Leita að arftaka Stefáns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2020 13:44 Stefán Eiríksson mætir í Efstaleitið mánudaginn eftir viku. Vísir Borgarstjórinn í Reykjavík hefur auglýst stöðu borgarritara lausa til umsóknar. Stefán Eiríksson, sem gegnt hefur stöðunni undanfarin ár, tekur við starfi Útvarpsstjóra þann 1. mars. Borgarritari er æðsti embættismaður Reykjavíkurborgar að borgarstjóra undanskildum. Hann fer með forystu- og samhæfingarhlutverk í stjórnsýslu og þjónustu borgarinnar. Borgarritari er einn af staðgenglum borgarstjóra og tilheyrir yfirstjórn Reykjavíkurborgar. „Leitað er að kraftmiklum leiðtoga sem býr yfir frumkvæði og faglegum metnaði, er annt um umhverfi sitt, samfélag og velferð íbúa,“ segir í auglýsingu frá borginni. Í auglýsingunni segir að hlutverk borgarritara sé að hafa forystu um að Reykjavíkurborg sé í fararbroddi í þróun þjónustu, stjórnsýslu og rekstri á landsvísu og standast samanburð við framsæknar borgir í alþjóðlegum samanburði. „Borgarritari sér til að stefnumörkun borgarráðs og borgarstjórnar sé fylgt eftir með upplýsingamiðlun og stoðþjónustu við fagsvið borgarinnar, auk þess að halda uppi eftirlit með að framkvæmd sé í samræmi við markaða stefnu og fjárhagsheimildir og hefur yfirumsjón með miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar. Þá er borgarritara ætlað að stuðla að lýðræðislegum stjórnunarháttum með því að auka gegnsæi og styrkja upplýsingaflæði milli stjórnenda, sviða og stofnana borgarinnar, íbúa og annarra samráðsaðila.“ Borgarritari ffari fyrir samningateymi Reykjavíkurborgar í samskiptum við ríkið, sé tengiliður Reykjavíkurborgar við byggðasamlög og B-hluta félög og við atvinnulífið í Reykjavíkurborg og á landsvísu. Borgarritari leiði einnig stór og flókin verkefni sem kalla á samhæfingu og samræmingu innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar og utan þess. Undir borgarritara heyra skrifstofa borgarstjóra og borgarritara og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa. Intellecta heldur utan um ráðningarferlið fyrir Reykjavíkurborg. Hæfnisnefnd fer yfir umsóknir og leggur mat á umsækjendur. Hana skipa Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, sem jafnframt er formaður, Ásta Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Landspítalans, og Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. Menntunar- og hæfniskröfur Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi. Leiðtogahæfileikar, farsæl reynsla af stjórnun ásamt reynslu af því að leiða breytingar. Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, stefnumótun og áætlanagerð. Þekking og reynsla af rekstri og mannaforráðum. Þekking og reynsla af samningagerð og undirbúningi samninga. Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum. Framsýni, metnaður, frumkvæði og skipulagshæfileikar. Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku. Kunnátta í öðrum tungumálum er kostur. Reykjavík Vistaskipti Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Borgarstjórinn í Reykjavík hefur auglýst stöðu borgarritara lausa til umsóknar. Stefán Eiríksson, sem gegnt hefur stöðunni undanfarin ár, tekur við starfi Útvarpsstjóra þann 1. mars. Borgarritari er æðsti embættismaður Reykjavíkurborgar að borgarstjóra undanskildum. Hann fer með forystu- og samhæfingarhlutverk í stjórnsýslu og þjónustu borgarinnar. Borgarritari er einn af staðgenglum borgarstjóra og tilheyrir yfirstjórn Reykjavíkurborgar. „Leitað er að kraftmiklum leiðtoga sem býr yfir frumkvæði og faglegum metnaði, er annt um umhverfi sitt, samfélag og velferð íbúa,“ segir í auglýsingu frá borginni. Í auglýsingunni segir að hlutverk borgarritara sé að hafa forystu um að Reykjavíkurborg sé í fararbroddi í þróun þjónustu, stjórnsýslu og rekstri á landsvísu og standast samanburð við framsæknar borgir í alþjóðlegum samanburði. „Borgarritari sér til að stefnumörkun borgarráðs og borgarstjórnar sé fylgt eftir með upplýsingamiðlun og stoðþjónustu við fagsvið borgarinnar, auk þess að halda uppi eftirlit með að framkvæmd sé í samræmi við markaða stefnu og fjárhagsheimildir og hefur yfirumsjón með miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar. Þá er borgarritara ætlað að stuðla að lýðræðislegum stjórnunarháttum með því að auka gegnsæi og styrkja upplýsingaflæði milli stjórnenda, sviða og stofnana borgarinnar, íbúa og annarra samráðsaðila.“ Borgarritari ffari fyrir samningateymi Reykjavíkurborgar í samskiptum við ríkið, sé tengiliður Reykjavíkurborgar við byggðasamlög og B-hluta félög og við atvinnulífið í Reykjavíkurborg og á landsvísu. Borgarritari leiði einnig stór og flókin verkefni sem kalla á samhæfingu og samræmingu innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar og utan þess. Undir borgarritara heyra skrifstofa borgarstjóra og borgarritara og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa. Intellecta heldur utan um ráðningarferlið fyrir Reykjavíkurborg. Hæfnisnefnd fer yfir umsóknir og leggur mat á umsækjendur. Hana skipa Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, sem jafnframt er formaður, Ásta Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Landspítalans, og Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. Menntunar- og hæfniskröfur Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi. Leiðtogahæfileikar, farsæl reynsla af stjórnun ásamt reynslu af því að leiða breytingar. Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, stefnumótun og áætlanagerð. Þekking og reynsla af rekstri og mannaforráðum. Þekking og reynsla af samningagerð og undirbúningi samninga. Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum. Framsýni, metnaður, frumkvæði og skipulagshæfileikar. Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku. Kunnátta í öðrum tungumálum er kostur.
Reykjavík Vistaskipti Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira