiri í Írak, Íran og Afganistan í hættu. Assange sé ekki ákærður fyrir að birta upplýsingar sem voru vandræðalegar Bandaríkjastjórn heldur vegna þess að hann hefði framið lögbrot og sett fólk í lífshættu. „Það sem herra Assange virðist verja með vísun í tjáningarfrelsi er ekki birting leynilegs efnis heldur birting á nöfnum heimildarmanna, nöfnum fólks sem setti sjálft sig í hættu til að aðstoða Bandaríkin og bandamenn þeirra,“ sagði Lewis Fullyrti hann að Bandaríkjastjórn hefði þurft að gera hundruðum manna viðvart eftir uppljóstranir Wikileaks og flytja hefði þurft suma úr landi. Heimildmenn sem voru nafngreindir í skjölum sem Wikileaks gerði aðgengileg öllum hafi í kjölfarið horfið þó að ekki væri hægt að sýna fram á að það hefði verið vegna birtingar Wikileaks á skjölunum. Niðurstaða ekki fyrr en í vor Assange hefur haldið því fram að skjölin hafi sýnt fram á misgjörðir Bandaríkjahers, þar á meðal hvernig bandarískir hermenn hafi fellt óbreytta borgara og fréttamenn í Bagdad árið 2007. Blaðamanna- og mannréttindasamtök hafa lýst yfir stuðningi við Assange og sagt málaferlin gegn honum hrollvekjandi fordæmi fyrir fjölmiðlafrelsi. Lögmenn Assange segja að hann sé fórnarlamb pólitískra ákæra. Niðurstöðu í framsalsmálinu er ekki að vænta strax. Því verður brátt frestað fram í maí. Þá hefur dómari ætlað lögmönnum þrjár vikur til að færa rök fyrir máli sínu. Úrskurði dómarinn Bandaríkjastjórn í vil þarf innanríkisráðherra Bretlands að veita samþykki sitt framsalinu. Assange gæti enn skotið máli sínu til tveggja æðri dómstiga í Bretlandi. Verði Assange framseldur til Bandaríkjanna gæti hann átt yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisdóm, verði hann fundinn sekur þar. Assange var upphaflega handtekinn á Bretlandi vegna ákæru um nauðgun í Svíþjóð árið 2010. Hann neitaði að fara til Svíþjóðar af ótta við framsal til Bandaríkjanna. Á meðan Assange gekk laus gegn tryggingu í Bretlandi leitaði hann á náðir sendiráðs Ekvadors í London þar sem hann fékk pólitískt hæli. Hafðist hann þar við í sjö ár þar til honum var vísað þaðan út í apríl í fyrra og var handtekinn. Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Assange svo veikan að hann „gæti dáið í fangelsi“ Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. 25. nóvember 2019 08:09 Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 Trump sagður hafa boðið Assange náðun gegn vitnisburði Lögmaður stofnanda Wikileaks vísaði til vísbendinga um að honum hefði verið boðin náðun þegar mál um mögulegt framsal hans var tekið fyrir í breskum dómstól. 19. febrúar 2020 19:36 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Réttarhöld um hvort að framselja eigi Julian Assange, stofnanda Wikileaks, til Bandaríkjanna, hófust í Bretlandi í morgun. Lögmaður Bandaríkjastjórnar sakaði Ástralann um að vera ótýndur glæpamaður sem hefði stefnt lífi fjölda fólks í hættu með birtingu á leynilegum skjölum. Bandaríkjastjórn krefst þess að Bretland framselji Assange sem er ákærður fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. James Lewis, lögmaður Bandaríkjastjórnar, færði rök fyrir því að framselja bæri Assange vegna þess að hann hefði teflt lífi heimildarmanna, blaðamanna, andófsfólks og fleiri í Írak, Íran og Afganistan í hættu. Assange sé ekki ákærður fyrir að birta upplýsingar sem voru vandræðalegar Bandaríkjastjórn heldur vegna þess að hann hefði framið lögbrot og sett fólk í lífshættu. „Það sem herra Assange virðist verja með vísun í tjáningarfrelsi er ekki birting leynilegs efnis heldur birting á nöfnum heimildarmanna, nöfnum fólks sem setti sjálft sig í hættu til að aðstoða Bandaríkin og bandamenn þeirra,“ sagði Lewis Fullyrti hann að Bandaríkjastjórn hefði þurft að gera hundruðum manna viðvart eftir uppljóstranir Wikileaks og flytja hefði þurft suma úr landi. Heimildmenn sem voru nafngreindir í skjölum sem Wikileaks gerði aðgengileg öllum hafi í kjölfarið horfið þó að ekki væri hægt að sýna fram á að það hefði verið vegna birtingar Wikileaks á skjölunum. Niðurstaða ekki fyrr en í vor Assange hefur haldið því fram að skjölin hafi sýnt fram á misgjörðir Bandaríkjahers, þar á meðal hvernig bandarískir hermenn hafi fellt óbreytta borgara og fréttamenn í Bagdad árið 2007. Blaðamanna- og mannréttindasamtök hafa lýst yfir stuðningi við Assange og sagt málaferlin gegn honum hrollvekjandi fordæmi fyrir fjölmiðlafrelsi. Lögmenn Assange segja að hann sé fórnarlamb pólitískra ákæra. Niðurstöðu í framsalsmálinu er ekki að vænta strax. Því verður brátt frestað fram í maí. Þá hefur dómari ætlað lögmönnum þrjár vikur til að færa rök fyrir máli sínu. Úrskurði dómarinn Bandaríkjastjórn í vil þarf innanríkisráðherra Bretlands að veita samþykki sitt framsalinu. Assange gæti enn skotið máli sínu til tveggja æðri dómstiga í Bretlandi. Verði Assange framseldur til Bandaríkjanna gæti hann átt yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisdóm, verði hann fundinn sekur þar. Assange var upphaflega handtekinn á Bretlandi vegna ákæru um nauðgun í Svíþjóð árið 2010. Hann neitaði að fara til Svíþjóðar af ótta við framsal til Bandaríkjanna. Á meðan Assange gekk laus gegn tryggingu í Bretlandi leitaði hann á náðir sendiráðs Ekvadors í London þar sem hann fékk pólitískt hæli. Hafðist hann þar við í sjö ár þar til honum var vísað þaðan út í apríl í fyrra og var handtekinn.
Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Assange svo veikan að hann „gæti dáið í fangelsi“ Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. 25. nóvember 2019 08:09 Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 Trump sagður hafa boðið Assange náðun gegn vitnisburði Lögmaður stofnanda Wikileaks vísaði til vísbendinga um að honum hefði verið boðin náðun þegar mál um mögulegt framsal hans var tekið fyrir í breskum dómstól. 19. febrúar 2020 19:36 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Segja Assange svo veikan að hann „gæti dáið í fangelsi“ Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. 25. nóvember 2019 08:09
Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20
Trump sagður hafa boðið Assange náðun gegn vitnisburði Lögmaður stofnanda Wikileaks vísaði til vísbendinga um að honum hefði verið boðin náðun þegar mál um mögulegt framsal hans var tekið fyrir í breskum dómstól. 19. febrúar 2020 19:36